Fara beint í efnið

Prentað þann 4. des. 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 1. sept. 2021

1336/2020

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 170/2009, um styrki og uppbætur til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða.

1. gr.

Á eftir 6. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein sem orðast svo:

Hreyfihamlaðir einstaklingar í sjálfstæðri búsetu, sbr. 6. mgr. 1. gr., sem hafa persónulega aðstoðarmenn samkvæmt samningi um notendastýrða persónulega aðstoð við sveitarfélag viðkomandi skv. 11. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018, geta fallið undir þau ákvæði reglugerðarinnar sem kveða á um að hreyfihamlaður einstaklingur hafi sjálfur ökuréttindi eða annar heimilismaður. Hið sama gildir um hreyfihamlaða einstaklinga í sjálfstæðri búsetu sem eru með persónulega aðstoðarmenn á grundvelli annars konar notendasamnings við sveitarfélag viðkomandi samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk eða einstaklingsbundna þjónustuáætlun sem gerð er á grundvelli sömu laga og í samráði við hinn hreyfihamlaða. Í þeim tilvikum skal koma skýrt fram í samningi eða þjónustuáætlun hvaða þjónustu hinir persónulegu aðstoðarmenn veita hvað varðar ferðir og akstur hins hreyfihamlaða.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað "17.781 kr." í 1. mgr. kemur: 18.421 kr.
  2. 1. töluliður 2. mgr. 2. gr. orðast svo: Hinn hreyfihamlaði hefur sjálfur ökuréttindi eða annar heimilismaður, sbr. þó 7. mgr. 1. gr.

3. gr.

1. töluliður 2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Hinn hreyfihamlaði hefur sjálfur ökuréttindi eða annar heimilismaður, sbr. þó 7. mgr. 1. gr.

4. gr.

1. töluliður 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Hinn hreyfihamlaði hefur sjálfur ökuréttindi eða annar heimilismaður, sbr. þó 7. mgr. 1. gr.

5. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 14. gr., sbr. 10. gr. laga nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, sbr. einnig 70. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2021. Frá sama tíma falla úr gildi reglugerðir nr. 967/2016 og nr. 1125/2019, um breytingar á reglugerð nr. 170/2009, um styrki og uppbætur til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða.

Félagsmálaráðuneytinu, 21. desember 2020.

Ásmundur Einar Daðason.

Gunnhildur Gunnarsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.