Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 18. apríl 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 7. des. 2022
Sýnir breytingar gerðar 31. maí 2017 af rg.nr. 451/2017

872/2009

Reglugerð um inntak menntunar leik-, grunn- og framhaldsskólakennara.

I. KAFLI Gildissvið og orðskýringar.

1. gr. Gildissvið.

Reglugerð þessi tekur til inntaks menntunar leik-, grunn- og framhaldsskólakennara sem viðurkenndir háskólar veita þeim sem vilja starfa sem slíkir, sbr. 3., 4. og 5. gr. laga nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.

Inntak menntunar tekur til þeirra lágmarkskrafna sem gerðar eru til vægis uppeldis- og kennslufræða og vægis faggreina í námi er veitir rétt til þess að nota starfsheitið kennari á mismunandi skólastigum.

2. gr. Orðskýringar.

Merking orða í reglugerð þessari er sem hér segir:

Faggrein merkir kennslugrein eða námssvið, sbr. aðalnámskrár ólíkra skólastiga.

Námssvið er yfirheiti yfir faggreinar sem nýtastvísar til kennslu á öllum skólastigum, sbr. aðalnámskrár ólíkra skólastiga. Námssvið getur einnig verið sérhæfingsérhæfingar í ákveðnum viðfangsefnum skólastarfs þvert á námsgreinar og skólastig.

Uppeldis- og kennslufræði merkirfelur þaðí námssviðsér semkenningarlegan snýstbakgrunn umskólastarfs aðferðafræðiog kennslu námssviðasvo og/eða ólíkranám námsgreinaog eðaþjálfun faggreinaá vettvangi með ólíkar áherslur eftir skólastigum.

II. KAFLI Inntak menntunar og skipulag náms.

3. gr. Almennt.

Nám er veitir rétt til þess að nota starfsheitið leik-, grunn- eða framhaldsskólakennari, sbr. 3., 4. eða 5. gr. laga nr. 87/2008 um menntun og ráðningu skólastjórnenda og kennara við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, skal jafngilda 300 stöðluðum námseiningum.

Háskólar skipuleggja kennaranám, sbr. 6. og 7. gr. laga nr. 63/2006 um háskóla.

4. gr. Inntak í menntun leikskólakennara.

Til þess að uppfylla skilyrði um menntun leikskólakennara skal inntak og vægi menntunar a.m.k. vera sem hér segir:

Í meistaraprófi frá háskóla skal uppeldis- og kennslufræði eigiásamt námi og þjálfun á vettvangieigi vera minna en 150120 staðlaðar námseiningar og inntaknám faggreinaí faggreinum sem tengist námssviðum leikskólans eigi vera minna en 90 staðlaðar námseiningar. Um getur verið að ræða eina eða fleiri faggreinar/ eða námssvið.

5. gr. Inntak í menntun grunnskólakennara.

Til þess að uppfylla skilyrði um menntun grunnskólakennara skal inntak og vægi menntunar a.m.k. vera sem hér segir:

  1. Í meistaraprófi frá háskóla skal uppeldis- og kennslufræði ásamt námi og þjálfun á vettvangi eigi vera minna en 120 staðlaðar námseiningar og faggreinnám í faggreinum eigi vera minna en 120 staðlaðar námseiningar.
  2. Í lokaprófi í listgrein, tæknigrein ogeða verkgrein, sem nýtist til kennslu á grunnskólastigi er að lágmarki krafist 270 staðlaðra námseininga, þar af skal uppeldis- og kennslufræði ásamt námi og þjálfun á vettvangi vera að lágmarki 60 staðlaðar námseiningar og inntak faggreinar vera að lágmarki 210 staðlaðar námseiningar.
  3. Í prófi ítil meistararéttindummeistararéttinda í iðngrein, eða öðru faggreinanámi sem ráðherra viðurkennir og sem nýtist til kennslu á grunnskólastigi í skilgreindri faggrein, skal uppeldis- og kennslufræði ásamt námi og þjálfun á vettvangi vera að lágmarki 60 staðlaðar námseiningar, ásamt menntun í skilgreindri faggrein á skilgreindu námssviði.

6. gr. Inntak í menntun framhaldsskólakennara.

Til þess að uppfylla skilyrði um menntun framhaldsskólakennara skal inntak og vægi menntunar a.m.k. vera sem hér segir:

  1. Í meistaraprófi frá háskóla skal uppeldis- og kennslufræði ásamt námi og þjálfun á vettvangi eigi vera minna en 60 staðlaðar námseiningar og faggreinnám í faggreinum eigi vera minna en 180 staðlaðar námseiningar í aðalkennslugrein. Þar af skulu að jafnaði vera a.m.k. 60 námseiningar í faggrein á meistarastigi.
  2. Í lokaprófi í listgrein, tæknigrein ogeða verkgrein, sem nýtist til kennslu á framhaldsskólastigi er að lágmarki krafist 270 staðlaðra námseininga, þar af skal uppeldis- og kennslufræði ásamt námi og þjálfun á vettvangi vera að lágmarki 60 staðlaðar námseiningar og inntak faggreinar vera að lágmarki 210 staðlaðar námseiningar.
  3. Í prófi ítil meistararéttindummeistararéttinda í iðngrein, eða öðru fagnámi sem ráðherra viðurkennir og nýtist til kennslu á framhaldsskólastigi í skilgreindri námsgrein eða á skilgreindu námssviði, skal uppeldis- og kennslufræði ásamt námi og þjálfun á vettvangi vera að lágmarki 60 staðlaðar námseiningar, ásamt menntun í skilgreindri faggrein á skilgreindu námssviði.

III. KAFLI Sérhæfing til kennslu á öðrumfleiri skólastigum o.fl.

7. gr. Sérhæfing.

Háskólar geta skipulagt nám á meistarastigi með sérhæfingu er veitir kennara heimild til kennslu á öðru skólastigi, sbr. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 21. gr. laga nr. 87/2008 um menntun og ráðningu skólastjórnenda og kennara við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, eftir því sem hér segir:

  1. Sérhæfing leikskólakennara, sbr. 4. gr., sem svarar a.m.k. 60 stöðluðum námseiningum til kennslu eldri barna veitir heimild til kennslu í 1.-3. bekkjum grunnskóla.
  2. Sérhæfing grunnskólakennara, sbr. 5. gr., sem svarar a.m.k. 60 stöðluðum námseiningum til kennslu yngri barna, veitir heimild til kennslu hjá elstu aldursflokkum leikskóla.

Í prófskírteini skal tilgreina sérstaklega þá sérhæfingu sem kennari hefur aflað sér samkvæmt þessari grein. Um gildissvið leyfisbréfa og um útgáfu þeirra fer að öðru leyti eftir 21. gr. laga nr. 87/2008.

8. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 8. gr. laga nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, öðlast þegar gildi og á við um þá sem útskrifast með meistarapróf 1. júlí 2011 og síðar.

 Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 23. október 2009. 

 Katrín Jakobsdóttir. 

 Baldur Guðlaugsson. 

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.