Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands eru árlega veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Verðlaunin voru fyrst veitt í ársbyrjun 1996 og hafa síðan verið veitt á ári hverju við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Allir nemendur sem skila inn lokaskýrslu fyrir auglýstan frest koma til greina við veitingu verðlaunanna.

Árlega velur stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna um 10-15 verkefni sem unnin eru á árinu sem úrvalsverkefni. Af þeim eru svo 5-6 verkefni valin sem öndvegisverkefni og hljóta þau tilnefningu til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna byggir mat sitt á verkefnum á mati fagráða sjóðsins, sem eru fimm:

  1. fagráð á sviði heilbrigðisvísinda,

  2. fagráð á sviði verkfræði, tæknivísinda og raunvísinda,

  3. fagráð á sviði náttúru- og umhverfisvísinda.

  4. fagráð á sviði hugvísinda og

  5. fagráð á sviði félagsvísinda

Verðlaunaverkefni ársins 2025

Valdimar Sveinsson nemi í læknisfræði við Háskóla Íslands hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir verkefnið Lífupplýsingafræðileg greining á kælisvari frumna. Leiðbeinendur verkefnisins voru Kimberley Anderson Rannsóknarstofustjóri og Hans Tómas Björnsson Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Verðlaunin í ár er LAVA Vasi, handblásinn úr endurunnu gleri frá Fólk Reykjavik.

Fimm önnur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu 2025:

  • Fataframleiðsla framtíðar
    Verkefnið var unnið af Írisi Lind Magnúsdóttur nema í lyfjafræði við Háskóla Íslands.
    Leiðbeinandi var Valdís Steinarsdóttir hönnuður ásamt Má Másyni og Vivien Nagy, Minamo ehf.

  • Þarahrat
    Verkefnið var unnið af Sólrúnu Arnarsdóttur MA nema í Sustainable Cities frá Norman Foster Institute í London og Universidad Autonoma de Madrid og Ísafold Kristínu Halldórsdóttur efnaverkfræðinema við Háskóla Íslands. Leiðbeinandi er Jan Eric Jessen hjá Algalíf.

  • Eins og í sögu
    Verkefnið var unnið af Berglindi Ernu Tryggvadóttur og Þórunni Rakel Gylfadóttur nemum í ritlist í Háskóla Íslands.
    Leiðbeinandi var Rúnar Helgi Vignisson Prófessor við Ritlist í Háskóla Íslands.

  • One man's trash is another man's treasure
    Verkefnið var unnið af Sigrúnu Emelíu Karlsdóttur nemenda í líftækni við Háskólann á Akureyri og Liam F O M Adams O´Malley nemanda í búvísindum við Landbúnaðarháskólann.
    Leiðbeinandi var Hreinn Óskarsson hjá Land og Skógur.

  • Íslandssaga skynfæra: Sjálfsbókmenntir á Ísland
    Verkefnið var unnið af Ragnhildi Björt Björnsdóttur, BA-nema í sagnfræði við Háskóla Íslands.
    Leiðbeinandi var Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í menningarsögu við Háskóla Íslands.

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, afhenti verðlaunin.