Mannanöfn
Íslensk nafnahefð – eftirnöfn
Á Íslandi eru nöfn foreldra notuð sem eftirnöfn. Nafnahefðin byggir á því að börn fái almennt nöfn foreldra sinna, ýmist föður, móður eða beggja. Ættarnöfn eru fátíð á Íslandi og aðeins leyfð með ákveðnum undantekningum.
Því eru fjölskyldumeðlimir á Íslandi oft með mismunandi eftirnöfn.
Dæmi:
Gunnar Jónsson og Anna Pétursdóttir eignast börn sem heita Sigurður og Elísabet að eiginnafni.
Eftirnöfn þeirra gætu verið:
Sigurður Gunnarsson, Elísabet Gunnarsdóttir.
Sigurður Önnuson, Elísabet Önnudóttir.
Sigurður Gunnarsson Önnuson, Elísabet Gunnarsdóttir Önnudóttir.
Ekki er heimilt að hafa bandstrik eða „og“ í nafni.
Systkinin gætu jafnvel fengið ólík eftirnöfn, ef þau vilja, til dæmis:
Elísabet Önnudóttir, Sigurður Gunnarsson Önnuson.
Endingar á íslenskum eftirnöfnum
Nýtt nafn sem byggir á nafni foreldra verður til með því að bæta endingunni -son eða -dóttir við nafn foreldris.
Drengir fá nafn föður eða móður, með endingunni „-son“.
Til dæmis Jón Sigurðsson ef faðirinn heitir Sigurður eða Jón Guðrúnarson ef móðirin heitir Guðrún.Stúlkur fá nafn föður eða móður, með endingunni „-dóttir“.
Til dæmis Embla Sigurðardóttir ef faðirinn heitir Sigurður eða Embla Guðrúnardóttir ef móðirin heitir Guðrún.
Fleiri endingar á eftirnöfnum eru leyfðar, svo sem „-bur“. Einstaklingur sem hefur hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá er heimilt að nota endinguna á eftir nafni föður eða móður:
Frost Ragnheiðarbur
Blær Jónsbur
Einnig er þeim heimilt að bera eiginnafn foreldris í eignarfalli án endingar.
Orðið „bur“ er komið úr fornnorrænu og vísar til „afkvæmis“.
Vert að skoða:
Lög um mannanöfn
Mannanafnaskrá
Umfjöllun um mannanöfn á vef dómsmálaráðuneytisins

Þjónustuaðili
Þjóðskrá