Nýsköpunarsjóður námsmanna
Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands
Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands eru árlega veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna.
Verðlaunin voru fyrst veitt í ársbyrjun 1996 og hafa síðan verið veitt á ári hverju við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Allir nemendur sem skila inn lokaskýrslu fyrir auglýstan frest koma til greina við veitingu verðlaunanna.
Árlega velur stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna um 10-15 verkefni sem unnin eru á árinu sem úrvalsverkefni. Af þeim eru svo 5-6 verkefni valin sem öndvegisverkefni og hljóta þau tilnefningu til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna byggir mat sitt á verkefnum á mati fagráða sjóðsins, sem eru fimm:
fagráð á sviði heilbrigðisvísinda,
fagráð á sviði verkfræði, tæknivísinda og raunvísinda,
fagráð á sviði náttúru- og umhverfisvísinda.
fagráð á sviði hugvísinda og
fagráð á sviði félagsvísinda
Verðlaunaverkefni ársins 2025
Valdimar Sveinsson nemi í læknisfræði við Háskóla Íslands hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir verkefnið Lífupplýsingafræðileg greining á kælisvari frumna. Leiðbeinendur verkefnisins voru Kimberley Anderson Rannsóknarstofustjóri og Hans Tómas Björnsson Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Verðlaunin í ár er LAVA Vasi, handblásinn úr endurunnu gleri frá Fólk Reykjavik.
Fimm önnur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu 2025:
Fataframleiðsla framtíðar
Verkefnið var unnið af Írisi Lind Magnúsdóttur nema í lyfjafræði við Háskóla Íslands.
Leiðbeinandi var Valdís Steinarsdóttir hönnuður ásamt Má Másyni og Vivien Nagy, Minamo ehf.Þarahrat
Verkefnið var unnið af Sólrúnu Arnarsdóttur MA nema í Sustainable Cities frá Norman Foster Institute í London og Universidad Autonoma de Madrid og Ísafold Kristínu Halldórsdóttur efnaverkfræðinema við Háskóla Íslands. Leiðbeinandi er Jan Eric Jessen hjá Algalíf.Eins og í sögu
Verkefnið var unnið af Berglindi Ernu Tryggvadóttur og Þórunni Rakel Gylfadóttur nemum í ritlist í Háskóla Íslands.
Leiðbeinandi var Rúnar Helgi Vignisson Prófessor við Ritlist í Háskóla Íslands.One man's trash is another man's treasure
Verkefnið var unnið af Sigrúnu Emelíu Karlsdóttur nemenda í líftækni við Háskólann á Akureyri og Liam F O M Adams O´Malley nemanda í búvísindum við Landbúnaðarháskólann.
Leiðbeinandi var Hreinn Óskarsson hjá Land og Skógur.Íslandssaga skynfæra: Sjálfsbókmenntir á Ísland
Verkefnið var unnið af Ragnhildi Björt Björnsdóttur, BA-nema í sagnfræði við Háskóla Íslands.
Leiðbeinandi var Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í menningarsögu við Háskóla Íslands.
Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, afhenti verðlaunin.
Þjónustuaðili
Rannsóknamiðstöð Íslands