Fara beint í efnið

Prentað þann 25. nóv. 2024

Breytingareglugerð

541/2020

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1202/2016, um frádrátt frá tekjum erlendra sérfræðinga.

1. gr.

A-liður 2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi: hann hefur ekki verið búsettur eða heimilisfastur hér á landi á næsta 60 mánaða samfelldu tímabili fyrir upphaf starfa hans hér á landi, en þó þannig að fyrstu þrír mánuðir dvalar hérlendis teljast ekki með; og.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 6. tölul. A-liðar 1. mgr. 30. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 15. maí 2020.

F. h. r.

Helga Jónsdóttir.

Ingibjörg Helga Helgadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.