Fara beint í efnið

Ef hjólað er á gangstétt eða göngustíg gilda sömu reglur um hlaupahjól þar eins og reiðhjól.

  • Þegar hjólað er á gangstéttum og gangstígum skal það gert með því skilyrði að það valdi ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum.

  • Gangandi vegfarendur eiga forgang og hjólandi þurfa að taka tillit til þess, ekki síst hvað hraða varðar.

  • Almennt ættu allir vegfarendur að halda sig hægra megin og taka fram úr vinstra megin.

  • Þar sem merki aðgreina umferð gangandi annars vegar og hjólandi hins vegar skal virða þau og vera þeim megin sem reiðhjól skulu vera.

  • Hjólandi þurfa að hafa í huga að gangandi vegfarendur búast ekki við hröðum og skyndilegum framúrakstri á stígnum. Því er mikilvægt að hjólandi hægi vel á sér og gefi hljóðmerki tímanlega áður en komið er að viðkomandi eða áður en komið er að blindhorni eða beygju.

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa