Fara beint í efnið

Skráning á vanskilaskrá

Creditinfo heldur utan um svokallaða vanskilaskrá, þar sem skráðar eru upplýsingar um vanskil einstaklinga, meðal annars þeirra sem gert hefur verið árangurslaust fjárnám hjá. 

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um vanskilaskrá á vef Creditinfo.

Tilgangur vanskilaskrár er meðal annars að veita lánveitendum færi á að kanna stöðu einstaklinga áður en lánaumsókn eða reikningsviðskipti eru samþykkt. 

Á meðan krafan er óuppgerð er það á valdi kröfuhafa hvort nafn skuldara er á þessari skrá eða ekki. Það má oft ná samkomulagi við kröfuhafa um að nafn þeirra verði fært af vanskilaskrá ef samningar takast um uppgjör kröfunnar. 

Færsla afskráð af vanskilaskrá

Færsla er afskráð af vanskilaskrá þegar staðfesting um uppgjör kröfunnar berst Creditinfo. Færslur sem aldrei eru gerðar upp eru afskráðar þegar fjögur ár eru liðin frá þeirri dagsetning sem stefna er árituð eða árangurslaust fjárnám er framkvæmt. Mál sem eru skráð á vanskilaskrá hafa neikvæð áhrif á lánshæfismat skuldara í fjögur ár, mest áhrif fyrstu tvö árin en minni áhrif seinni tvö.  

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15