Fara beint í efnið

Prentað þann 23. nóv. 2024

Breytingareglugerð

1333/2023

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 348/2022 um stuðning í nautgriparækt.

Birta efnisyfirlit

1. gr.

Í stað orðanna "2023 skal vera 149" í 8. gr. reglugerðarinnar kemur: 2024 skal vera 151,5.

2. gr.

7. mgr. 16. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Heimilt er að krefja um frekari upplýsingar og gögn ef tilefni þykir til innan ákveðins tímamarks. Kaupandi skal inna af hendi greiðslu fyrir andvirði greiðslumarksins eigi síðar en 20 dögum eftir markaðsdag. Heimilt er að leggja fram með kauptilboði eða fyrir upphaf markaðsdags staðgreiðslu fyrir andvirði greiðslumarksins. Ef andvirði greiðslumarksins er ekki greitt innan greiðslufrests falla kaupin niður. Andvirði greiðslumarks greiðist seljendum eins fljótt og auðið er eftir að kaupendur hafa staðið skil á greiðslum og uppgjöri viðskipta á markaðsdegi er lokið.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. reglugerðarinnar:

  1. Við 2. mgr. bætist nýr 2. málsl. sem orðast svo: Eins skiptist selt greiðslumark hlutfallslega milli seljenda í samræmi við framboðið magn ef framboð er meira en eftirspurn eða ef ekki er greitt fyrir allt selt greiðslumark sbr. 7. mgr. 16. gr.
  2. Við 3. mgr. bætist nýr 2. málsl. sem orðast svo: Þá skal vísa frá markaði greiðslumarki þar sem kaupandi greiðir ekki andvirðið innan 20 daga skv. ákvæðum 7. mgr. 16. gr.

4. gr.

3. töluliður 1. mgr. 23. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

14,5% árlegra framlaga skal ráðstafa til jöfnunar á sæðingakostnaði til aðila sem reka starfsemi í nautgripasæðingum Framlagið skal greitt með 12 jöfnum mánaðarlegum greiðslum og skiptist milli aðila með eftirfarandi hætti:

  1. 95% fjárhæðarinnar skiptist eftir hlutfallslegum kostnaði við akstur og vinnu við sæðingar samkvæmt kostnaðaryfirliti næstliðins árs, sem rekstraraðilar nautgripasæðinga skila sameiginlega til ráðuneytisins ekki síðar en 1. mars árið á eftir.
  2. 5% fjárhæðarinnar renna til Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands (NBÍ ehf.) til að standa straum af kostnaði við þjálfun frjótækna.

5. gr.

3. málsl. 4. tölul. 3. mgr. 26. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Kostnaður vegna kaupa á tæknibúnaði er ekki styrkhæfur, nema ef um er að ræða varabúnað, dælur og/eða rafstöðvar sem gerð er krafa um að séu til staðar sbr. ákvæði 18. gr. reglugerðar um velferð nautgripa nr. 1065/2014.

6. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í búvörulögum nr. 99/1993. Reglugerðin öðlast gildi 1. janúar 2024.

Matvælaráðuneytinu, 23. nóvember 2023.

Svandís Svavarsdóttir.

Ása Þórhildur Þórðardóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.