Prentað þann 23. nóv. 2024
760/2020
Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 1252/2019 um stuðning í nautgriparækt.
1. gr.
3. mgr. 14. gr. hljóðar svo: Frá og með markaði fyrir greiðslumark mjólkur sem haldinn verður þann 1. september 2020 verður hámarksverð greiðslumarks sem nemur þreföldu afurðarstöðvaverði og mun það gilda fyrir alla markaði út árið 2023. Á markaði sem haldinn verður þann 1. september 2020 verður hámarksverð kr. 294,- og mun krónutalan uppfærast samhliða breytingum á afurðarstöðvaverði á tímabilinu.
2. gr.
Við 4. mgr. 16. gr. bætast tveir nýir málsliðir svohljóðandi: Forgangsmagn skiptist hlutfallslega milli nýliða í samræmi við þann lítrafjölda sem þeir óskuðu eftir að kaupa. Það greiðslumark sem þá er eftir skal boðið öðrum kaupendum á sama hátt, sem og aðilum sem nutu forgangs.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í búvörulögum nr. 99/1993, með síðari breytingum og búnaðarlögum nr. 70/1998, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 30. júlí 2020.
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Kristján Skarphéðinsson.
Ása Þórhildur Þórðardóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.