Ökukennaranám til almennra réttinda
Ökukennaranám til almennra réttinda fer fram hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Námið fer fram samkvæmt námskrá sem Samgöngustofa setur og innviðaráðherra staðfestir. Námskráin er unnin í samráði við Ökukennarafélag Íslands og Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Forkröfur
Hafa náð 21 árs aldri.
Stúdentspróf eða sambærileg menntun.
Hafa ekið bíl að staðaldri síðustu þrjú árin.
Hafa ekki hlotið dóm samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 68 gr. hegningarlaga.
Fullnægja kröfum um líkamlegt og andlegt hæfi sem gerðar eru til ökumanna í hópi 2, sbr. reglugerð nr. 830/201.
Starfsleyfi ökukennara
Sótt er um starfsleyfi til sýslumanns. Starfsleyfi ökukennara er tilgreint með sérstakri innlendri tákntölu í dálk 12 á ökuskírteini viðkomandi.
Kostnaður
Nánari upplýsingar um kostnað má finna hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.
Þjónustuaðili
SamgöngustofaTengd stofnun
Sýslumenn