Fara beint í efnið

30. mars 2022

Breyting á sýnatökum vegna COVID-19

Frá og með 1. apríl verður eingöngu boðið upp á að panta einkennasýntökur með notkun hraðprófa á HVE.

Hraðgreiningapróf í stað PCR prófa til greiningar á COVID-19 - HVE

Heilsugæslustöðvarnar munu bjóða upp á hraðpróf 2-3 virka daga í viku fyrir þá sem eru með einkenni sem bent geta til Covid-19. Sýnatökur sem framkvæmdar hafa verið á Akranesi um helgar og rauða daga leggjast af. 

Þeir sem eru með einkenni geta pantað hraðpróf á www.heilsuvera.is eða á https://hradprof.covid.is/ til að fá strikamerki sem þarf til að komast í sýnatöku.  Mæta þarf á boðuðum degi.

Sjá nánari upplýsingar um tímasetningar er að finna undir upplýsingar um Covid-19

Sýnatökur vegna ferðalaga/ Brottfararskimun:
Sem fyrr er ekki boðið upp á PCR sýnatökur eða hraðpróf fyrir einkennalausa vegna ferðalaga til útlanda.