Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 24. nóv. 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 31. ágúst 2024
Sýnir breytingar gerðar 24. jan. 2017 – 31. ágúst 2024 af rg.nr. 38/2017, 541/2020, 426/2022, 45/2023, 94/2023 og 982/2024

1202/2016

Reglugerð um frádrátt frá tekjum erlendra sérfræðinga.

1. gr. Gildissvið og markmið.

Reglugerð þessi gildir um frádrátt frá tekjum erlendra sérfræðinga skv. 6. tölul. A-liðar 1. mgr. 30. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Markmiðið er að laða að erlenda sérfræðinga sem búa yfir nauðsynlegri þekkingu og hæfni til starfa hér á landi og með því að gera fyrirtækjum auðveldara fyrir að fá til sín slíka aðila svo að ekki þurfi að fara með viðkomandi starfsemi úr landi.

2. gr. Erlendur sérfræðingur og skilyrði frádráttar.

Erlendum sérfræðingum, sem ráðnir eru til starfa hér á landi frá og með 1. janúar 2017 og eru skattskyldir á grundvelli 1. gr. eða 1. tölul. 3. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, er heimilt fyrstu þrjú árin frá ráðningu í starf að draga 25% teknafrá tekjum skv. 1. tölul. A-liðar 7. gr. laganna, frásem tekjumgreidd fyrstueru þrjúfyrir árin frá ráðningu í starfsérfræðistörf enda séu skilyrði 2. og 3. mgr. uppfyllt.

Starfsmaður telst vera erlendurErlendur sérfræðingur, óháð ríkisborgararétti, í skilningi reglugerðar þessarar, sbr. einnig 6. tölul. A-liðar 1. mgr. 30. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, séuskal uppfylla eftirfarandi skilyrði uppfyllt:

  1. hann hefurhafi ekki verið búsettur eða heimilisfastur hér á landi á fimmþví ára60 mánaða samfellda tímabili sem næst er fyrir upphaf starfa hans hér á undanlandi, þvíen almanaksáriþó sem hannfrátöldum hóffyrstu störfþremur mánuðum dvalar hérlendis; og
  2. hann býrbúi yfir þekkingu eða reynslu sem ekki er fyrir hendi hér á landi eða einungis í litlum mæli.

Ákvæði 1. og 2. mgr.,mgr. gilda þó einungis ef hinn erlendi sérfræðingur:

  1. er ráðinn til starfa sem sérfræðingur og njóti launa sem slíkur hjá lögaðila sem hefur lögheimili eða fasta starfsstöð hér á landi og sá aðili greiðir honum laun sem sérfræðingi; og
  2. er ráðinn til að sinnasinni verkefnum er krefjast sérþekkingar og reynslu sem ekki er fyrir hendi hér á landi eða í litlum mæli; og/eða
  3.  hann starfi á sviði rannsókna, þróunar og/eða nýsköpunar, kennslu eða við úrlausn og/eða uppbyggingu sérhæfðra verkefna; eða
  4.  hann sinni framkvæmda- eða verkefnastjórnun eða öðrum verkefnum sem eru lykilþættir í starfsemi fyrirtækisins.

3. gr. Form og skilyrði umsóknar.

Umsókn um frádrátt samkvæmt 2. gr. skal berastborin tilundir sérstakrarsérstaka nefndarnefnd, sbr. 5. og 6. gr., er metur hvort viðkomandi starfsmaður felluruppfylli undirsett ákvæðiskilyrði reglugerðarinnarsamkvæmt reglugerð þessari. Umsókn skal berast nefndinni eigi síðar en þremur mánuðum frá þeirri dagsetningu sem starfsmaður hóf störf hérlendis ella skal henni hafnað.

UmsókninÍ umsókninni sem skal vera skrifleg og ítarlega rökstudd með fylgigögnum komi eftirfarandi fylgigögnum sem sýna fram á að starfsmaður uppfylli skilyrði reglugerðarinnar:

  1. fullufullt nafninafn og heimilisfangiheimilisfang/aðsetriaðsetur viðkomandi starfsmanns hér á landi ásamt staðfestingu Þjóðskrár Íslands þar á og því að skilyrði a-liðar 2. mgr. 2. gr. séu uppfyllt;
  2. staðfestingustaðfesting á ráðningarsamningi ásamt upplýsingum um laun og hvers konar hlunnindi; og
  3. gögnumstaðfest gögn eftir því sem við á, er sýna fram á sérþekkingu eða reynslu, s.s. upplýsingar um menntun, starfsreynslu (ferilskrá) eða annað sem sýnir fram á sérþekkingu og/eða sérhæfingu; og
  4. greinargerð frá launagreiðanda um að umrædd sérþekking eða reynsla sé ekki fyrir hendi hér á landi eða í litlum mæli; og
  5. öðrumönnur gögnumgögn sem umsækjandi telur skipta máli.

 Hafi starfsmaður hlotið samþykki nefndarinnar og verið viðurkenndur sem sérfræðingur er honum heimilt að skipta um starf innan þess þriggja ára tímabils sem frádráttarheimild hefði að óbreyttu tekið til, sbr. upphafsmálslið 1. mgr. 6. tölul. A-liðar 30. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, enda hafi hann endurnýjað umsókn sína og hafið störf innan þriggja mánaða frá lokum fyrra starfs. Starf telst hafið að nýju þegar skipt er um starf frá einum lögaðila til annars, sem starfar undir sjálfstæðri kennitölu, þrátt fyrir að um sé að ræða t.d. félög í eigu upphaflegs eða fyrri vinnuveitanda, sbr. a-lið 3. mgr. 2. gr. Umsókn sem berst að liðnum þremur mánuðum frá upphafi nýs starfs verður hafnað og jafnframt fellur frádráttur niður við lok fyrra starfstímabils. Endurnýjuð umsókn gildir að óbreyttum starfstíma til upphaflegs þriggja ára tímabils. Ákvæði reglugerðar þessarar taka að öðru leyti til endurnýjunar á umsókn að frátöldum a-lið 2. mgr. 2. gr.

4. gr. Annmarkar á umsókn.

Ef rökstuðningur og/eða fylgigögn umsóknar eru ófullnægjandi að mati nefndarinnar skal, eftir því sem nefndin telur ástæðu til, gefa umsækjanda kost á að bæta úr annmörkum. Að jafnaði skal ekki veittur lengri frestur en tvær vikur í því skyni. Verði ekki bætt úr annmörkum að mati nefndarinnar skal vísa umsókninni frá.

5. gr. Nefndarskipan.

Fjármála- og efnahagsráðherra skipar nefnd til að fara yfir umsóknir, sbr. 3. gr., og meta hvort skilyrði 2. gr. séu uppfyllt.

Nefndin skal samanstanda af þremur nefndarmönnum, ásamt þremur nefndarmönnum til vara.

Fjármála- og efnahagsráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra tilnefna hvor um sig sinn nefndarmann en sá þriðji skal skipaður án tilnefningar og vera formaður nefndarinnar.

Varamenn nefndarinnar skulu skipaðir með sama hætti og nefndarmenn.

6. gr. Starfshættir nefndarinnar.

Nefndin skal að jafnaði taka ákvörðun um umsókn innan þriggja vikna frá þeirrieftir dagsetningu erendanleg umsókningögn barstliggja fyrir, sbr. 4. gr.

Nefndin skal halda skrá yfir þær umsóknir sem hún móttekur og sömuleiðis hvaða umsóknir hún samþykkir.

Meirihluti nefndarmanna nægir til þess að umsögn verði samþykkt. Sé umsókn, sbr. 2. gr., samþykkt sendir nefndin ríkisskattstjóra staðfestingu þess efnis.

Ákvörðun nefndarinnar er endanleg á stjórnsýslustigi.

7. gr. Þagnarskylda.

Nefndarmönnum, sbr. 4. og 5. gr., ber að gæta þagmælsku og fyllsta trúnaðar um hverjar þær upplýsingar og sérhver þau gögn er nefndinni berast. Þagmælska og trúnaður helst þótt látið sé af setu í nefndinni.

8. gr. Staðgreiðsla.

Frá og með næsta almanaksmánuði frá samþykkt umsóknar skal greiða staðgreiðslu í samræmi við lög nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, af 75% þeirra launatekna sem starfsmaður nýtur sem erlendur sérfræðingur. Hafi vinnuveitandi haldið eftir staðgreiðslu opinberra gjalda af launatekjum frá því starfsmaður hóf störf hérlendis sem erlendur sérfræðingur og þar til umsókn er samþykkt skal ríkisskattstjóri leiðrétta áður ákvarðaða staðgreiðslu. Launatengd gjöld ásamt barnabótum og vaxtabótum skulu taka mið af heildarlaunum hins erlenda sérfræðings.

9. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 6. tölul. A-liðar 1. mgr. 30. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt, öðlast gildi 1. janúar 2017.

 Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 14. desember 2016. 

 F. h. r.

 Maríanna Jónasdóttir. 

 Ingibjörg Helga Helgadóttir. 

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.