Fara beint í efnið

Rafmagnshlaupahjól (einnig kölluð rafhlaupahjól eða rafskútur) tilheyra sérstökum ökutækisflokki smáfarartækja og eru hönnuð til aksturs frá 6 til 25 kílómetra hraða á klukkustund.

Rafmagnshlaupahjóli má

  • aka á hjólastíg, gangstétt og göngustígum

  • aka yfir götu og gangbraut, ef hægt er vel á sér.

  • ekki aka á götu eða akbraut nema hámarkshraði sé 30 km/klst eða lægri

Virða þarf almenn umferðarlög

  • Stoppa þarf á rauðu ljósi.

  • Leggja rafmagnshjólinu svo það hindri ekki för vegfarenda, valdi slysahættu eða óþægindum.

  • Ekki leggja á miðri gangstétt, stígum, við rampa, gönguþveranir eða fyrir inngöngum húsa.

Ökumenn á rafmagnshlaupahjóli

  • skulu hafa náð 13 ára aldri. Að auki skal ávallt fylgja aldursviðmiðum framleiðenda hjóla og aldurstakmörkum rafhlaupahjólaleiga

  • mega ekki nota hjól eftir að hafa neytt áfengis eða vímuefna

  • lúta að sömu reglum og ökumenn reiðhjóla varðandi öryggisbúnað

  • mega ekki nota snjalltæki eða farsíma við akstur

  • sem eru undir 16 ára aldri þurfa alltaf að nota hjálm

Mælt er með að allir ökumenn á rafmagnshlaupahjólum noti hjálm öryggis vegna, óháð aldri og fari eftir leiðbeiningum framleiðanda aldursmörk og notkun rafmagnshlaupahjóla.

Rafmagnshlaupahjól

  • þarf að hafa öflugt hvítt ljós að framan og rautt að aftan

  • þarf að hafa kveikt á ljósum þegar dimmir

  • þarf að vera með endurskin á hjólinu, bæði að framan og aftan

  • má samkvæmt lögum, ekki breyta til að komast hraðar en 25 kílómetra á klukkustund

Engin vátryggingarskylda er á rafmagnshlaupahjólum en eigendur eru hvattir til að leita ráða hjá tryggingafélögum varðandi ábyrgðartryggingar.

Sektir fyrir brot á reglum um rafmagnshlaupahjól

  • Ekki má nota hjólin umndir áhrifum áfengis og má búast við sektum ef áfengismagn í blóði er yfir 0,5 prómill.

Lög og reglur:

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa