15. október er dagur hvíta stafsins; baráttu- og vitundardagur blinds og sjónskerts fólks. Dagurinn er alþjóðlegur og er tilgangurinn með honum að vekja athygli á málefnum blindra og sjónskertra einstaklinga og þá sérstaklega aðgengimálum og þeim aðgegnishindrunum sem hamla að þeir geti lifað sjálfstæðu lífi og verið samfélagslega virkir.