Hægt er að sækja stafrænt ökuskírteini á Mínum síðum á Ísland.is eða með Ísland.is appinu:
Með Ísland.is appinu:
Byrjaðu á því að sækja veskisappið Smartwallet
Þú sækir Ísland.is appið á Google Play
Skráir þig inn í appið með rafrænum skilríkjum
Velur 'Skírteini' í appinu
Smellir á ökuskírteinið
Ýtir á 'Add to Wallet' neðst á skjánum
Þá er skírteini bætt í SmartWallet. Nánar á island.is/app
Á Mínum síðum:
Byrjaðu á því að sækja veskisappið Smartwallet
Veldu "Sækja" (blár hnappur hér að ofan) og skráðu þig inn í umsóknina með rafrænum skilríkjum
Veldu "Senda í síma"
Skannaðu QR kóðann með myndavélinni í símanum
Veldu "Sækja skrá"
Veldu "Leyfa"
Veldu "Bæta við"
Þá er skírteini bætt í SmartWallet.
Færðu villu við umsókn?
Ef þú færð villu þegar þú hefur lokið umsókninni er það vegna þess að upplýsingar vantar í ökuskírteinagrunn, t.d. mynd. Líklega ert þú með gamalt ökuskírteini á pappír, gefið út fyrir 1998, en ekki nýrri plastkortin. Best er að hafa samband við sýslumann á þínu svæði til að endurnýja ökuskírteinið og fá nýju útgáfuna.
Við það opnast möguleikinn á að fá stafrænt ökuskírteini.
Þjónustuaðili
Sýslumenn