Prentað þann 21. des. 2024
348/2022
Reglugerð um stuðning í nautgriparækt.
I. KAFLI Almenn ákvæði.
1. gr. Gildissvið.
Reglugerð þessi gildir um stuðningsgreiðslur í nautgriparækt, svo sem greiðslur út á greiðslumark, greiðslur fyrir innvegna mjólk, gripagreiðslur, greiðslur til framleiðenda nautakjöts og fjárfestingastuðning, samkvæmt samningi um starfsskilyrði nautgriparæktar dagsettum 19. febrúar 2016.
2. gr. Orðskýringar.
Í reglugerð þessari hafa eftirtalin orð þá merkingu sem hér segir:
Árskýr: Meðalfjöldi einstaklingsmerktra kúa á lögbýli yfir 12 mánaða tímabil samkvæmt skráningu í Huppu. Til að teljast með þurfa kýrnar að hafa borið kálfi að minnsta kosti annað hvert ár samkvæmt upplýsingum úr Huppu. Kýr með meira en 730 daga frá síðasta burði reiknast ekki með í fjölda árskúa.
Bústofn: Miðlægur gagnagrunnur til að halda utan um dýraeftirlit og forðagæslu í samræmi við lög um búfjárhald nr. 38/2013.
Greiðslumark: Tiltekið magn mjólkur mælt í lítrum sem ákveðið er fyrir hvert lögbýli og veitir rétt til beingreiðslu úr ríkissjóði.
Gripagreiðsla: Fjárhagslegur stuðningur ríkisins til þeirra eigenda einstaklingsmerktra árskúa á lögbýlum sem uppfylla skilyrði þessarar reglugerðar.
Huppa: Tölvukerfi og gagnagrunnur, sem heldur utan um afurðaskýrsluhald í nautgriparækt.
Holdakýr: Kýr af erlendu holdanautakyni að öllu leyti eða að hluta sem alin er til kjötframleiðslu.
MARK: Miðlægur gagnagrunnur þar sem varðveittar eru upplýsingar um einstaklingsmerkingar búfjár samkvæmt gildandi reglugerð um merkingar búfjár.
Jafnvægismagn: Magn sem getur gengið kaupum og sölum hverju sinni á markaðsdegi við jafnvægisverði.
Jafnvægisverð: Það verð sem myndast þegar framboðið magn er jafnt og eftirspurt magn eða lægsta verð sem jafnvægismagn getur verið selt og keypt á.
Lögbýli: Er í reglugerð þessari skilgreint samkvæmt 2. gr. jarðalaga nr. 81/2004.
Nýliði: Einstaklingur á aldrinum 18-40 ára, sem er að kaupa búrekstur eða að minnsta kosti 25% hlut í búrekstri í fyrsta skipti eða hefur leigt eða keypt búrekstur innan þriggja ára frá 1. janúar á gildistökuári reglugerðar þessarar.
Ónotað greiðslumark: Greiðslumark lögbýlis mælt í lítrum að frádreginni mjólkurframleiðslu búsins á verðlagsárinu.
Tengdur aðili: Við afmörkun tengdra aðila í reglugerð þessari skal líta til II. kafla laga um stjórn fiskveiða.
3. gr. Handhafar greiðslna.
Greiðslur samkvæmt reglugerð þessari fá þeir framleiðendur einir sem uppfylla eftirtalin skilyrði:
- eru skráðir eigendur eða leigjendur lögbýlis með lögheimili á Íslandi og
- stunda nautgriparækt og reka nautgripabú á lögbýlinu með virkt virðisaukaskattsnúmer og starfsemi þeirra fellur undir atvinnugreinanúmer 01 og 02 í atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands, sbr. ÍSAT2008, þó ekki starfsemi í undirflokkum 01.61, 01.62, 01.63, 01.64, 01.70 og 02.40.
Hjón og einstaklingar í óvígðri sambúð, samkvæmt skráningu í þjóðskrá, sem standa saman að búrekstri geta óskað eftir því að greiðslum samkvæmt reglugerð þessari sé skipt jafnt á milli aðila. Þegar um fleiri sjálfstæða rekstraraðila er að ræða með aðskilinn búrekstur getur hver og einn þeirra verið handhafi greiðslna.
Skilyrði fyrir greiðslum eru:
- þátttaka í afurðaskýrsluhaldi með fullnægjandi skilum í samræmi við 4. gr. og
- fullnægjandi skil á haustskýrslu í Bústofn skv. 10. gr. laga nr. 38/2013 um búfjárhald.
Þá má hlutdeild framleiðanda eða framleiðenda sem eru í eigu einstakra aðila, einstaklinga, lögaðila eða tengdra aðila ekki nema hærra hlutfalli en 0,7% af árlegum heildarframlögum samkvæmt samningi um starfsskilyrði nautgriparæktar.
Framleiðendur sem eru ekki skráðir þátttakendur í afurðaskýrsluhaldi eða hafa fallið út úr því vegna skilyrða 4. gr. skulu sækja um þátttöku á þar til gerðu eyðublaði. Umsóknum skal skila eigi síðar en 10. desember fyrir næsta almanaksár sem stuðningsgreiðslur eiga að hefjast.
Ef framleiðandi uppfyllir ekki skilyrði fyrir stuðningsgreiðslum samkvæmt reglugerð þessari er heimilt að endurkrefja nýjan framleiðanda um allar ofgreiddar stuðningsgreiðslur fyrir búið ef skipt hefur verið um handhafa á árinu. Ef handhafaskipti eru ekki tilkynnt með réttum hætti áður en lokauppgjör fer fram þá ber ekki að endurkrefja fyrri handhafa um ofgreiddar stuðningsgreiðslur fyrir búið. Heimilt er að skuldajafna endurgreiðslukröfu vegna annarra stuðningsgreiðslna skv. samningi um starfsskilyrði í nautgriparækt.
4. gr. Afurðaskýrsluhald.
Til að þátttaka í afurðaskýrsluhaldi í nautgriparækt sé metin fullnægjandi skulu skilyrði sem tilgreind eru í þessari grein vera uppfyllt, en miðað er við að unnt sé að rekja uppruna og afdrif allra gripa í hjörðinni á einfaldan og öruggan hátt, sem og safna áreiðanlegum upplýsingum um afurðir búsins.
Framleiðandi skal skila hjarðbók og heilsukorti og tryggja rétta framkvæmd á merkingum nautgripa, í samræmi við gildandi reglugerð um merkingar búfjár með síðari breytingum.
Allur nautgripabústofn framleiðanda skal skráður í Huppu. Framleiðandi ber ábyrgð á skráningu á afurðum sem gripir búsins gefa af sér.
Eftirfarandi skal skrá eða vera til staðar í afurðaskýrsluhaldi auk upplýsinga sem eru skráðar í hjarðbók búsins (lágmarkskröfur):
- Afdrif fangs hjá öllum kúm og kvígum.
- Burðardagur kúa og kvígna, fjöldi fæddra kálfa og afdrif þeirra.
- Fallþungi og gæðaflokkun allra sláturgripa, sem byggir á innlesnum sláturgögnum frá sláturhúsum.
- Ástæða afsetningar kúa og kvígna og að fylgt sé tímamörkum um skráningar sem tilgreind eru í gildandi reglugerð um merkingar búfjár.
- Nyt allra mjólkandi kúa (mjólkurskýrsla) í hverjum mánuði fyrir 11. næsta mánaðar eftir mælingarmánuð.
- Niðurstöður kýrsýna (mjólkursýni) úr öllum mjólkandi kúm sem mjólkurframleiðendur skulu taka tvisvar sinnum í hverjum ársfjórðungi. Mjólkursýni skal taka með viðurkenndum hætti og sýna þverskurð af mjólkinni úr viðkomandi kú.
Framleiðendur skulu staðfesta skýrsluhaldsupplýsingar í síðasta lagi 10. hvers mánaðar fyrir næstliðinn mánuð og á það jafnt við um mjólkurframleiðendur sem og þá sem eingöngu stunda kjötframleiðslu.
Afurðastöðvum er skylt að skila gögnum um innlagðar afurðir framleiðenda. Gögnin skulu innihalda upplýsingar um magn mjólkur, gæðaflokkun (tanksýni), sláturgögn samkvæmt gildandi reglugerð um merkingar búfjár og aðrar þær upplýsingar sem taldar eru nauðsynlegar til að uppfylla skilyrði reglugerðar þessarar. Innlegg mjólkur frá afurðastöðvum skal lesa inn í Huppu fyrir hvern framleiðanda.
Ráðuneytinu skal tryggður fullnægjandi aðgangur að Huppu og undirliggjandi gagnagrunni til að það geti haft eftirlit með því að skýrsluhaldskerfið á hverjum tíma uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til fullnægjandi afurðaskýrsluhalds, sbr. 4. mgr.
Heimilt er að veita tímabundna undanþágu frá skilyrði 6. tölul. 4. mgr. mæli sérstakar ástæður með því.
5. gr. Frestun eða niðurfelling stuðningsgreiðslna.
Fresta skal stuðningsgreiðslum til framleiðanda ef hann hefur ekki staðið skil á afurðaskýrsluhaldi, sbr. 4. gr. reglugerðar þessarar, sem hér segir:
- Stuðningsgreiðslur frestast frá og með 1. maí fyrir skýrsluhaldsmánuðina janúar til mars.
- Stuðningsgreiðslur frestast frá og með 1. ágúst fyrir skýrsluhaldsmánuðina janúar til júní.
- Stuðningsgreiðslur frestast frá og með 1. nóvember fyrir skýrsluhaldsmánuðina janúar til september.
- Uppgjöri 1. febrúar árið eftir er frestað fyrir skýrsluhaldsmánuðina janúar til desember.
Þegar framleiðandi hefur staðið fullnægjandi skil á skýrsluhaldi fyrir skýrsluhaldsárið á undan skal greiða þær stuðningsgreiðslur sem frestað hefur verið til framleiðanda.
Endurkrefja skal framleiðanda um stuðningsgreiðslur fyrir það tímabil sem hann þáði greiðslur fyrir ef hann stendur ekki skil á afurðaskýrsluhaldi.
Ef full skil á afurðaskýrsluhaldi hafa ekki verið gerð í Huppu fyrir 1. mars vegna skýrsluhaldsársins á undan er heimilt að fella niður stuðningsgreiðslur framleiðanda. Greiða skal öðrum framleiðendum 1. apríl, sem stóðust skilyrði fyrir greiðslum, þá fjármuni sem þannig verða til í samræmi við hlut þeirra í greiðslum ársins á undan.
6. gr. Röskun framleiðsluskilyrða.
Heimilt er að ákveða að greiðslur samkvæmt samningi um starfsskilyrði nautgriparæktar dagsettum 19. febrúar 2016 verði greiddar til framleiðanda óháð framleiðslu á lögbýli ef framleiðsluskilyrði hafa raskast tímabundið vegna áfalla, sbr. 32. gr. búvörulaga nr. 99/1993.
7. gr. Framkvæmdanefnd búvörusamninga.
Framkvæmdanefnd búvörusamninga er samráðsvettvangur samningsaðila samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar.
Framkvæmdanefnd búvörusamninga aflar upplýsinga um þróun framleiðslu og sölu á nautgripaafurðum, afurðaverð, inn- og útflutning nautgripaafurða, afkomuþróun í nautgriparækt auk annarra upplýsinga sem hafa þýðingu fyrir framkvæmd samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar.
Á grundvelli upplýsinga skv. 2. mgr. getur framkvæmdanefnd búvörusamninga ákveðið að færa fjármuni á milli einstakra verkefna sem falla undir samning um starfsskilyrði nautgriparæktar, sbr. töflu í viðauka I við samninginn. Heimilt er að færa árlega allt að 20% þeirrar fjárhæðar sem ætluð er til hvers verkefnis. Nefndin skal tilkynna um tilfærslur sem taka eiga gildi um áramót eigi síðar en 1. desember árið á undan.
Framkvæmdanefnd búvörusamninga gerir tillögur um ráðstöfun framlaga sem ætluð eru til framleiðslujafnvægis skv. 6. gr. samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar. Nefndinni er heimilt að ráðstafa slíkum fjármunum til eftirtalinna verkefna:
- Efling á markaðsfærslu nautgripaafurða.
- Sérstakar uppbætur fyrir slátrun kálfa og kúa.
- Tilfærsla í aðra framleiðslu á kúabúum.
- Tímabundnar býlisgreiðslur óháðar framleiðslu.
II. KAFLI Greiðslumark.
8. gr. Heildargreiðslumark og greiðslumark lögbýla.
Heildargreiðslumark til framleiðslu mjólkur verðlagsárið 20232024 skal vera 149151,5 milljónir lítra og skiptist á greiðslumark lögbýla. Greiðslumark lögbýla reiknast í lítrum mjólkur og skiptist hlutfallslega milli lögbýla á sama hátt og greiðslumark síðasta verðlagsárs.
9. gr. Nýting greiðslumarks.
Afurðastöð skal greiða framleiðanda lágmarksverð fyrir mjólk sem miðast við 1. flokks mjólk með skilgreindu efnainnihaldi. Fyrir aðra mjólk sem ekki stenst kröfur sem 1. flokks mjólk greiðir afurðastöð verð allt niður að leyfilegum afföllum frá verði 1. flokks mjólkur.
Framleiðsla umfram greiðslumark skal fara á erlendan markað á ábyrgð hvers framleiðanda og viðkomandi afurðastöðvar. Framkvæmdanefnd búvörusamninga getur þó gefið skriflega heimild til sölu þessara vara innanlands ef heildarframleiðsla verður minni en sala og birgðastaða gefa tilefni til.
Öll mjólk sem seld er í afurðastöð frá viðkomandi lögbýli skal reiknast með í uppgjöri greiðslumarks fyrir lögbýlið.
Mjólk sem unnið er úr til sölu á sama lögbýli og framleiðsla fer fram telst til framleiðslu innan greiðslumarks.
Afurðastöðvar og aðrir sem hafa með vinnslu og sölu búvara að gera skulu láta Matvælastofnun í té upplýsingar um framleiðslu, sölu, birgðir og vinnslu.
10. gr. Greiðsla út á greiðslumark.
Greiðsla út á greiðslumark er framlag ríkisins til framleiðenda mjólkur og greiðist mánaðarlega úr ríkissjóði til handhafa beingreiðslna út á greiðslumark, sbr. 55. gr. laga nr. 99/1993. Handhafi beingreiðslna út á greiðslumark fær 1. hvers mánaðar 1/12 hluta greiðslna, óháð framleiðslu, að því tilskildu að framleiðsla lögbýlisins sé 100% greiðslumarks á yfirstandandi verðlagsári.
11. gr. Uppgjör greiðslna.
Sjái handhafi greiðslna út á greiðslumark fram á að nýting greiðslumarks gefi ekki rétt til 100% af greiðslum framleiðslutímabilsins, ber honum að tilkynna það til ráðuneytisins. Greiðslum skal þá háttað í samræmi við áætlaða nýtingu.
Greiðslur vegna framleiðslu umfram greiðslumark skulu vera með þeim hætti að greiðslur vegna ónotaðs greiðslumarks gangi hlutfallslega til annarra greiðslumarkshafa. Skal fyrst greitt fyrir fyrsta prósentustig sem greiðslumarkshafi framleiðir umfram eigið greiðslumark og síðan annað prósentustig og svo áfram eftir því sem ónotað greiðslumark gefur tilefni til.
Afurðastöð skal senda ráðuneytinu tilkynningu um stöðvun mjólkurinnleggs, ef mjólkurinnlegg framleiðanda fellur niður í heilan mánuð eða lengri tíma.
12. gr. Útreikningur á greiðslumarki lögbýla.
Ráðuneytið reiknar út greiðslumark til framleiðslu mjólkur, heldur skrá yfir greiðslumark lögbýla og rétt til greiðslu samkvæmt því og lætur afurðastöðvum og búnaðarsamböndum í té eintak af henni fyrir starfssvæði þeirra. Ráðuneytið aflar upplýsinga og annast útreikninga vegna framkvæmdar þessarar reglugerðar. Afurðastöðvum og framleiðendum er skylt að láta ráðuneytinu í té allar þær upplýsingar sem að gagni geta komið og þær geta veitt.
13. gr. Tilkynningar um greiðslumark lögbýla.
Tilkynna skal framleiðendum um greiðslumark lögbýla. Framleiðendur eiga þess kost að koma á framfæri athugasemdum og skulu þær berast ráðuneytinu innan 20 daga frá dagsetningu tilkynningar um greiðslumark, ella gildir það fyrir framleiðslutímabilið. Ráðuneytið endurskoðar útreikninga, sem athugasemdir eru gerðar við og tilkynnir framleiðanda niðurstöðu sína. Berist ekki athugasemdir við þá niðurstöðu innan 25 daga frá dagsetningu endurútreikningsins gildir hann fyrir hlutaðeigandi verðlagsár.
III. KAFLI Markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur.
14. gr. Markaðsfyrirkomulag.
Öll aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur falla undir ákvæði þessarar reglugerðar og eru önnur aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á milli lögbýla óheimil hvort sem um er að ræða sölu eða gjafir. Undir reglugerð þessa fellur þar með talið flutningur á greiðslumarki milli lögbýla í eigu sömu eigenda, sbr. þó 15. gr.
Ef verðþróun á markaði verður óeðlileg að teknu tilliti til framboðs, eftirspurnar og aðstæðna að öðru leyti er ráðherra heimilt, að fenginni tillögu framkvæmdanefndar búvörusamninga, að setja hámarksverð á greiðslumark. Hámarksverð getur aldrei orðið hærra en þrefalt lágmarksverð mjólkur til framleiðenda eins og það er á hverjum tíma.
Frá og með markaði fyrir greiðslumark mjólkur sem haldinn var 1. september 2020 verður hámarksverð greiðslumarks sem nemur þreföldu afurðastöðvaverði og mun það gilda fyrir alla markaði út árið 2026. Á markaði sem haldinn var 1. september 2020 verður hámarksverð kr. 294 og mun krónutalan uppfærast samhliða breytingum á afurðastöðvaverði á tímabilinu.
15. gr. Aðilaskipti innan jarða.
Þrátt fyrir ákvæði þessarar reglugerðar er heimilt að staðfesta aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur, án þess að viðskiptin hafi verið gerð á markaði skv. 16. gr., þegar aðilaskiptin að greiðslumarki fara fram milli aðila innan sama lögbýlis. Með sama hætti er heimilt að staðfesta sölu á greiðslumarki frá einu lögbýli til annars lögbýlis í eigu sama aðila, enda hafi öll lögbýlin verið í hans eigu fyrir 31. desember 2018. Auk þess er heimilt að staðfesta tilfærslu greiðslumarks milli lögbýla ef framleiðandi, sem er einstaklingur, flytur búferlum með allan sinn rekstur, það er leggur niður rekstur á einu lögbýli í því skyni að hefja hann á öðru lögbýli, enda sé viðkomandi sannanlega ábúandi á nýju jörðinni, með skráð lögheimili þar og stundi þar búrekstur.
16. gr. Markaðsframkvæmd.
Markaður fyrir greiðslumark mjólkur skal haldinn þrisvar á ári; 1. apríl, 1. september og 1. nóvember. Beri þessar dagsetningar upp á laugardag eða sunnudag færist markaðsdagur til næstkomandi mánudags. Seljanda er einungis heimilt að bjóða til kaups á apríl- og septembermarkaði það magn greiðslumarks, sem hann hefur ekki þegar nýtt innan verðlagsársins fyrir innlegg í afurðastöð.
Þeir sem óska eftir að kaupa eða selja greiðslumark á markaðnum skulu skila inn tilboðum með rafrænum hætti sem skulu tilgreina nafn og kennitölu tilboðsaðila, heimili og búsnúmer, netfang, ef það er fyrir hendi og það magn og verð greiðslumarks, sem boðið er til sölu eða leitað er eftir kaupum á. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út 10. mars þegar markaður er haldinn 1. apríl, 10. ágúst þegar markaður er haldinn 1. september og 10. október þegar markaður er haldinn 1. nóvember.
Einungis er heimilt að skila inn einu tilboði um kaup eða sölu fyrir hvert lögbýli og af sama aðila eða tengdum aðila. Tilboðsgjöfum er skylt að gæta að því að einungis eitt tilboð komi frá aðilum sem teljast tengdir. Óheimilt er að bjóða fram mismunandi verð í sama tilboði. Óheimilt er aðilum að gefa upp magn og verð sem tiltekið er í tilboðunum, sem opnuð eru á markaðsdegi samkvæmt þessari grein. Sé það gert skal þeim tilboðum vikið til hliðar.
Nýliðar skulu eiga forkaupsrétt á 5% af því greiðslumarki sem boðið er til sölu á hverjum markaði, svo lengi sem þeir uppfylla skilyrði reglugerðarinnar um gilt kauptilboð og að því gefnu að þeir bjóði verð sem er jafnt eða hærra en jafnvægisverð skv. 17. gr. Forgangsmagn skiptist hlutfallslega milli nýliða í samræmi við þann lítrafjölda sem þeir óskuðu eftir að kaupa. Það greiðslumark sem þá er eftir skal boðið öðrum kaupendum á sama hátt, sem og aðilum sem nutu forgangs.
Að hámarki er hægt að óska eftir 50.000 lítrum til kaups á hverjum markaði, eða alls 150.000 lítrum árlega. Framkvæmdanefnd búvörusamninga gerir tillögu til ráðherra um breytt hámark ef aðstæður krefja. Þá má hlutdeild framleiðanda eða framleiðenda sem eru í eigu einstakra aðila, einstaklinga, lögaðila eða tengdra aðila ekki nema hærra hlutfalli en 1,2% af árlegu heildargreiðslumarki mjólkur.
Til að tilboð sé gilt skal fylgja staðfesting um eignarhald að lögbýlinu. Sé um leiguábúð að ræða skal seljandi skila vottfestri yfirlýsingu frá mótaðila (jarðareiganda/leiguliða) um samþykki sölu. Þá skal seljandi, sem er eigandi lögbýlis, leggja fram þinglýsingarvottorð fyrir það lögbýli sem greiðslumark er selt frá og skriflegt, þinglýst samþykki allra veðhafa fyrir sölunni.
Heimilt er að krefja um frekari upplýsingar og gögn ef tilefni þykir til innan fyrirframákveðinsákveðins tímamarks. Kaupandi skal inna af hendi greiðslu fyrir andvirði greiðslumarksins eigi síðar en 20 dögum eftir markaðsdag. Heimilt er að senda kröfu til innheimtu fyrir kauptilboði ef hún er ekki greidd á gjalddaga á kostnað tilboðsgjafa. Einnig er heimilt að leggja fram með kauptilboði eða fyrir upphaf markaðsdags staðgreiðslu fyrir andvirði greiðslumarksins. Kaupandi skal inna af hendi staðgreiðslu fyrirEf andvirði greiðslumarksins fyrstaer virkaekki daggreitt næstainnan mánaðargreiðslufrests falla kaupin niður. Andvirði greiðslumarks greiðist seljendum eins fljótt og auðið er eftir opnunað tilboðakaupendur hafa staðið skil á greiðslum og uppgjöri viðskipta á markaðsdegi er lokið.
17. gr. Flokkun tilboða.
Við opnun tilboða, er skráð magn og verð á hverju tilboði um kaup eða sölu. Við flokkun tilboða um sölu skal þeim raðað upp eftir hækkandi verði við hvert innfært tilboð. Kauptilboðum skal raðað upp eftir lækkandi verði við hvert innfært tilboð á sama hátt. Nýliðar skulu eiga forkaupsrétt á 5% af því greiðslumarki sem boðið er til sölu á hverjum markaði, sbr. 16. gr.
Náist ekki fullt jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar greiðslumarks skiptist greiðslumark sem selt verður hlutfallslega milli kaupenda í samræmi við magn hvers tilboðsgjafa. Eins skiptist selt greiðslumark hlutfallslega milli seljenda í samræmi við framboðið magn ef framboð er meira en eftirspurn eða ef ekki er greitt fyrir allt selt greiðslumark sbr. 7. mgr. 16. gr.
Greiðslumarki sem boðið er til sölu á hærra verði en jafnvægisverði skal vísað frá markaði og á sama hátt kauptilboðum sem eru lægri en jafnvægisverð, sbr. þó ákvæði 7. gr. um sölu á sérskráðu greiðslumarki lögbýla í leiguábúð á forræði leiguliða. Þá skal vísa frá markaði greiðslumarki þar sem kaupandi greiðir ekki andvirðið innan 20 daga skv. ákvæðum 7. mgr. 16. gr.
Öll viðskipti sem fara fram á viðkomandi markaðsdegi skulu fara fram á því jafnvægisverði sem markaðurinn gefur í það sinn eða hámarksverði, sbr. 3. gr.
18. gr. Aðilaskipti að greiðslumarki.
Aðilaskipti að greiðslumarki, sem uppfylla skilyrði um jafnvægisverð og jafnvægismagn, eru án takmörkunar þegar í hlut á eigandi jarðar sem jafnframt er ábúandi. Sé ábúandi lögbýlis hins vegar annar en eigandi/eigendur þess þarf samþykki beggja/allra fyrir ráðstöfun greiðslumarks frá lögbýli. Leiguliða er heimilt að kaupa greiðslumark á lögbýli á markaði og skal það sérstaklega skráð á nafn hans.
Leiguliða er heimilt að selja sérskráð greiðslumark án samþykkis jarðareiganda. Skal hann þá bjóða það fram á markaði, sbr. 16. gr. Sé um ábúðarlok að ræða skal það boðið fram á næsta mögulega markaðsdegi.
19. gr. Ákvörðun um viðskipti, gildistaka tilboða, réttaráhrif o.fl.
Tilboð gerð um kaup eða sölu á greiðslumarki eru bindandi á markaðsdegi. Kaup- eða sölutilboð má draga til baka hvenær sem er innan hvers markaðstímabils, sem hefst að loknum hverjum markaðsdegi og stendur fram að þeim næsta.
Aðilaskipti að greiðslumarki sem fara fram á markaði í nóvember skulu taka gildi frá og með 1. janúar á næsta verðlagsári á eftir. Aðilaskipti sem fara fram á markaði í apríl og september skulu taka gildi frá og með 1. janúar á yfirstandandi verðlagsári. Greiðslumark sem flyst á milli aðila á þennan hátt skal taka sömu hlutfallsbreytingum og heildargreiðslumark gerir við ákvörðun á heildargreiðslumarki hvers árs. Aðilaskipti að greiðslumarki taka ekki gildi fyrr en staðfesting ráðuneytisins liggur fyrir.
Við aðilaskipti að greiðslumarki á markaði í apríl og september skal seljandi endurgreiða beingreiðslur út á greiðslumark vegna yfirstandandi verðlagsárs sem svara til þess magns sem selt er. Skal fjárhæð þessara greiðslna dregin frá söluverði við frágang viðskipta og ráðstafa til endurúthlutunar sem beingreiðslum.
Heimilt er að birta yfirlit yfir viðskipti með greiðslumark og verð á því. Upplýsingar sem þannig eru birtar skal ekki vera hægt að rekja til einstakra aðila.
IV. KAFLI Innvegin mjólk.
20. gr. Greiðslur út á innvegna mjólk.
Greiðslur á alla innvegna mjólk eru greiddar mánaðarlega óháð greiðslumarki. Heildarupphæð árlegs stuðnings skiptist í 12 jafna hluta þannig að jafnhá upphæð er greidd í hverjum mánuði óháð framleiðslumagni. Upphæðin í hverjum mánuði deilist jafnt á alla innvegna lítra í þeim mánuði. Greiða skal 1. hvers mánaðar fyrir innlegg næstsíðasta mánaðar, í fyrsta sinn 1. mars.
V. KAFLI Gripagreiðslur.
21. gr. Fjárhæð til einstakra framleiðenda.
Hlutdeild hvers framleiðanda í heildarframlagi til gripagreiðslna á hverju verðlagsári fer eftir fjölda árskúa samkvæmt afurðaskýrsluhaldi hans. Við ákvörðun á fjölda árskúa skal fyrsta viðmiðunartímabilið vera 1. desember 2016 til 30. nóvember 2017. Síðan skal fjöldi árskúa sóttur mánaðarlega úr afurðaskýrsluhaldi og breytingar á gripagreiðslum taka gildi tveimur mánuðum eftir það.
Heildargripagreiðslur verða eins og sýnt er í töflu hér að neðan, og skiptast þær í tvo flokka, mjólkurkýr og holdakýr. Útreikningur á fjölda mjólkurkúa byggir á gögnum úr lögbundnu skýrsluhaldi (HUPPU) þar sem stofn skal vera íslenskur og framleiðsluform mjólkurframleiðsla eða kjötframleiðsla. Ef stofn er af holdanautakyni og framleiðsluform er mjólkurframleiðsla reiknast árskúafjöldi þeirra gripa sem mjólkurkýr. Við útreikning á fjölda holdakúa er miðað við að stofn sé af holdanautakyni og framleiðsluform kjötframleiðsla. Árlega verður greiðslum sem til ráðstöfunar eru í hvorum flokki deilt á allar árskýr í viðkomandi flokki. Gripagreiðslur skerðast ef fjöldi mjólkurkúa framleiðanda eða framleiðenda á lögbýli sem eru í eigu einstakra aðila, einstaklinga, lögaðila eða tengdra aðila, er yfir þeim mörkum sem að neðan greinir, skv. eftirfarandi töflu:
Mjólkurkýr (árskýr) | Hlutfall af óskertri greiðslu |
1 - 50 | 100% |
51 - 100 | 75% |
101 - 140 | 50% |
141 - 180 | 25% |
> 180 | 0% |
Gripagreiðslur skerðast ef fjöldi holdakúa framleiðanda eða framleiðenda á lögbýli sem eru í eigu einstakra aðila, einstaklinga, lögaðila eða tengdra aðila, er yfir þeim mörkum sem að neðan greinir, skv. eftirfarandi töflu:
Holdakýr (árskýr) | Hlutfall af óskertri greiðslu |
1 - 200 | 100% |
201 - 220 | 75% |
221 - 240 | 50% |
241 - 260 | 25% |
> 260 | 0% |
Ef heildarfjöldi árskúa á landinu er annar en sú viðmiðun sem stuðst var við í samningi skv. 1. gr., þ.e. 25.000 mjólkurkýr og 3.000 holdakýr, breytist greiðsla ríkissjóðs á hverja árskú til samræmis.
22. gr. Gjalddagar gripagreiðslna.
Gripagreiðsla samkvæmt 1. mgr. 21. gr. er greidd í upphafi hvers mánaðar.
VI. KAFLI Kynbótastarf.
23. gr. Ráðstöfun greiðslna vegna kynbótastarfs.
Greiðslum vegna kynbótastarfs skal ráðstafa með eftirfarandi hætti:
- 3% árlegra framlaga skal ráðstafa til Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins til að mæta kostnaði við kvíguskoðanir hjá bændum. Framlagið skal greitt í einni greiðslu.
- 82,5% árlegra framlaga skal ráðstafa til aðila sem reka starfsemi í nautgripasæðingum. Framlagið skal greitt með 12 jöfnum mánaðarlegum greiðslum og skiptist milli viðtakenda á grundvelli magns innveginnar mjólkur á starfssvæði viðtakenda í næstliðnum mánuði. Þannig er framlagi vegna janúar skipt á grundvelli framleiðslu í næstliðnum desembermánuði.
-
14,5% árlegra framlaga skal ráðstafa til jöfnunar á sæðingakostnaði til aðila sem reka starfsemi í nautgripasæðingum
.Framlagið skal greitt með 12 jöfnum mánaðarlegum greiðslum og skiptist milli aðila með eftirfarandi hætti:-
6595% fjárhæðarinnar skiptist eftir hlutfallslegum kostnaði við akstur og vinnu við sæðingar samkvæmtfjöldakostnaðaryfirlitistöðugildanæstliðinsfrjótæknaárs, semstarfarekstraraðilarfyrirnautgripasæðingahvernskilaaðilasameiginlega til ráðuneytisins ekki síðar en 1. - mars
20% fjárhæðarinnar skiptist samkvæmt heildarfjölda ekinna kílómetra pr. sæðinguárið ástarfssvæði hvers aðila. Ekki er þó greitt fyrir fyrstu 20 kílómetra sem eknir eru vegna hverrar sæðingar. 10% fjárhæðarinnar skiptist samkvæmt fjölda sæðinga á starfssvæði hvers aðilaeftir.- 5% fjárhæðarinnar renna til Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands (NBÍ ehf.) til að standa straum af kostnaði við þjálfun frjótækna.
-
VII. KAFLI Nautakjötsframleiðsla.
24. gr. Einangrunarstöð og sláturálag.
Með tillögu framkvæmdanefndar búvörusamninga skv. 7. gr. skal ráðstafa framlögum til að styðja við framleiðslu nautakjöts til eftirtalinna verkefna:
- Einangrunarstöðva vegna innflutnings á erfðaefni holdanautgripa.
-
Sláturálags á nautakjöt sem uppfyllir eftirfarandi gæðakröfur:
- Lágmarksþyngd grips sé 250 kg.
- Nautakjöt falli ekki í EUROP gæðaflokk P+, P og P-.
- Gripur sé yngri en 30 mánaða.
Fjárhæð sem ráðstafað er til að greiða sláturálag á nautakjöt skiptist jafnt á þá skrokka sem fullnægja gæðakröfum skv. 2. tl. 1. mgr. Greiðslum skal ráðstafað til framleiðanda ársfjórðungslega í maí, ágúst, nóvember ár hvert og febrúar árið á eftir og skipta þeir með sér greiðslum úr ¼ hluta heildarframlaga hvers árs. Miða skal við slátrun á tímabilinu 1. janúar til 31. desember ár hvert.
VIII. KAFLI Fjárfestingastuðningur.
25. gr. Markmið.
Greidd eru framlög til fjárfestingastuðnings í nautgriparækt. Markmið hans er að hraða því að framleiðendur standist kröfur samkvæmt gildandi reglugerð um velferð nautgripa. Stuðningur er veittur vegna framkvæmda sem stuðla að hagkvæmari búskaparháttum, bættum aðbúnaði nautgripa og aukinni umhverfisvernd.
26. gr. Auglýsing og umsókn.
Ár hvert skal auglýst eftir umsækjendum um framlög til fjárfestingastuðnings. Framleiðandi í nautgriparækt sem uppfyllir skilyrði 3. gr. getur sótt um fjárfestingastuðning. Umsóknum skal skila inn rafrænt, eigi síðar en 31. mars ár hvert vegna framkvæmda á árinu eða að hámarki 12 mánuðum frá því framkvæmdir hófust.
Umsókn skal fylgja framkvæmda- og kostnaðaráætlun. Ef um byggingarleyfisskylda framkvæmd er að ræða skulu fylgja teikningar samþykktar af byggingarfulltrúa með umsókn, sjá þó c-lið í 4. mgr. Ef um aðrar framkvæmdir er að ræða er nægjanlegt að sýna drög að teikningu unninni af ráðunautum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins eða öðrum sambærilegum aðila.
Í umsókn skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram til að umsókn geti talist gild. Heimilt er að kalla eftir frekari upplýsingum ef þörf er talin á því við mat á umsókn:
- Upplýsingar um nafn, kennitölu, og lögheimili framleiðanda sem sækir um stuðning.
- Upplýsingar um búsnúmer lögbýlis sem sótt er um fjárfestingastuðning fyrir.
-
Tegund fjárfestingar sem óskað er stuðnings við:
- Nýframkvæmdir.
- Endurbætur á eldri byggingum.
- Heildarkostnaður vegna fjárfestingar. Kostnaður við úttekt er styrkhæfur. Kostnaður vegna kaupa á tæknibúnaði er ekki styrkhæfur, nema ef um er að ræða varabúnað, dælur og/eða rafstöðvar sem gerð er krafa um að séu til staðar sbr. ákvæði 18. gr. reglugerðar um velferð nautgripa nr. 1065/2014.
- Rökstuðningur fyrir framkvæmd og hvernig framkvæmdin uppfyllir skilyrði fyrir stuðningi skv. 24. gr.
- Upplýsingar um þegar greiddan fjárfestingastuðning vegna sömu fjárfestingar, ef við á.
Nauðsynleg fylgiskjöl með umsókn:
- Sundurliðuð kostnaðaráætlun og framkvæmdaáætlun með verklýsingu og tímasettri verkáætlun unnin af fagaðila, svo sem Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.
- Byggingarleyfi eða staðfesting byggingarfulltrúa um að byggingarleyfis sé ekki krafist vegna framkvæmdar.
- Samþykktar teikningar, ef við á. Drög að vinnuteikningum duga með umsókn ef framkvæmd er ekki hafin. Samþykktar teikningar skulu þó berast eigi síðar en við lokaúttekt.
- Leyfi þinglýstra eigenda jarðar fyrir framkvæmd.
27. gr. Skilyrði stuðnings.
Stuðningur er veittur vegna eftirfarandi framkvæmda:
- Nýframkvæmda.
- Endurbóta á eldri byggingum.
Umsækjendur skulu skila fullnægjandi umsókn innan tilskilins tímafrests. Umsóknum sem skilað er með ófullnægjandi gögnum, sbr. 26. gr., er heimilt að hafna.
28. gr. Afgreiðsla og útreikningur fjárfestingastuðnings.
Fjárfestingastuðningur fyrir hvern framleiðanda getur að hámarki numið 40% af stofnkostnaði ef heildarkostnaður fer yfir eina milljón króna. Hver framleiðandi getur þó ekki fengið hærra framlag ár hvert en 10% af árlegri heildarupphæð fjárfestingastuðningsins skv. fjárlögum.
Sé fyrirhugað að framkvæmdir sem sótt er um stuðning fyrir verði framkvæmdar á fleiri en einu ári skal umsækjandi gera grein fyrir áfangaskiptingu þeirra í heild sinni í verklýsingu, verk- og kostnaðaráætlun. Heimilt er að veita stuðning við sömu framkvæmdir til allt að þriggja ára samfellt og skal þá framleiðandi leggja inn nýja umsókn árlega. Framleiðandi sem fengið hefur hámarksfjárfestingastuðning skv. 3. málsl. 1. mgr. þrjú ár í röð getur ekki sótt um stuðning að nýju fyrr en liðin eru þrjú ár frá síðustu styrkveitingu.
Við upphaf framkvæmdar sem telst styrkhæf greiðast 50% af samþykktri styrkupphæð og 50% við skil á lokaskýrslu að teknu tilliti til skilyrða í 29. gr.
Heimilt er, við útgreiðslu fyrri hluta styrks, að óska eftir staðfestingu frá byggingarfulltrúa um að framkvæmdir séu hafnar og afriti af reikningum eða hreyfingarlista úr bókhaldskerfi.
Lokaskýrsla felur í sér eftirfarandi gögn:
- Lokaúttekt byggingarfulltrúa, ef við á.
- Hreyfingarlista úr bókhaldskerfi eða afrit af reikningum vegna fjárfestingakostnaðar sem styrkur nær yfir.
- Úttekt, ef við á.
- Undirritaða yfirlýsingu styrkþega um framkvæmd sem naut stuðnings.
- Dagbók um eigin vinnu, ef við á.
Framlög skerðast hlutfallslega vegna allra samþykktra umsókna ef fjármunir hrökkva ekki til að teknu tilliti til 1. mgr.
Hafi umsækjandi hlotið annan stuðning, bætur eða styrk samkvæmt reglugerð þessari, reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt eða nýliðunarstuðning samkvæmt reglugerð um almennan stuðning við landbúnað vegna sömu framkvæmdar skal tilgreina það í umsókn og er heimilt að draga þá fjárhæð frá.
29. gr. Eftirlit og úttektir.
Heimilt er að taka út framkvæmd umsækjanda, á kostnað hans. Ef talið er að framkvæmdakostnaður eða einstaka kostnaðarliðir hafi farið fram úr því sem eðlilegt getur talist skal taka tillit til þess við útreikning á endanlegri styrkupphæð. Upplýsa skal umsækjanda um allar slíkar breytingar og gefa honum hæfilegan frest til andmæla.
Framleiðandi skal endurgreiða greiddan fjárfestingastuðning komi í ljós að stuðningur sem greiddur hefur verið hafi ekki verið nýttur til framkvæmda á því framkvæmdaári sem sótt var um stuðning fyrir, kröfur gildandi reglugerðar um velferð nautgripa ekki uppfylltar eða vikið hafi verið frá upplýsingum samkvæmt umsókn án þess að greint hafi verið frá. Uppfylli umsækjandi ekki skilyrði greiðslu vegna seinni hluta stuðnings með skilum á lokaskýrslu, sbr. 25. gr., skal hann endurgreiða fyrri hluta stuðningsins sem hann hafði áður fengið greiddan.
IX. KAFLI Gildistaka og fleira.
30. gr. Endurgreiðsla ofgreiddra greiðslna.
Ef greiðslur samkvæmt reglugerð þessari hafa verið ofgreiddar ber handhafa greiðslna að endurgreiða ríkinu hið ofgreidda fé. Beri að endurgreiða skal handhafi endurgreiða greiðslur með vöxtum sem Seðlabanki Íslands ákveður og birtir skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá þeim tíma er greiðslan átti sér stað og þar til endurgreiðsla fer fram. Auk almennra vaxta skal handhafi greiða dráttarvexti skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001. Vextir skulu þó ekki greiddir ef endurgreiðsla fer fram innan 30 daga frá útgreiðslu.
31. gr. Skerðing og niðurfelling greiðslna.
Heimilt er að skerða, fella niður eða krefjast endurgreiðslu á stuðningsgreiðslum samkvæmt reglugerð þessari ef framleiðandi gefur vísvitandi rangar upplýsingar eða uppfyllir ekki á annan hátt skilyrði reglugerðarinnar.
32. gr. Viðurlög.
Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt búvörulögum nr. 99/1993, með síðari breytingum. Með mál út af brotum skal farið skv. lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála.
33. gr. Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í búvörulögum nr. 99/1993, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast gildi nú þegar. Við gildistöku hennar fellur úr gildi reglugerð nr. 1252/2019 um stuðning í nautgriparækt.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.