Skráir þig inn í umsóknina með rafrænum skilríkjum
Samþykkir að gögn séu sótt í ökuskírteinagrunn og sendir inn umsókn
Smellir á Stafrænt ökuskírteini
Lest leiðbeiningar sem birtast á skjánum
Skannar QR-kóða eða smellir á tengil (fyrir Android-notendur er nauðsynlegt að setja veskisapp/snjallveski upp á símanum áður)
Samþykkir að passi vistist í snjallveski
Hlekkurinn til að sækja um ökuskírteinið er virkur í 24 klukkustundir eftir að hann er sendur. Ef sá tími líður þarf að sækja aftur um.
Sæktu veskisapp í símann þinn. Þú getur t.d. notað íslenska Smartwallet appið
Opnaðu veskisapp og skannað QR-kóðann sem fylgir umsókninni
Bættu skírteininu við í veskisappið í símanum þínum
Þegar þú þarft að nota skírteinið þá opnar þú veskisappið og sýnir skírteinið
Færðu villu við umsókn?
Ef þú færð villu þegar þú hefur lokið umsókninni er það vegna þess að upplýsingar vantar í ökuskírteinagrunn, t.d. mynd. Líklega ert þú með gamalt ökuskírteini á pappír, gefið út fyrir 1998, en ekki nýrri plastkortin. Best er að hafa samband við sýslumann á þínu svæði til að endurnýja ökuskírteinið og fá nýju útgáfuna.
Við það opnast möguleikinn á að fá stafrænt ökuskírteini.
Lögreglan
LögreglanTengd stofnun
SamgöngustofaTengd stofnun
Sýslumenn