Fara beint í efnið

Prentað þann 23. nóv. 2024

Breytingareglugerð

948/2018

Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 678/2009 um raforkuvirki.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:

  1. Skilgreining hugtaksins "innflytjandi" verður svohljóðandi: Einstaklingur eða lögaðili með staðfestu innan EES sem setur rafföng frá ríki utan EES á markað innan EES.
  2. Við bætist ný skilgreining í réttri stafrófsröð, svohljóðandi:
    Ábyrgðarmaður/Ábyrgðaraðili: Eigandi, umráðamaður eða annar sá sem tilnefndur hefur verið til að annast uppsetningu eða rekstur raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga og ber ábyrgð á lögmætu ástandi þeirra.

2. gr.

Grein 3.5 fellur brott ásamt fyrirsögn.

3. gr.

Grein 4.5.3.1 fellur brott ásamt fyrirsögn.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 13. gr. laga nr. 146/1996 um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga, öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 15. október 2018.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.