Alls hafa borist 495 tilkynningar vegna tjónamála í kjölfar náttúruhamfaranna í Grindavík. Tjónamati er lokið í 354 málum, úrvinnsla matsmanna er hafin í 138 málum en 3 ný mál mál bíða tjónaskoðunar. Af þessum 495 málum eru 430 vegna húseigna, 57 vegna lausafjár og innbús og átta vegna veitukerfa.