Fara beint í efnið

Prentað þann 28. des. 2024

Breytingareglugerð

426/2022

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1202/2016, um frádrátt frá tekjum erlendra sérfræðinga.

1. gr.

Á eftir 2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein, svohljóðandi: Starfsmanni sem hlotið hefur samþykki nefndar skv. 1. mgr. er heimilt að endurnýja umsókn sína innan þriggja ára frádráttartímabilsins hafi hann skipt um starf og ekki er liðinn lengri tími en einn mánuður þar til starf er hafið að nýju. Umsókn skal berast nefndinni eigi síðar en einum mánuði frá þeirri dagsetningu sem starfsmaður hóf störf á hinum nýja vinnustað ella skal henni hafnað. Framhaldsumsókn skal gilda til loka upphaflegs þriggja ára tímabils. Ákvæði reglugerðar þessarar taka að öðru leyti til framhaldsumsagnar að undanskildum a-lið 2. mgr. 2. gr.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 6. tölul. A-liðar 1. mgr. 30. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, öðlast gildi 1. ágúst 2022.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 28. mars 2022.

F. h. r.

Helga Jónsdóttir.

Ingibjörg Helga Helgadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.