13. mars 2020
13. mars 2020
Alþjóðlegi svefndagurinn 13. mars 2020
Í tilefni af alþjóðlega svefndeginum, minnum við á mikilvægi svefns og bendum á Ráðleggingar sem stuðla að betri svefni og töflu um æskilegan svefntíma eftir aldri (sjá hér fyrir neðan).
Í tilefni af alþjóðlega svefndeginum, minnum við á mikilvægi svefns og bendum á Ráðleggingar sem stuðla að betri svefni og töflu um æskilegan svefntíma eftir aldri.
Svefnþörf getur verið mismunandi en mælt er með að fullorðnir sofi 7-9 tíma á nóttu, unglingar 8-10 tíma og yngri börn enn lengur.
Það hefur sjaldan verið jafnmikilvægt að huga að góðum svefnvenjum eins og á þessum fordæmalausu tímum sem við lifum á núna. Góður svefn er nauðsynlegur til að geta tekist á við verkefni dagsins og þá er sérstaklega mikilvægt að vera vel sofinn þegar verkefni dagsins eru krefjandi.
Svefn hefur áhrif á námsgetu og einbeitingu, hann hjálpar heilanum að festa upplýsingar í minni og er nauðsynlegur fyrir vöxt og þroska barna. Að auki hefur góður svefn jákvæð áhrif á ónæmiskerfið og því er mikilvægt að ná sem bestum svefni þessa dagana til að efla ónæmiskerfið okkar þannig að við getum varið okkur og aðra sem best.