Prentað þann 4. des. 2024
967/2016
Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 170/2009 um styrki og uppbætur til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða.
1. gr.
Á eftir 5. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein sem orðast svo:
Með sjálfstæðri búsetu er í reglugerð þessari átt við einhleyping sem býr einn og er einn um heimilisrekstur án þess að njóta fjárhagslegs hagræðis af sambýli eða samlögum við aðra um húsnæðisaðstöðu eða fæðiskostnað.
2. gr.
Nýr málsliður bætist við 1. tölul. 2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar sem orðast svo:
Þetta á þó ekki við þegar um er að ræða hreyfihamlaða einstaklinga í sjálfstæðri búsetu, sbr. 6. mgr. 1. gr., sem hafa persónulega aðstoðarmenn samkvæmt samningi við sveitarfélag viðkomandi, t.d. samning um notendastýrða persónulega aðstoð, beingreiðslusamning eða sambærilegan samning.
3. gr.
Nýr málsliður bætist við 1. tölul. 2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar sem orðast svo:
Þetta á þó ekki við þegar um er að ræða hreyfihamlaða einstaklinga í sjálfstæðri búsetu, sbr. 6. mgr. 1. gr., sem hafa persónulega aðstoðarmenn samkvæmt samningi við sveitarfélag viðkomandi, t.d. samning um notendastýrða persónulega aðstoð, beingreiðslusamning eða sambærilegan samning.
4. gr.
Nýr málsliður bætist við 1. tölul. 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar sem orðast svo:
Þetta á þó ekki við þegar um er að ræða hreyfihamlaða einstaklinga í sjálfstæðri búsetu, sbr. 6. mgr. 1. gr., sem hafa persónulega aðstoðarmenn samkvæmt samningi við sveitarfélag viðkomandi, t.d. samning um notendastýrða persónulega aðstoð, beingreiðslusamning eða sambærilegan samning.
5. gr.
Orðin "og ekur sjálfur eða annar heimilismaður" í 1. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar falla brott.
6. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. mgr. 14. gr., sbr. 10. gr., laga nr. 99/2007 um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Velferðarráðuneytinu, 28. október 2016.
Eygló Harðardóttir
félags- og húsnæðismálaráðherra.
Hanna S. Gunnsteinsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.