Lífsbrú - miðstöð sjálfsvígsforvarna
Alþjóðlegt samstarf um sjálfsvígsforvarnir
Evrópusamstarf
JA ImpleMENTAL er samevrópskt rannsóknarverkefni styrkt af H2020 rammaáætlun (JA-02-2020/HADEA). Tuttugu og ein evrópuþjóð tekur þátt í verkefninu ásamt Íslandi en fulltrúar Íslands í verkefninu koma meðal annars frá heilbrigðisráðuneytinu og embætti landlæknis.
Verkefnið hófst formlega haustið 2021 og mun standa í þrjú ár. Verkefnið er viðamikið en Ísland tekur þátt í þeim hluta þess sem snýr að því að innleiða þekkingu í sjálfsvígsforvörnum byggt á austurríska forvarnarmódelinu “SUPRA”.
Norrænt samstarf
Ísland tekur þátt í norrænu samstarfi um geðheilbrigði og sjálfsvígsforvarnir, m.a í gegnum Norrænu ráðherranefndina.
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis