Rafmagnshlaupahjól
Rannsóknarverkefni um rafhlaupahjól og umferðaröryggi (2021)
Skýrslan „Rafskútur og umferðaröryggi“ var gefin út vorið 2021 en hún er afrakstur rannsóknar VSÓ Ráðgjafar sem var styrkt af Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborg. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga hvaða áhrif rafskútur hafi á umferðaröryggi og hvaða þættir það eru sem helst ógna öryggi rafskútunotenda sem og annarra vegfarenda í umferðinni. Verkefnið var unnið af Svanhildi Jónsdóttur, Láru Margréti Gísladóttur og Ragnari Þór Þrastarsyni hjá VSÓ Ráðgjöf en fulltrúar frá Reykjavíkurborg, Samgöngustofu og Vegagerðinni voru til ráðgjafar í verkefninu.
Í skýrslunni má lesa um erlendar rannsóknir tengdar rafhlaupahjólum, rýna í tölfræði frá Samgöngustofu og bráðamóttöku Landsspítalans frá árinu 2020 og hvaða öryggisreglur gilda á Íslandi og í öðrum löndum. Í skýrslunni kemur skýrt fram að aukin þjálfun og kennsla í notkun rafskúta minnki líkur á slysum og til að tryggja öryggi er ýmislegt hægt að gera, annaðhvort með lögum og reglum eða vinsamlegum tilmælum.
Þjónustuaðili
Samgöngustofa