Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Fyrri útgáfa

Prentað þann 2. apríl 2025

Reglugerð með breytingum síðast breytt 13. apríl 2024
Sýnir breytingar gerðar 3. okt. 2020 – 13. apríl 2024 af rg.nr. 956/2020, 512/2021, 725/2022, 557/2023, 795/2023, 1261/2023 og 448/2024

105/2020

Reglugerð um áhættusöm þriðju lönd vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

1. gr. Gildistaka tiltekinna gerða Evrópusambandsins.

Eftirfarandi gerðir sem vísað er til í IX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, skulu hafa gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af IX. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1675 frá 14. júlí 2016, um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/849 með því að auðkenna áhættusöm þriðju lönd með annmarka í stefnu, sem vísað er til í IX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 249/2018 frá 5. desember 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 6, 21. janúar 2019, bls. 69.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/105 frá 27. október 2017 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2016/1675 að því er varðar að bæta Eþíópíu á skrána um þriðju lönd með mikla áhættu í töfluna í I. lið í viðaukanum, sem vísað er til í IX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 251/2018 frá 5. desember 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 49, 20. júní 2019, bls. 55.
  3. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/212 frá 13. desember 2017 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2016/1675 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/849, að því er varðar að bæta Srí Lanka, Trínidad og Tóbagó, og Túnis í töfluna í I. lið í viðaukanum, sem vísað er til í IX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 251/2018 frá 5. desember 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 49, 20. júní 2019, bls. 57.
  4. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1467 frá 27. júlí 2018 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2016/1675 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/849, að því er varðar að bæta Pakistan í töfluna í I. lið í viðaukanum, sem vísað er til í IX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 252/2018 frá 5. desember 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 49, 20. júní 2019, bls. 59.
  5.  Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/855 frá 7. maí 2020 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2016/1675 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/849, að því er varðar að bæta Bahamaeyjum, Barbados, Botsvana, Kambódíu, Ghana, Jamaíku, Máritíus, Mongólíu, Mjanmar/Búrma, Níkaragva, Panama og Simbabve í töfluna í I. lið í viðaukanum, sem vísað er til í IX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 252/2018 frá 5. desember 2018 og fjarlægja Bosníu og Hersegóvínu, Eþíópíu, Gvæjana, Laoska alþýðulýðveldið, Srí Lanka og Túnis úr töflunni. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62, 24. september 2020, bls. 276.
  6.  Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/37 frá 7. desember 2020 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2016/1675 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/849, að því er varðar að fella Mongólíu brott úr töflunni í I. lið í viðaukanum, sem vísað er til í IX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 252/2018 frá 5. desember 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 26, 8. apríl 2021, bls. 329.
  7.  Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/229 frá 7. janúar 2022 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2016/1675 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/849, að því er varðar að bæta Búrkína Fasó, Cayman-eyjum, Haítí, Jórdaníu, Malí, Marokkó, Filippseyjum, Senegal og Suður-Súdan í töfluna í I. lið í viðaukanum, sem vísað er til í IX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 252/2018 frá 5. desember 2018 og fjarlægja Bahamaeyjar, Botsvana, Gana, Írak og Máritíus úr töflunni. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 26, 21. apríl 2022, bls. 345.
  8.  Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/410 frá 19. desember 2022 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2016/1675 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/849, að því er varðar að bæta Lýðveldinu Kongó, Gíbraltar, Mósambík, Tansaníu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum í töfluna í I. lið í viðaukanum, sem vísað er til í IX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 252/2018 frá 5. desember 2018, og fella Níkaragva, Pakistan og Zimbabwe brott úr þeirri töflu. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 37, 11. maí 2023, bls. 631.
  9.  Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1219 frá 17. maí 2023 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2016/1675 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/849, að því er varðar að bæta Nígeríu og Suður-Afríku í töfluna í I. lið í viðaukanum, sem vísað er til í IX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 252/2018 frá 5. desember 2018 og fella Kambódíu og Marokkó brott úr þeirri töflu. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1219 er birt sem fylgiskjal II við reglugerð þessa.
  10.  Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2070 frá 18. ágúst 2023 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2016/1675 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/849, að því er varðar að bæta Kamerún og Víetnam í töfluna í I. lið í viðaukanum, sem vísað er til í IX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 252/2018 frá 5. desember 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 83, 16. nóvember 2023, bls. 182.
  11.  Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/163 frá 12. desember 2023 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2016/1675 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/849, að því er varðar að fella Cayman-eyjar og Jórdaníu brott úr töflunni í I. lið í viðaukanum, sem vísað er til í IX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 252/2018 frá 5. desember 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 25, 21. mars 2024, bls. 652.

2. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á þeim gerðum sem taldar eru upp í 1. gr.

3. gr.

Listi yfir áhættusöm þriðju lönd er birtur sem fylgiskjal við reglugerð þessa.

4. gr.

Ef ósamræmi er á milli íslensks og ensks texta gerða Evrópuþingsins og ráðsins skal skýra íslenska textann með hliðsjón af enska textanum.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 56. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018 og öðlast þegar gildi.

Við gildistöku reglugerðar þessarar fellur úr gildi reglugerð nr. 71/2019 um áhættusöm þriðju lönd vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

 Dómsmálaráðuneytinu, 11. febrúar 2020. 

 F. h. r.

 Haukur Guðmundsson. 

 Ragna Bjarnadóttir. 

Listi yfir áhættusöm þriðju lönd,lönd,

 sbr. framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1675 með síðari breytingum. 


I. Áhættusöm þriðju lönd sem hafa sett fram skriflega, pólitíska skuldbindingu háttsettra aðila til að ráða bót á greindum annmörkum og hafa útbúið aðgerðaáætlun með fjármálaaðgerðahópnum (FATF).

Nr.Nr. Áhættusamt þriðja land
1 Afganistan
2 Bosnía og Hersegóvína
3 Gvæjana
4 Írak
5 Laoska alþýðulýðveldið
6 Sýrland
7 Úganda
8 Vanúatú
9 Jemen
10 Eþíópía
11 Srí Lanka
12 Trínidad og Tóbagó
13 Túnis
14 Pakistan

II. Áhættusöm þriðju lönd sem hafa sett fram skriflega, pólitíska skuldbindingu háttsettra aðila til að ráða bót á greindum annmörkum og hafa ákveðið að fara fram á tækniaðstoð við að innleiða aðgerðaáætlun fjármálaaðgerðahópsins, og sem eru auðkennd í opinberri yfirlýsingu fjármálaaðgerðahópsins (FATF).

Nr.Nr.  Þriðja land með mikla áhættu
1 Íran 

III. Áhættusöm þriðju lönd þar sem er viðvarandi og veruleg hætta á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og sem hefur ítrekað mistekist að ráða bót á greindum annmörkum, og sem auðkennd eru í opinberri yfirlýsingu fjármálaaðgerðahópsins (FATF).

Nr.Nr. Áhættusamt þriðja land
1 Alþýðulýðveldið Kórea

 __________

 Fylgiskjal II.

 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2023/1219
 frá 17. maí 2023
 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2016/1675 að því er varðar að bæta Nígeríu og Suður-Afríku í
 töfluna í I. lið í viðaukanum og að fella Kambódíu og Marokkó brott úr þeirri töflu

 FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
 með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins,
 með hliðsjón af tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/849 frá 20. maí 2015 um ráðstafanir gegn því að fjármálakerfið sé notað til peningaþvættis eða til fjármögnunar hryðjuverka, um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012, og um niðurfellingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/60/EB og tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2006/70/EB (1), einkum 2. mgr. 9. gr.,
 og að teknu tilliti til eftirfarandi:
 1) Sambandið verður að tryggja öfluga vernd fyrir heilindi og eðlilega starfsemi fjármálakerfisins og innri markaðarins gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Því er mælt fyrir um í tilskipun (ESB) 2015/849 að framkvæmdastjórnin ætti að auðkenna áhættusöm þriðju lönd með verulega annmarka hvað varðar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem fjármálakerfi Sambandsins stafar veruleg ógn af.

 2) Í framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1675 (2) eru áhættusöm þriðju lönd með verulega annmarka á vörnum sínum tilgreind.

 3) Að teknu tilliti til víðtækrar samþættingar alþjóðlega fjármálakerfisins, náinna tengsla markaðsaðila, mikils umfangs viðskipta yfir landamæri til og frá Sambandinu, sem og aðgengis að mörkuðum, er talið að öll ógn sem hinu alþjóðlega fjármálakerfi stafar af peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sé einnig ógn við fjármálakerfi Sambandsins.

 4) Í samræmi við 4. mgr. 9. gr. tilskipunar (ESB) 2015/849 tekur framkvæmdastjórnin tillit til nýlegra tiltækra upplýsinga, einkum nýlegra opinberra yfirlýsinga alþjóðlega fjármálaaðgerðahópsins (FATF), lista FATF „Ríki undir auknu eftirliti“ (e. Jurisdictions under Increased Monitoring) og skýrslna rýnihóps FATF um alþjóðlega samvinnu í tengslum við áhættu sem stafar af einstökum þriðju löndum.

 5) Frá síðustu breytingum á framseldri reglugerð (ESB) 2016/1675 hefur FATF uppfært lista sinn yfir „Ríki undir auknu eftirliti“. Á allsherjarfundi sínum í febrúar 2023 bætti FATF Nígeríu og Suður-Afríku á listann og tók Kambódíu og Marokkó af honum. Í ljósi þessara breytinga hefur framkvæmdastjórnin framkvæmt mat vegna auðkenningar á áhættusömum þriðju löndum í samræmi við 9. gr. tilskipunar (ESB) 2015/849.

 6) Í febrúar 2023 setti Nígería fram pólitíska skuldbindingu háttsettra aðila um að vinna með fjármálaaðgerðahópnum og peningaþvættishópi Mið-Afríku (f. Groupe Intergouvernemental d’Action contre le Blanchiment d’Argent en Afrique de l‘Ouest (GIABA)), svæðisbundinnar stofnunar í anda FATF, til að efla skilvirkni í baráttu sinni gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Síðan úttektarskýrsla Nígeríu var samþykkt í ágúst 2021 hefur landið náð árangri með nokkrar aðgerðir sem mælt er með í skýrslunni til að bæta kerfi sitt, þ.m.t. með því að bæta lagaumgjörð sína um baráttuna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og uppfæra mat sitt á eðlislægri áhættu í tengslum við peningaþvætti og fjármögnun og útbreiðslu hryðjuverka, og sett aukinn kraft í framkvæmd á markvissum fjárhagslegum viðurlögum. Nígería mun vinna að því að framkvæma aðgerðaáætlun FATF með því að:

 1) ljúka því sem eftir er af áhættumati sínu vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka og uppfæra innlenda stefnu varðandi peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka til að tryggja samræmi við aðrar innlendar stefnur sem tengjast áhættusömum frumbrotum,
 2) efla formlega og óformlega alþjóðlega samvinnu í samræmi við áhættu sem tengist peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka,
 3) bæta áhættumiðað eftirlit með fjármálastofnunum og tilteknum fyrirtækjum og starfsstéttum sem ekki eru fjármálastofnanir og efla framkvæmd forvarnarráðstafana fyrir hópa með mikla áhættu,
 4) tryggja að lögbær yfirvöld hafi tímanlega aðgang að nákvæmum og uppfærðum upplýsingum um raunverulegt eignarhald
 lögaðila, og beita viðurlögum vegna brota á skuldbindingum raunverulegs eignarhalds,
 5) sýna fram á aukna dreifingu fjármálagreininga hjá skrifstofu fjármálagreininga lögreglu og notkun löggæsluyfirvalda á þeim,
 6) sýna fram á viðvarandi aukningu á rannsóknum og ákærum í samræmi við hættu á peningaþvætti,

 7) sýna frumkvæði í að greina brot á skyldum til að telja fram gjaldmiðil, og beita viðeigandi viðurlögum og viðhalda ítarlegum gögnum um frystar, kyrrsettar, upptækar og ráðstafaðar eignir,
 8) sýna fram á viðvarandi aukningu á rannsóknum og ákærum vegna mismunandi starfsemi til fjármögnunar hryðjuverka í samræmi við áhættu, og efla samstarf milli stofnana við rannsóknir á fjármögnun hryðjuverka og 9) gera áhættumiðaðar og markvissar ráðstafanir til að ná til stofnana sem eru ekki reknar í hagnaðarskyni og eru í hættu á að vera misnotaðar til fjármögnunar hryðjuverka og innleiða áhættumiðað eftirlit með undirhópi stofnana sem eru ekki reknar í hagnaðarskyni og eru í hættu á að vera misnotaðar til fjármögnunar hryðjuverka án þess að trufla eða draga úr lögmætri starfsemi stofnana sem eru ekki reknar í hagnaðarskyni.
 7) Í febrúar 2023 setti Suður-Afríka fram pólitíska skuldbindingu háttsettra aðila um að vinna með FATF og peningaþvættishópi Austur- og Suður-Afríku (ESAAMLG), svæðisbundinni stofnun í anda FATF, til að auka skilvirkni regluverks síns í baráttu gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Síðan úttektarskýrsla SuðurAfríku var samþykkt í júní 2021 hefur landið náð árangri með margar aðgerðir sem mælt er með í skýrslunni til að bæta kerfi sitt, þ.m.t. með því að þróa landsstefnur í baráttu gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka til að takast á við meiri áhættu og nýlegum breytingum á lagaramma um fjármögnun hryðjuverka og markviss fjárhagsleg viðurlög, meðal annars. Suður-Afríka mun vinna að því að framkvæma aðgerðaáætlun FATF með því að:

 1) sýna fram á viðvarandi aukningu á beiðnum um gagnkvæma réttaraðstoð sem stuðlar að því að auðvelda rannsóknir á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og upptöku á mismunandi gerðum eigna, í samræmi við áhættulýsinguna,
 2) bæta áhættumiðað eftirlit með tilteknum fyrirtækjum og starfsstéttum sem ekki eru fjármálastofnanir og sýna fram á að allir eftirlitsaðilar með baráttu gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka beiti viðeigandi og skilvirkum viðurlögum vegna vanefnda,
 3) tryggja að lögbær yfirvöld hafi tímanlega aðgengi að nákvæmum og uppfærðum upplýsingum um raunverulegt eignarhald og fyrirkomulag lögaðila og beita viðurlögum vegna brota lögaðila á skuldbindingum raunverulegs eignarhalds,
 4) sýna fram á viðvarandi fjölgun í beiðnum löggæslustofnana um fjármálagreiningar frá skrifstofu fjármálagreininga vegna
 rannsókna þeirra á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka,
 5) sýna fram á viðvarandi aukningu á rannsóknum og ákærum á alvarlegu og flóknu peningaþvætti og alhliða starfsemi við fjármögnun hryðjuverka í samræmi við áhættulýsinguna,
 6) bæta greiningu, haldlagningu og eignaupptöku ávinnings og verknaðartækja til fjölbreyttari frumbrota, í samræmi við áhættulýsinguna, 7) uppfæra áhættumat á fjármögnun hryðjuverka til að auðvelda framkvæmd á yfirgripsmikilli innlendri stefnuáætlun um baráttu gegn fjármögnun hryðjuverka, og
 8) tryggja skilvirka framkvæmd markvissra fjárhagslegra viðurlaga og sýna fram á skilvirkt fyrirkomulag til að greina einstaklinga og aðila sem uppfylla viðmiðanir fyrir tilnefningu innanlands.

 8) Mat framkvæmdastjórnarinnar er því að Nígería og Suður-Afríka ættu að teljast þriðju lönd með annmarka á stefnu sinni hvað varðar ráðstafanir þeirra í baráttunni gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sem fjármálakerfi ESB stafar veruleg ógn af. Þar af leiðandi ætti að bæta Nígeríu og Suður-Afríku í töfluna í lið I í viðaukanum við framselda reglugerð (ESB) 2016/1675.
 9) Framkvæmdastjórnin hefur rýnt framgang úrbóta Kambódíu og Marokkó á stefnu sinni. Þessi lönd eru talin upp í framseldri reglugerð (ESB) 2016/1675, en voru tekin af lista FATF yfir „Ríki undir auknu eftirliti“ í febrúar 2023.
 10) FATF fagnaði umtalsverðum árangri Kambódíu og Marokkó til úrbóta á regluverkum tengdum peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og tók fram að þessi lönd hefðu komið á laga- og eftirlitsrömmum til að uppfylla þær skuldbindingar sem kveðið væri á um í aðgerðaáætlunum þeirra varðandi þá verulegu annmarka sem FATF hafði tilgreint. Kambódía og Marokkó falla því ekki lengur undir eftirlitsferli FATF samkvæmt viðvarandi hnattrænu eftirliti með reglufylgni í tengslum við peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og munu halda áfram að vinna með svæðisbundnum stofnunum í anda FATF að því að styrkja regluverk sitt í baráttunni gegn
 peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
 11) Þar sem Kambódía og Marokkó hafa styrkt skilvirkni regluverks síns í baráttunni við peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og tekið á tæknilegum annmörkum, til að standa við skuldbindingar í aðgerðaáætlunum sínum varðandi stefnumarkandi annmarka sem FATF hefur tilgreint, leiðir mat framkvæmdastjórnarinnar á fyrirliggjandi upplýsingum til þeirrar niðurstöðu að Kambódía og Marokkó búi ekki lengur við annmarka í stefnu sinni í baráttunni gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Því er viðeigandi að fella Kambódíu
 og Marokkó úr töflunni í lið I í viðaukanum við framselda reglugerð (ESB) 2016/1675.
 12) Því ætti að breyta framseldri reglugerð (ESB) 2016/1675 til samræmis við það.

 SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:

 1. gr.

 Í stað töflunnar í I. lið viðaukans við framselda reglugerð (ESB) 2016/1675 kemur taflan í viðaukanum við þessa reglugerð.

 2. gr.

 Reglugerð þessi öðlast gildi á tuttugasta degi eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
 Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
 Gjört í Brussel 17. maí 2023.

 Fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar,
 Ursula von der Leyen
 forseti.

 (1) Stjtíð. ESB L 141, 5.6.2015, bls. 73.
 (2) Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1675 frá 14. júlí 2016 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/849 með því að auðkenna áhættusöm þriðju lönd með annmarka í stefnu (Stjtíð. ESB L 254, 20.9.2016, bls. 1).

 „Nr.  Áhættusamt þriðja land (1)
 1  Afganistan
 2  Barbados
 3  Búrkína Fasó
 4  Cayman-eyjar
 5  Lýðveldið Kongó
 6  Gíbraltar
 7  Haítí
 8  Jamaíka
 9  Jórdanía
 10  Malí
 11  Mósambík
 12  Myanmar (Mjanmar)
 13  Nígería
 14  Panama
 15  Filippseyjar
 16  Senegal
 17  Suður-Afríka
 18  Suður-Súdan
 19  Sýrland
 20  Tansanía
 21  Trínidad og Tóbagó
 22  Úganda
 23  Sameinuðu arabísku furstadæmin
 24  Vanúatú
 25  Jemen

 (1) Hefur ekki áhrif á lagalega stöðu Konungsríkisins Spánar að því er varðar yfirráðarétt og lögsögu í tengslum við landsvæði Gíbraltar.“

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.