Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 18. des. 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 1. júlí 2023
Sýnir breytingar gerðar 29. júlí 2021 – 1. júlí 2023 af rg.nr. 887/2021 og 688/2023

661/2020

Reglugerð um framkvæmd endurhæfingarlífeyris samkvæmt lögum um félagslega aðstoð.

1. gr. Gildissvið, markmið og framkvæmd.

Reglugerð þessi gildir um framkvæmd og greiðslur endurhæfingarlífeyris skv. 7. gr. laga nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, með síðari breytingum.

Markmið með endurhæfingu og greiðslu endurhæfingarlífeyris er að stuðla að aukinni starfshæfni umsækjanda.

Tryggingastofnun ríkisins annast framkvæmd reglugerðarinnar.

2. gr. Greiðslur.

Heimilt er að greiða endurhæfingarlífeyri samkvæmt reglugerð þessari til þeirra sem eiga lögheimili hér á landi, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga um félagslega aðstoð, hafa átt lögheimili hér á landi samfellt 12 síðustu mánuði og að uppfylltum öðrum skilyrðum laganna, laga um almannatryggingar og reglugerðar þessarar. Um greiðslur fer skv. 3. mgr. 7. gr. laga um félagslega aðstoð.

3. gr. Mat á líklegum árangri endurhæfingar.

Tryggingastofnun skal meta heildstætt hvort líklegt sé að sú endurhæfing sem lagt er upp með í endurhæfingaráætlun muni stuðla að aukinni starfshæfni. Einnig skal stofnunin leggja mat á það hverju sinni hvort fyrirhuguð endurhæfing sem gerð er grein fyrir í endurhæfingaráætlun, sbr. 5. gr., þ.m.t. viðmið um ástundun og viðtöl, sé fullnægjandi með tilliti til markmiðs endurhæfingarinnar.

Tryggingastofnun er heimilt að semja við starfandi matsteymi á sviði endurhæfingar um að framkvæma mat sem stofnunin getur byggt á við mat skv. 1. mgr.

4. gr. Upphaf, tímalengd og skilyrði greiðslna.

Heimilt er að ákvarða endurhæfingarlífeyri til allt að 1836 mánaða í þeim tilvikum sem ekki verður séð hver starfshæfni einstaklings sem er á aldrinum 18 til 67 ára verður til frambúðar eftir sjúkdóma eða slys. Grundvöllur greiðslna er að endurhæfingaráætlun liggi fyrir og er heimilt að setja það skilyrði fyrir greiðslu endurhæfingarlífeyris að umsækjandi hafi formlega hafið endurhæfingu hjá viðurkenndum umsjónaraðila endurhæfingaráætlunar, sbr. 6. gr.

Skilyrði greiðslna er að umsækjandi taki þátt í endurhæfingu með starfshæfni að markmiði sem telst fullnægjandi að mati framkvæmdaraðila. Umsækjandi skal hvorki eiga rétt til launa í veikindaleyfi né greiðslna frá sjúkrasjóðum eða teljast tryggður samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar.

Greiðslur skulu ekki ákvarðaðar lengur en til eins árs í senn og aldrei lengur en fyrirliggjandi endurhæfingaráætlun segir til um. Ef einhverjir þættir í fyrirliggjandi endurhæfingaráætlun þykja óljósir skal greiðslutímabil að jafnaði ákvarðað til styttri tíma.

Heimilt er að framlengja greiðslutímabil skv. 1. mgr. um allt að 1824 mánuði efenda sérstakar ástæðurstarfsendurhæfing erumeð fyrirþað hendiað markmiði að auka atvinnuþátttöku enn talin raunhæf að mati framkvæmdaraðila. Á það einkum við ef framkvæmdaraðili telur að unnið sé með þá þætti í endurhæfingaráætlun sem taka heildstætt á vanda umsækjandans. Þá skal litið til þess hvort stígandi sé í framvindu endurhæfingar og hvort talið er að framlenging greiðslutímabils geti stuðlað enn frekar að starfshæfni greiðsluþegans eða endurkomu á vinnumarkað.

 Þrátt fyrir 4. mgr. er heimilt að framlengja greiðslutímabil skv. 1. mgr. um allt að 24 mánuði þó aukin atvinnuþátttaka sé ekki talin raunhæf að sinni, ef líkur eru á því að hún verði talin raunhæf síðar. Skal þá einkum litið til þess hvort stígandi sé í framvindu endurhæfingar, aldurs umsækjanda og áhugahvatar.

5. gr. Endurhæfingaráætlun.

Endurhæfingaráætlun skal ávallt taka mið af heilsufarsvanda umsækjanda með það að markmiði að aðstoða umsækjanda við að leita lausna við þeirri færniskerðingu eða heilsubresti sem veldur skertri starfshæfni hans. Leitast skal við að endurhæfingaráætlun byggi á heildstæðri nálgun með það að markmiði að bæta heilsu og auka starfsorku og starfshæfni. Tryggingastofnun metur heildstætt í hverju tilviki hvort endurhæfingaráætlun teljist fullnægjandi til að skilyrði fyrir greiðslum séu uppfyllt.

Nám og vinnuprófun sem stuðlar að starfshæfni umsækjanda og þátttöku á vinnumarkaði getur talist vera liður í endurhæfingu. Þó skal ætíð horft til þess að námið eða vinnuprófunin séu ekki það umfangsmikil að ekki sé svigrúm til að ástunda þau endurhæfingarúrræði sem taka á þeirri færniskerðingu eða heilsubresti sem veldur skertri starfshæfni umsækjanda ef slíkt telst nauðsynlegt.

6. gr. Umsjónaraðilar endurhæfingaráætlunar.

Endurhæfingaráætlun skal unnin af heilbrigðismenntuðum fagaðila, svo sem lækni, sjúkraþjálfara, félagsráðgjafa, sálfræðingi, iðjuþjálfara eða hjúkrunarfræðingi í samvinnu við umsækjanda um endurhæfingarlífeyri hverju sinni.

Þrátt fyrir 1. mgr. getur endurhæfingaráætlun einnig verið unnin af fagaðila sem er viðurkenndur á sviði atvinnutengdrar starfsendurhæfingar samkvæmt samningum starfsendurhæfingarsjóða við ráðherra skv. 9. gr. laga nr. 60/2012, um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða.

Starfandi heilbrigðismenntaður fagaðili, sbr. 1. mgr., eða fagaðili skv. 2. mgr., skal hafa umsjón með endurhæfingu umsækjanda og að endurhæfingaráætlun sé fylgt. Tryggingastofnun metur hvort tiltekinn fagaðili teljist viðeigandi aðili hverju sinni.

7. gr. Þátttaka í endurhæfingu.

Umsækjandi og endurhæfingarlífeyrisþegi ber ábyrgð á að stuðla að betri virkni, heilsu og starfshæfni með virkri þátttöku í þeirri meðferð, endurhæfingu og úrræðum sem fram koma í endurhæfingaráætlun. Endurhæfing á eigin vegum án aðkomu fagaðila, sbr. 6. gr., telst ekki fullnægjandi.

8. gr. Eftirlit og upplýsingaskylda.

Tryggingastofnun skal hafa eftirlit með því að greiðsluþegi sinni endurhæfingu sinni, að endurhæfingaráætlun sé framfylgt og að skilyrði fyrir greiðslum séu að öðru leyti uppfyllt. Greiðsluþega er skylt að tilkynna um breytingar á tekjum eða öðrum aðstæðum sem geta haft áhrif á greiðslur.

Ef sótt er um framlengingu á greiðslum endurhæfingarlífeyris, sbr. 4. mgr. 4. gr., skal leggja fram greinargerð um framvindu endurhæfingar á áður samþykktu greiðslutímabili. Tryggingastofnun getur einnig óskað eftir staðfestingu þess að endurhæfing hafi farið fram og öðrum upplýsingum sem stofnunin telur nauðsynlegar frá þeim fagaðilum sem hafa komið að endurhæfingu greiðsluþegans.

Greiðsluþega og umsjónaraðila endurhæfingaráætlunar er skylt að tilkynna Tryggingastofnun tafarlaust um það ef rof verður á endurhæfingu eða slíkt rof er fyrirséð, t.d. ef aðstæður breytast á endurhæfingartímabilinu, hvort heldur er tímabundið eða varanlega. Sama á við ef endurhæfingu lýkur fyrir áætlaðan tíma eða greiðsluþegi sinnir ekki endurhæfingu samkvæmt endurhæfingaráætlun.

9. gr. Umsóknir.

Sækja skal um endurhæfingarlífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins og er umsækjanda eða greiðsluþega skylt að veita Tryggingastofnun allar nauðsynlegar upplýsingar til að unnt sé að ákvarða endurhæfingarlífeyri og fjárhæð greiðslna. Einnig er maka umsækjanda eða greiðsluþega skylt að veita upplýsingar um sig ef þær kunna að hafa áhrif á afgreiðslu umsóknar eða greiðslur.

Tryggingastofnun skal kynna sér aðstæður umsækjenda og greiðsluþega og gera þeim grein fyrir rétti þeirra samkvæmt lögum og reglugerð þessari. Við meðferð máls skulu staða og réttindi umsækjanda skoðuð heildstætt og skal stofnunin leiðbeina umsækjanda um réttarstöðu hans, þau gögn sem þurfa að fylgja umsókn og hvernig umsækjanda beri að sinna endurhæfingunni til að uppfylla skilyrði greiðslna. Þá skal stofnunin sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun um bótarétt er tekin, þar á meðal að öll nauðsynleg gögn og upplýsingar liggi fyrir.

Um umsóknir og framkvæmd að öðru leyti fer skv. V. og VIIV. kafla A laga nr. 100/2007 um almannatryggingar, með síðari breytingum, sbr. 13. og 14. gr. laga um félagslega aðstoð.

10. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 5. mgr. 7. gr., sbr. 14. gr. laga nr. 99/2007 um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, og 70. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.

VegnaÞrátt þeirrafyrir aðstæðnaákvæði 2. gr. reglugerðarinnar er heimilt að samþykkja umsóknir um endurhæfingarlífeyri frá einstaklingum sem skapasteiga hafalögheimili vegnaá heimsfaraldursÍslandi kórónuveiruen semfullnægja veldurekki COVID-19skilyrðinu sjúkdómnumum þriggja ára búsetu hér á landi. er

 Ákvæði 1. mgr. gildir um umsóknir sem berast á tímabilinu 1. júnímars 2020 - 3031. septemberdesember 2020 heimilt að greiða áframhaldandi endurhæfingarlífeyri til einstaklinga sem eru að ljúka endurhæfingu og hafa hvorki áunnið sér greiðslur atvinnuleysisbóta úr Atvinnuleysistryggingasjóði né eru skráðir í lánshæft nám2021. 

Skilyrði er að endurhæfingarlífeyrisþegiumsækjandi hafi veriðáður haft samfellda fasta búsetu hér á landi eftir 18 ára aldur í virkri endurhæfingu og notið greiðslna endurhæfingarlífeyris til 1a.m.k. júníþrjú 2020.ár Jafnframtá síðustu tíu árum áður en umsókn er skilyrði að endurhæfingarlífeyrisþegi skili inn endurhæfingaráætlun þar semlögð fram kemur í hverju eftirfylgni með endurhæfingu sem er á lokastigi er fólgin og skal sú áætlun staðfest af umsjónaraðila endurhæfingarinnar.

ÁætluninÁkvæði skalreglugerðarinnar fela í sérgildalágmarkiöðru virktleyti utanumhaldum umsjónarmannsmeðferð endurhæfingarinnarumsókna meðsamkvæmt reglulegumþessu viðtölumákvæði og skulu öll nauðsynleg gögn og upplýsingar liggja fyrir svo unnt sé að taka ákvörðun um heimild til greiðslna, m.a. um að ekki sé fyrir hendi réttur til greiðslna fyrir sama tímabil vegna óvinnufærni eða samtölum.endurhæfingar Einnigfrá skalþví endurhæfingarlífeyrisþegi ástunda virknieflandi úrræði til að styðja við þann árangurlandi sem hefurflutt þegarvar náðst í endurhæfingu, eftir því sem við á. Tryggingastofnun metur heildstætt hvort áætlun teljist fullnægjandifrá.

 Hafi endurhæfingarlífeyrisþegi þegar lokið 18 mánaða greiðslutímabili endurhæfingarlífeyris á tímabilinu 1. júní - 30. september 2020 skv. 1. mgr. 4. gr. reglugerðar þessarar er heimilt að framlengja greiðslutímabilið um allt að 18 mánuði, sbr. 4. mgr. 4. gr.

 Sækja skal um greiðslur samkvæmt ákvæði þessu fyrir 15. september 2020. Um umsóknir, eftirlit og upplýsingaskyldu fer skv. 8. og 9. gr. reglugerðar þessarar.

 Félagsmálaráðuneytinu, 18. júní 2020. 

 Ásmundur Einar Daðason. 

 Gunnhildur Gunnarsdóttir. 

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.