Prentað þann 29. des. 2024
944/2019
Reglugerð um þráðlausan fjarskiptabúnað.
I. KAFLI Gildissvið og almenn ákvæði.
1. gr. Tilgangur.
Tilgangur reglugerðarinnar er að mæla fyrir um kröfur til þeirra vara sem um getur í 3. gr. og reglur sem gilda um frjálsa för þeirra innan Evrópska efnahagssvæðisins.
2. gr. Innleiðing á ESB-gerðum.
Á grundvelli ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar, sem vísað er til hér að neðan, skulu eftirtaldar ESB-gerðir öðlast gildi hér á landi, með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af II. viðauka við EES-samninginn (um tæknilegar reglugerðir, staðla, prófanir og vottun), bókun 1 (um altæka aðlögun) og öðrum ákvæðum samningsins:
- Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2014/53 frá 16. apríl 2014 um samræmingu laga aðildarríkjanna um að bjóða þráðlausan fjarskiptabúnað fram á markaði og niðurfellingu á tilskipun 1999/5/EB, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 89/2016 frá 29. apríl 2016, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 27, 12. maí 2016, bls. 946-990.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnar (ESB) 2017/1354 frá 20. júlí 2017 um hvernig eigi að leggja fram upplýsingar sem kveðið er á um í 10. mgr. 10. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2014/53, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 145/2018 frá 6. júlí 2018, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 49, 26. júlí 2018, bls. 335-338.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/320 frá 12. desember 2018 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/53/ESB að því er varðar beitingu grunnkrafnanna, sem um getur í g-lið 3. mgr. 3. gr. þeirrar tilskipunar, til að tryggja staðsetningu innhringjanda í neyðarsamskiptum úr farartækjum, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 158/2019 frá 14. júní 2019, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 58, 18. júlí 2019, bls. 57-59.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/30 frá 29. október 2021 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/53/ESB að því er varðar beitingu grunnkrafnanna, sem um getur í d-, e- og f-lið 3. mgr. 3. gr. þeirrar tilskipunar, til verndar netkerfis, persónuverndar og verndar gegn svikum, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 317/2022, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 8, 26. janúar 2023, bls. 272-276.
- Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2022/2380 frá 23. nóvember 2022 um breytingu á tilskipun 2014/53/ESB um samræmingu laga aðildarríkjanna um að bjóða þráðlausan fjarskiptabúnað fram á markaði, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 238/2023, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 35, 25. apríl 2024, bls. 84.
3. gr. Gildissvið.
Reglugerð þessi gildir um þráðlausan fjarskiptabúnað á íslensku yfirráðasvæði og hvernig hann er boðinn fram á markaði og notkun hans hér á landi.
Reglugerðin gildir ekki um þann búnað sem tilgreindur er í viðauka I við tilskipun (ESB) 2014/53.
Reglugerðin gildir ekki um þráðlausan fjarskiptabúnað sem er eingöngu notaður í tengslum við starfsemi sem varðar almannaöryggi, varnarmál, öryggi ríkisins, efnahagslega velferð ríkisins þegar um er að ræða starfsemi sem tengist öryggi ríkisins, og starfsemi þess á sviði refsivörslu.
Þráðlaus fjarskiptabúnaður sem fellur innan gildissviðs þessarar reglugerðar fellur ekki undir reglugerð nr. 678/2009, um raforkuvirki, að því undanskildu sem sett er fram í a-lið 1. mgr. 3. gr. í tilskipun (ESB) 2014/53.
Að öðru leyti fer með gildissvið reglugerðar þessarar samkvæmt ákvæðum þeirra ESB-gerða sem innleiddar eru með reglugerð þessari.
4. gr. Tilvísanir.
Víða í þeim ESB-gerðum, sem innleiddar eru skv. 2. gr., eru tilvísanir til annarra ESB-gerða sem innleiddar hafa verið í íslenskan rétt. Til hægðarauka má í töflunni hér að neðan sjá hvernig þær gerðir hafa verið innleiddar.
5. gr. Leiðbeiningar.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gefið út almennar leiðbeiningar um öryggi vöru auk ítarlegra leiðbeininga um framkvæmd tilskipunar 2014/53/ESB í formi leiðbeininga og viðbótarleiðbeininga. Almennt eru leiðbeiningar ekki bindandi.
Almennar leiðbeiningar um öryggi vöru: Tilkynning framkvæmdastjórnarinnar um vöruöryggi (e. Blue guide), C:2016:272:TOC.
Leiðbeiningar og viðbótarleiðbeiningar um framkvæmd tilskipunar 2014/53/ESB (e. Guide to the Radio Equipment Directive 2014/53/EU), https://ec.europa.eu/docsroom/ documents/33162 og (e. Supplementary Guidance on the LVD/EMCD/RED), https://ec.europa.eu/docsroom/ documents/29121. Leiðbeiningar þessar kunna að verða uppfærðar og er ráðlagt að miða við nýjustu leiðbeiningar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hverju sinni.
6. gr. Samhæfðir staðlar.
Fyrirframætlað samræmi þráðlauss fjarskiptabúnaðar, sbr. 16. gr. tilskipunar (ESB) 2014/53, og fyrirframsamræmi tilkynntra samræmismatsstofa, sbr. 27. gr. sömu tilskipunar, er háð vísan til viðeigandi íslenskra staðla, sem teknir hafa verið upp á grundvelli samhæfðra Evrópustaðla og staðfestir af Staðlaráði Íslands, sbr. lög nr. 36/2003.
Í tilskipun (ESB) 2014/53 er víða vísað til orðsendingar framkvæmdastjórnar ESB í tengslum við framkvæmd tilskipunarinnar þar sem birt eru heiti og tilvísunarnúmer samhæfðra staðla. Slíkar orðsendingar eru uppfærðar óreglulega og íslenska þýðingu þeirra má nálgast í EES-viðbætinum við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Þar sem nokkur bið er á birtingu íslenskrar þýðingar orðsendingarinnar er ráðlegt að miða við nýjustu orðsendingu framkvæmdastjórnar ESB um þetta efni hverju sinni, sem nálgast má í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins. Alla íslenska staðla má nálgast hjá Staðlaráði Íslands.
II. KAFLI Markaðssetning og notkun.
7. gr. Að bjóða fram á markaði og notkun.
Eingöngu er heimilt að bjóða þráðlausan fjarskiptabúnað, eins og hann er skilgreindur í reglugerð þessari, fram á markaði og taka hann í notkun, ef hann samræmist kröfum reglugerðarinnar, ber CE-merkingu, er rétt upp settur, honum er við haldið og hann er notaður í tilætluðum tilgangi.
8. gr. Frjáls flutningur þráðlauss fjarskiptabúnaðar.
Ekki má hindra að þráðlaus fjarskiptabúnaður, sem fullnægir ákvæðum þessarar reglugerðar, verði boðinn fram á markaði á íslensku yfirráðasvæði, af ástæðum sem varða þættina sem falla undir reglugerð þessa.
Heimilt er á kaupstefnum, vörusýningum, kynningum eða á sambærilegum vettvangi að sýna þráðlausan fjarskiptabúnað sem fellur undir reglugerð þessa en fullnægir ekki ákvæðum hennar, að því tilskildu að vel sýnilegt merki gefi greinilega til kynna að slíkan þráðlausan fjarskiptabúnað megi ekki setja á markað eða taka í notkun fyrr en hann hefur verið færður til samræmis við ákvæði reglugerðar þessarar, merktur með viðeigandi hætti og fullnægi þannig kröfum skv. ákvæðum reglugerðar þessarar.
9. gr. Sérkröfur til tiltekinna flokka eða tegunda þráðlauss búnaðar.
Þráðlaus búnaður sem starfræktur er í strandstöðvarþjónustu, eins og hún er skilgreind í grein S1.28 í fjarskiptareglum Alþjóðafjarskiptasambandsins, eða farstöðvarþjónustu við skip um gervitungl, eins og hún er skilgreind í grein S1.29 sömu reglna, sem ætlaður er til uppsetningar í hafskipum sem falla ekki undir ákvæði IV. kafla alþjóðasamningsins um öryggi mannslífa á hafinu frá 1974 (SOLAS), og er ætlað að vera hluti af hinu alþjóðlega neyðar- og öryggiskerfi fjarskipta á sjó (GMDSS-kerfinu) eins og mælt er fyrir um í IV. kafla SOLAS-samþykktarinnar, skal þannig gerður að tryggt sé að hann virki rétt við siglingar á sjó, uppfylli allar kröfur um starfhæfni í GMDSS-kerfinu í neyðartilvikum og geri skýr og traust boðskipti möguleg, sem eru einnig mjög áreiðanleg, að því er varðar hliðrænt eða stafrænt fjarskiptasamband.
Þráðlaus búnaður sem starfræktur er í strandstöðvarþjónustu, eins og hún er skilgreind í grein S1.28 í fjarskiptareglum Alþjóðafjarskiptasambandsins, eða farstöðvarþjónustu við skip um gervitungl, eins og hún er skilgreind í grein S1.29 sömu reglna, skal hafa möguleika á útfærslu sem tryggir aðgang að neyðarþjónustu. Slíkur búnaður skal hannaður með þeim hætti að hann virki rétt miðað við fyrirhugaðan tilgang í strandstöðvum eða um borð í hafskipum sem falla ekki undir ákvæði IV. kafla alþjóðasamningsins um öryggi mannslífa á hafinu frá 1974 (SOLAS) og uppfylla kröfur Sjálfvirka upplýsingakerfisins (Automatic Identification System; AIS).
Neyðarsendar sem ætlaðir eru til starfrækslu á 406 MHz tíðnisviðinu í samræmi við Cospat-Sarsat kerfið skulu hannaðir með þeim hætti að þeir virki rétt með tilliti til viðurkenndra starfhæfniskrafna búnaðar að teknu tilliti til þess umhverfis sem þeim er ætluð starfræksla á. Í neyðartilvikum skal búnaðurinn gera skýr og traust boðskipti möguleg, sem eru einnig mjög áreiðanleg, með því að uppfylla allar kröfur Cospat-Sarsat kerfisins.
Snjóflóðaýlur, sem nota tíðnina 457 kHz og eru ætlaðar til að staðsetja fólk sem hefur grafist í snjóflóði, skulu hannaðar þannig að þær geti starfað með nýjum ýlum og ýlum sem eru í notkun og byggjast á staðlinum ÍST EN 300718. Snjóflóðaýlur skulu þannig úr garði gerðar að þær starfi örugglega þótt þær lendi í snjóflóði og haldi áfram að starfa þótt þær séu grafnar þar í langan tíma eftir snjóflóðið.
10. gr. Tungumálakröfur til gagna.
Gögn og upplýsingar, sem vísað er til í 8. mgr. 10. gr., 4. mgr. 12. gr. og 2. mgr. 13. gr. tilskipunar (ESB) 2014/53, skulu vera á íslensku. Þó skal heimilt að hafa þau á ensku eða Norðurlandatungumáli, öðru en finnsku, enda má ætla að notendahópur viðkomandi vöru skilji hið erlenda tungumál vegna menntunar, starfa eða annarrar sérhæfingar.
Gögn, sem vísað er til í 2. mgr. 18. gr., og 21. gr. tilskipunar (ESB) 2014/53, er heimilt að hafa á ensku eða Norðurlandatungumáli, öðru en finnsku.
III. KAFLI Eftirlit og stjórnsýsla.
11. gr. Eftirlitsstjórnvöld.
Póst- og fjarskiptastofnunFjarskiptastofa er markaðseftirlitsyfirvald skv. reglugerð þessari og fer með markaðseftirlit með þráðlausum fjarskiptabúnaði og rekstraraðilum hans.
Faggildingarsvið Hugverkastofu, sinnir mati og vaktar tilkynntar samræmismatsstofur, auk eftirlits í samræmi við ákvæði laga um faggildingu o.fl. nr. 24/2006.
Neytendastofa veitir stjórnvöldum aðstoð vegna beitingar reglugerðar þessarar eftir því sem við á og annast tilkynningar í samræmi við 8. gr. tilskipunar (ESB) 2014/53.
Lögregla og tollyfirvöld eru Póst- og fjarskiptastofnun til aðstoðar á sviði markaðseftirlits.
12. gr. Tilkynntar samræmismatsstofur.
Samræmismatsstofa, sem er með staðfestu hér á landi og hyggst leysa af hendi samræmismatsverkefni á grundvelli reglugerðar þessarar, skal leggja fram umsókn um tilkynningu til ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála á grundvelli reglugerðar þessarar. Ráðherra tekur ákvörðun um að tilkynna samræmismatsstofur sem uppfylla þau skilyrði sem kveðið er á um í reglugerð þessari, að höfðu samráði við faggildingarsvið Hugverkastofu, sbr. lög um faggildingu o.fl. nr. 24/2006, með síðari breytingum.
Ef tilkynntur aðili brýtur af sér eða fullnægir ekki lengur þeim skilyrðum sem starfsleyfi hans byggist á getur ráðherra ákveðið að afturkalla tilnefningu sína á tilkynntum aðila.
Ákvarðanir um tilkynningu aðila og afturköllun slíkrar tilkynningar skulu tilkynntar til Eftirlitsstofnunar EFTA, EES-ríkja og framkvæmdastjórnar ESB.
13. gr. Markaðseftirlit.
Póst- og fjarskiptastofnun skal að eigin frumkvæði eða eftir ábendingu taka til meðferðar mál er varða markaðseftirlit með þráðlausum fjarskiptabúnaði og skyldum rekstraraðila. Í því skyni skal stofnunin hafa ótakmarkaðan aðgang að sölustöðum slíks búnaðar.
Tilkynningar Póst- og fjarskiptastofnunar sem markaðsyfirvalds sbr. 40.-42. gr. tilskipunar (ESB) 2014/53 skulu sendar Eftirlitsstofnun EFTA, EES-ríkjum og framkvæmdastjórn ESB.
14. gr. Eftirlit með þráðlausum fjarskiptabúnaði innan EES.
Í samræmi við 39. gr. tilskipunar (ESB) 2014/53 skulu ákvæði 3. mgr. 15. gr. og 16.-29. gr. reglugerðar Evrópusambandsins nr. 765/2008, sbr. reglugerð nr. 566/2013, um markaðseftirlit, faggildingu o.fl., gilda um þráðlausan fjarskiptabúnað.
IV. KAFLI Viðurlög, kæruheimild og gildistaka.
15. gr. Stjórnsýsluúrræði Póst- og fjarskiptastofnunar.
Ef þráðlaus fjarskiptabúnaður, sem uppfyllir ekki grunnkröfur þær sem skilgreindar eru í reglugerð þessari, er settur á markað, fluttur inn eða honum dreift, getur stofnunin krafist þess að sala hans og/eða notkun verði þegar í stað stöðvuð, búnaðurinn verði kyrrsettur eða haldlagður og rekstraraðilar grípi til aðgerða til úrbóta.
Póst- og fjarskiptastofnun getur einnig, að undangengnu mati, takmarkað að þráðlaus fjarskiptabúnaður sé settur á markað, fluttur inn eða honum dreift af ástæðum sem tengjast almannaöryggi, almannaheilbrigði og almannahagsmunum. Getur stofnunin jafnframt krafist aðgerða af hálfu rekstraraðila til úrbóta í slíkum tilvikum.
Póst- og fjarskiptastofnun getur gert kröfu um að rekstraraðilar afhendi stofnuninni sundurliðaðar upplýsingar og teikningar af búnaði sem settur hefur verið á markað eða ráðgert er að setja á markað. Með slíkar upplýsingar skal farið sem trúnaðarmál.
16. gr. Dagsektir.
Verði rekstraraðili þráðlauss fjarskiptabúnaðar ekki við ósk Póst- og fjarskiptastofnunarFjarskiptastofu um upplýsingar í tengslum við skoðun einstakra mála, verðurfyrirmælum ekkiFjarskiptastofu viðsem fyrirmælumkoma fram í ákvörðunum stofnunarinnar eða ferfari ekki eftir niðurstöðu mats stofnunarinnar á búnaði, getur Póst- og fjarskiptastofnunFjarskiptastofa lagt á hann dagsektir í samræmi við ákvæði 1219. gr. laga um Póst- og fjarskiptastofnunFjarskiptastofu, nr. 6975/2003, með síðari breytingum2021.
17. gr. Stjórnvaldssektir.
BrjótiBrot rekstraraðiliá þráðlaussreglugerð fjarskiptabúnaðarþessari gegnvarða ákvæðumviðurlögum reglugerðarsamkvæmt þessarar103. gr. fjarskiptalaga, nr. 70/2022, sbr. ákvæðip-lið 741. grmgr. a í lögum um fjarskipti nr. 81/2003, getur Póst- og fjarskiptastofnun lagt stjórnvaldssekt á viðkomandi rekstraraðila. Við ákvörðun um fjárhæð stjórnvaldssektar skal stofnunin hafa hliðsjón af alvarleika brotsins, hvað það hefur staðið lengi og hvort um ítrekað brot er að ræða. Jafnframt skal líta til þess hvort ætla megi að brotið hafi verið framið í þágu hagsmuna fyrirtækisins og hvort mögulega hefði mátt koma í veg fyrir lögbrotið með stjórnun og eftirliti. Loks ber að líta til þess hver fjárhagslegur styrkleiki hins eftirlitsskylda aðila er. Stjórnvaldssektir geta numið frá 10.000 kr. til 10.000.000 kr. Sektin skal þó ekki vera hærri en sem nemur 3% af veltu síðasta almanaksárs hjá hlutaðeigandi aðila.
Ákvarðaðar stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar og renna þær til ríkissjóðs að frádregnum kostnaði við innheimtuna. Gjalddagi stjórnvaldssektar er 15 dögum eftir að ákvörðun um sektina var tekin og reiknast dráttarvextir frá þeim tíma verði vanskil á greiðslu hennarákvæðisins.
18. gr. Kæruheimild.
Ákvarðanir Póst- og fjarskiptastofnunarFjarskiptastofu á grundvelli reglugerðar þessarar er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um póstfjarskipta- og fjarskiptamálpóstmála skv. lögum um Póst- og fjarskiptastofnunFjarskiptastofu, nr. 6975/2003, með síðari breytingum2021.
19. gr. Gildistaka og lagastoð.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 65. gr. a, og 6633. gr., sbr. 66107. gr. a í lögumlaga um fjarskipti, nr. 8170/2003, með síðari breytingum,2022 og 27. gr. laga um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu, nr. 134/1995, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.
Samhliða fellur úr gildi reglugerð um þráðlausan búnað og notendabúnað til fjarskipta og gagnkvæma viðurkenningu á samræmi þeirra, nr. 90/2007.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 16. október 2019.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.