Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 27. des. 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 3. feb. 2023
Sýnir breytingar gerðar 31. des. 2010 – 3. feb. 2023 af rg.nr. 1059/2010, 616/2012, 1164/2017, 740/2018, 434/2020 og 91/2023

45/2008

Reglugerð um skilyrði gjafsóknar og starfshætti gjafsóknarnefndar.

1. gr. Form umsóknar og tímaskilyrði.

Umsókn um gjafsókn skal senda dóms- og kirkjumálaráðuneytinudómsmálaráðuneytinu. Umsókn skal vera skrifleg og í fjórum eintökum. Umsókn skal leggja fram nægjanlega tímanlega og eigi síðar en þremur vikum fyrir aðalmeðferð máls en víkja má frá framangreindu tímaskilyrði þegar um er að ræða kærumál til Hæstaréttaræðra dómstigs. Heimilt er að vísa frá umsókn sem berst svo skömmu fyrir aðalmeðferð máls að tóm gefst ekki til gagnaöflunar og að veita rökstudda umsögn. Ráðuneytið framsendir umsókn til gjafsóknarnefndar að uppfylltum framangreindum skilyrðum.

2. gr. Efni umsóknar, rökstuðningur og fylgigögn.

Í umsókn um gjafsókn skal koma fram fullt nafn, kennitala, staða og heimilisfang umsækjanda og gagnaðila. Einnig skal upplýst fyrir hvaða dómi málið er eða verður rekið og hvaða lögmaður fari með það fyrir umsækjanda.

Umsókn skal vera ítarlega rökstudd og þar skal meðal annars fjallað um:

  1. á hvaða gjafsóknarheimild gjafsókn er reist,
  2.  helstu málsatvik, málsástæður og lagarök,
  3. hvort nægilegt tilefni sé til málshöfðunar eða málsvarnar,
  4. fjölskylduhagi umsækjanda, framfærslubyrði og hvort efnahag hans sé þannig komið að kostnaður við rekstur dómsmáls verði honum fyrirsjáanlega ofviðaframfærslubyrði,
  5. hver sé áfallinn málskostnaður og hver væntanlegur málskostnaður verði, þar með talinn kostnaður við öflun matsgerðar og annarra sönnunargagna,
  6. áhvort hvaðaefnahag gjafsóknarheimildumsækjanda umsóknsé þannig komið að kostnaður við rekstur dómsmáls verði honum fyrirsjáanlega ofviða þegar sótt er reistum gjafsókn á grundvelli a-liðar 1. mgr. 126. gr. laga um meðferð einkamála,
  7.  á hvern hátt úrlausn máls hafi almenna þýðingu eða varði verulega miklu fyrir atvinnu, félagslega stöðu eða aðra einkahagi umsækjenda ef sótt er um gjafsókn á grundvelli b-liðar 1. mgr. 126. gr. laga um meðferð einkamála.

Með umsókn um gjafsókn skulu fylgja:

  1. helstu málsskjöl,
  2. staðfest ljósrit skattframtala umsækjanda og maka eða sambúðaraðila næstliðin tvö ár,
  3. gögn um tekjur umsækjanda og maka eða sambúðaraðila á því tímabili sem liðið er frá síðasta skattframtali,
  4. önnur gögn sem þýðingu hafa eða rökstyðja beiðni umsækjanda um gjafsókn, væntanleg kröfugerð, afstaða gagnaðila og upplýsingar um réttaraðstoðar- eða málskostnaðartryggingu ef umsækjandi nýtur slíkrar tryggingarverndar.

Þegar gjafsókn er lögbundin skal greina í umsókn þau atriði sem getur í a- og eb-liðliðum 2. mgr. og láta fylgja með þau gögn sem rakin eru í a- og d-liðliðum 3. mgr.

3. gr. Annmarkar á umsókn.

Ef rökstuðningur í umsókn um gjafsókn er ófullnægjandi að mati gjafsóknarnefndar eða gögn fylgja ekki með umsókn og skal þá dóms- og kirkjumálaráðuneytiðráðuneytið, eftir því sem nefndin telur ástæðu til, gefa umsækjanda kost á að rökstyðja umsókn nánar og leggja fram gögn. Umsækjanda skal að jafnaði ekki veittur lengri frestur en tvær vikur í því skyni. Verði ekki bætt úr umsókn eða umsókn er haldin augljósum og verulegum annmörkum er heimilt að vísa henni frá.

Nú er umsókn um gjafsókn sett fram af hálfu lögmanns fyrir hönd skjólstæðings og rökstuðningur í umsókn er ófullnægjandi eða gögn fylgja ekki með umsókn og skal þá þegar vísa henni frá.

4. gr. Til hvaða mála gjafsókn tekur.

Gjafsókn verður veitt vegna ágreinings í dómsmáli sem rekið er fyrir íslenskum dómstóli.

4. gr. a Um nægilegt tilefni til málsóknar eða málsvarnar. 

 Við mat á því hvort tilefni sé til málsóknar eða málsvarnar skal höfð hliðsjón af eftirfarandi atriðum:

  1.  Málsefnið sé nægilega skýrt og að málsókn sé nauðsynleg og tímabær. Þar með talið hvort:

    1.  málatilbúnaður sé nægilega skýr þannig að ætla megi að málið sé tækt til efnismeðferðar fyrir dómstóli,
    2.  leitast hafi verið við að leysa málið utan réttar, þ. á m. fyrir úrskurðarnefndum,
    3.  gagnaöflun utan réttar sé lokið og málshöfðun sé nauðsynleg og tímabær.
  2.  Málsefnið sé þannig að nokkrar líkur séu á því að málið vinnist fyrir dómi. Heimilt er m.a. að horfa til þess hvort dómstólar hafi áður leyst úr sambærilegu ágreiningsefni.
  3.  Varði málið réttarágreining sem þegar er til meðferðar hjá dómstólum og um er að ræða sambærilegt sakarefni, sem ætla má að hafi fordæmisgildi, er heimilt að synja um veitingu gjafsóknar þar til séð verður hvort málsókn sé nauðsynleg og tímabær.

 5. gr. Um mat á tilefniþví tilhvort veitingareðlilegt gjafsóknar fyrir héraðsdómi.málshöfðun eða málsvörn sé kostuð af almannafé.

Þegar metið er hvort nægilegt tilefnieðlilegttil veitingarmálshöfðun gjafsóknareða skulumálsvörn höfð tilkostuð viðmiðunaraf eftirtalinalmannafé meginsjónarmiðskal tekið mið af eftirtöldum meginsjónarmiðum:

  1.  Málið sé þess eðlis að eðlilegt sé að málskostnaður verði greiddur af almannafé. Að jafnaði skal ekki veita gjafsókn í máli þar sem ágreiningsefnið er eins og að neðan greinir nema sérstakar ástæður mæli með því:

    1. ágreiningsefnið varðar viðskipti umsækjanda er tengjast verulega atvinnustarfsemi hans og hann hefur með aðgerðum sínum eða aðgerðaleysi komið sér í þá aðstöðu sem málsókninni er ætlað að bæta úr,
    2. ágreiningsefnið er milli nákominna,
    3. um er að ræða mál sem varðar óverulega hagsmuni og ekki er eðlilegt hlutfall milli þeirra og líklegs málskostnaðar,
    4. umsækjandi hefur sýnt af sér verulegt tómlæti sem hefur í för með sér sönnunarvanda.
  2.  Málsefnið sé nægilega skýrt og að málsókn sé nauðsynleg og tímabær. Eftirtalin atriði skulu höfð til hliðsjónar:

    1.  málatilbúnaður sé nægilega skýr þannig að ætla megi að málið sé tækt til efnismeðferðar fyrir dómstóli,
    2.  hvort leitast hafi verið við að leysa málið utan réttar, þ. á m. fyrir úrskurðarnefndum,
    3.  hvort gagnaöflun utan réttar sé lokið og málshöfðun sé nauðsynleg og tímabær.
  3.  Málsefnið sé þannig að nokkrar líkur séu á því að málið vinnist fyrir dómi. Heimilt er m.a. að horfa til þess hvort dómstólar hafi áður leyst úr sambærilegu ágreiningsefni.
  4.  Varði málið réttarágreining sem þegar er til meðferðar hjá dómstólum og um er að ræða sambærilegt sakarefni, sem ætla má að hafi fordæmisgildi, er heimilt að synja um veitingu gjafsóknar þar til séð verður hvort málsókn sé nauðsynleg og tímabær.

6. gr. Um mat á tilefni til gjafsóknar fyrir Hæstarétti.æðra dómstigi.

Við mat á tilefni til gjafsóknar fyrir Hæstaréttiæðra dómstigi ber að hafa hliðsjón af þeim atriðum sem nefnd eru í 5. gr. auk niðurstöðu héraðsdómsdómsniðurstöðu og ástæðum áfrýjunar. Þá er heimilt að líta til þess hvort um sé að ræða mál sem dæmt hefur verið í héraðsdómi af sérfróðum meðdómsmönnum eða hvort áfrýjunargrundvöllur máls lúti aðallega að sönnunarþáttum þess.

 6. gr. a. Um mat á verulegri almennri þýðingu máls. 

 Við mat á þvi hvort gjafsókn verður veitt vegna þess að úrlausn máls hafi verulega almenna þýðingu skal m.a. höfð hliðsjón af því hvort úrlausn máls teljist mikilvæg og hafi verulega þýðingu fyrir fjölda einstaklinga og hvort dómstólar hafi áður leyst úr sambærilegu eða svipuðu málefni.

7. gr. Um fjárhagsstöðu umsækjanda.

Við mat á því hvort gjafsókn verði veitt vegna efnahags umsækjanda skal miða við að stofn til útreiknings tekjuskatts og útsvars og fjármagnstekjur nemi ekki hærri fjárhæð en samtals kr. 1.600.0003.600.000. Sé umsækjandi í hjúskap eða sambúð ber að hafa hliðsjón af tekjum maka og skulu samanlagðar árstekjur ekki nema hærri fjárhæð en sem nemur kr. 2.500.0005.400.000. Þegar umsækjandi er yngri en 18 ára skal höfð hliðsjón af samanlögðum tekjum foreldra. Hækka skal viðmiðunarmörk tekna um kr. 250.000400.000 fyrir hvert barn undir 18 ára aldri, þ.m.t. stjúp- og fósturbörn, sem búa hjá umsækjanda eða hann elur að mestum hluta önn fyrir. Framangreindar fjárhæðir taka breytingum miðað við vísitölu neysluverðs 1. janúar ár hvert.

Heimilt er að synja um gjafsókn eða veita takmarkaða gjafsókn sbr. 9. gr., í þeim tilfellum þegar umsækjandi nýtur málskostnaðartryggingar hjá vátryggingafélagi sem bætir málskostnað umsækjanda.

8. gr. Nánar um mat á fjárhagsstöðu umsækjanda.

Veita má einstaklingi gjafsókn þótt tekjur hans séu yfir viðmiðunarmörkum skv. 7. gr. í eftirfarandi tilvikum:

  1. þegar framfærslukostnaður er óvenjulega hár af einhverjum ástæðum,
  2. aflahæfi umsækjanda er verulega skert til frambúðar vegna varanlegrar örorku,
  3. umsækjandi, maki hans eða sambúðaraðili á ekki íbúðarhúsnæði og leigukostnaður er verulegur,
  4. samanlagðar tekjur umsækjanda og maka hans eru yfir viðmiðunarmörkum skv. 7. gr. en tekjur hans sjálfs eru undir þeim mörkum og telja verður að málið varði hann aðallega,
  5. umsækjandi er yngri en 18 ára og sérstakar ástæður mæla með því þótt tekjur foreldra séu yfir tekjumörkum skv. 7. gr.,
  6. málskostnaður verður fyrirsjáanlega hár miðað við efnahag umsækjanda,
  7. frá launatekjum er heimilt að draga vaxtagjöld vegna eigin húsnæðis ef vaxtagjöld eru óvenjulega há. Við mat á fjárhagsstöðu er jafnframt heimilt að leggja við þær vaxtabætur sem umsækjandi og maki hans fá greiddar.

Synja má einstaklingi um gjafsókn þótt tekjur hans séu undir viðmiðunarmörkum skv. 7. gr. m.a. í eftirfarandi tilvikum:

  1. umsækjandi, maki hans eða sambúðaraðili á peningainnistæðu, hlutabréf, skuldabréf, fasteign, lausafé eða aðrar eignir sem skipt geta máli þegar metin er greiðslugeta hans til að kosta málsókn sína sjálfur,
  2. eignir umsækjanda, maka hans eða sambúðaraðila umfram skuldir eru verulegar,
  3. aðilar að dómsmáli eru fleiri en einn og hlutur gjafsóknarbeiðanda er tiltölulega lítill miðað við aðra málsaðila.

8. gr. a. Um mat á áhrifum á atvinnu, félagslega stöðu og aðra einkahagi. 

 Við mat á því hvort gjafsókn verði veitt vegna þess að úrlausn máls varði verulega miklu fyrir atvinnu, félagslega stöðu eða aðra einkahagi umsækjanda skal m.a. höfð hliðsjón af því hve rík áhrif úrlausn máls getur haft á hagi hans.

 9. gr. Um takmörkun gjafsóknar.

Takmarka má gjafsókn við ákveðinn hluta málskostnaðar eða tiltekna fjárhæð í eftirfarandi tilvikum:

  1. efnahag umsækjanda er þannig varið að ætla megi að hann geti sjálfur staðið straum af hluta málskostnaðar,
  2. hagsmunir gjafsóknarbeiðanda af úrslitum máls eru litlir,
  3. í málum sem æskilegt er að lokið verði með sátt, s.s. forsjármálum,
  4. þar sem óskað er mats sérfræðinga undir rekstri máls og ætla verður að framvinda þess kunni að ráðast af niðurstöðu matsins,
  5. umsækjandi nýtur vátryggingarverndar í formi réttaraðstoðar- eða málskostnaðartryggingar hjá vátryggingafélagi.

Nú telur gjafsóknarbeiðandi að þau sjónarmið sem réðu afstöðu gjafsóknarnefndar við ákvörðun um að takmarka gjafsókn séu ekki fyrir hendi og getur hann þá óskað eftir að gjafsóknarnefnd taki málið til endurskoðunar.

10. gr. Meðferð mála hjá gjafsóknarnefnd.

Gjafsóknarnefnd skal að jafnaði innan fjögurra vikna frá því nefndinni berst umsókn um gjafsókn, sem studd er fullnægjandi rökum og gögnum, gefa dóms- og kirkjumálaráðuneytinuráðuneytinu skriflega og rökstudda umsögn um umsóknina. Mæli nefndin með því að gjafsókn verði veitt skal tekið fram fyrir hvaða dómstóli og dómstigi hún gildir, hvort hún gildir fyrir héraðsdómi eða Hæstarétti og hvort hún er takmörkuð og þá með hvaða hætti.

Í umsögn gjafsóknarnefndar skal eftirfarandi koma fram:

  1. hverjir eru aðilar máls og hver er lögmaður umsækjanda,
  2. stuttur útdráttur úr umsókn,
  3. upplýsingar um tekjur umsækjanda og efnahag,
  4. rökstuðningur nefndarinnar og niðurstaða.

Nú er gjafsóknarnefnd ekki á einu máli um niðurstöðu máls og skal þá tekið fram í umsögn nefndarinnar um hvað er ágreiningur og hvernig nefndin skiptist í meirihluta og minnihluta.

 Í umsögnum gjafsóknarnefndar þar sem ekki er mælt með gjafsókn er ekki þörf á umfjöllun nefndarinnar um c-lið 2. mgr.

11. gr. Umsögn gjafsóknarnefndar.

Þegar umsögn gjafsóknarnefndar liggur fyrir skal hún send dóms- og kirkjumálaráðuneytinuráðuneytinu.

Synji ráðuneytið umsókn um gjafsókn skal umsækjanda send umsögn gjafsóknarnefndar.

12. gr. Skýrslugerð.

Gjafsóknarnefnd heldur skrá yfir gjafsóknarbeiðnir sem hún móttekur og heldur gerðabók þar sem fram kemur hvaða erindi eru afgreidd hjá nefndinni á hverjum fundi og niðurstöður þeirra. Dóms- og kirkjumálaráðuneytiðRáðuneytið skráir gjafsóknarbeiðnir og niðurstöðu nefndarinnar og varðveitir skjöl er fylgdu hverri beiðni.

13. gr. Þagnarskylda.

Nefndarmönnum í gjafsóknarnefnd ber að gæta þagmælsku um þau atvik sem þeim verða kunn í starfi og leynt eiga að fara vegna lögmæltra almanna- eða einkahagsmuna. Þagmælska helst þótt látið sé af setu í nefndinni.

14. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett skv. heimild í 3. málsl. 2. mgr. 125. gr., og síðari málsl. 1. mgr. 126. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91 31. desember 1991, sbr. 1. og 2. gr. laga nr. 7 11. febrúar 2005, og öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 69 21. janúar 2000, um starfshætti gjafsóknarnefndar.

 Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 9. janúar 2008. 

 Björn Bjarnason. 

 Ragna Árnadóttir. 

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.