Ökunámsbækur
Ökunámsbækur fyrir almenn ökuréttindi eru nú alfarið á stafrænu formi og geta ökunemar geta nálgast hana á mínum síðum (undir Menntun og Ökunám).Fyrir aðra flokka eru ökunámsbækur á pappír og skal ökukennari afhenda ökunema ökunámsbók við upphaf kennslu. Ökunámsbækur sýna ferli ökunáms frá upphafi þar til ökupróf er staðið.
Ökunámsbók er gefin út af Samgöngustofu og nemendur fá hana síðan hjá ökukennara eða í ökuskóla. Ökukennarar og ökuskólar fá bækurnar hjá Frumherja hf.
Stafræn ökunámsbók fyrir fyrsta ökuskírteinið stofnast um leið og námsheimild er samþykkt hjá sýslumanni.
Sýnishorn ökunámsbóka
Þjónustuaðili
Samgöngustofa