Fara beint í efnið

Prentað þann 28. des. 2024

Breytingareglugerð

921/2024

Reglugerð um breytingu á reglugerð um þráðlausan fjarskiptabúnað, nr. 944/2019.

1. gr.

Við 2. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2022/2380 frá 23. nóvember 2022 um breytingu á tilskipun 2014/53/ESB um samræmingu laga aðildarríkjanna um að bjóða þráðlausan fjarskiptabúnað fram á markaði, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 238/2023, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 35, 25. apríl 2024, bls. 84.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 33.gr., sbr. 107. gr. laga um fjarskipti, nr. 70/2022 og öðlast þegar gildi.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, 12. júlí 2024.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Ásdís Halla Bragadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.