Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
Síað eftir:
231 leitarniðurstöður
Vakin er athygli á að almennur lífeyristökualdur er 67 ára en ef einstaklingur bíður með að sækja um ellilífeyri fram yfir þann tíma þá er hægt að sækja um rétt sinn allt að tvö ár aftur í tímann. Sæki einstaklingur ekki um rétt sinn aftur í tímann þá hafa réttindi hans ekki fallið niður heldur nýtur hann varanlegrar hækkunar á réttindi sín í staðinn fyrir þann tíma sem töku ellilífeyris hefur verið frestað. Þá er einnig hægt að sækja um snemmtöku ellilífeyri frá 65 ára aldri, gegn varanlegri lækkun réttinda.
Greiðslur fyrir apríl 2024 verða greiddar fyrsta dag mánaðarins eins og alla aðra mánuði ársins.
Í dag kynnir Tryggingastofnun nýtt útlit á vörumerki, ásamt nýrri litanotkun í öllu efni stofnunarinnar, en þessi uppfærsla á útliti er hluti stöðugrar umbótavinnu innan TR, með góða þjónustu og gott viðmót að leiðarljósi.
Jóhanna Ósk Baldvinsdóttir hefur tekið við nýju starfi hjá TR sem umboðsmaður viðskiptavina. Meginhlutverk umboðsmanns felst í að leiðbeina viðskiptavinum í meðferð mála hjá stofnuninni og aðstoða þau sem telja sig ekki hafa fengið efnislega umfjöllun eða úrlausnir í samræmi við gildandi lög og reglur.
Búið er að laga villu í reiknivél lífeyris á vefnum okkar og hefur reiknivélin því verið opnuð á ný. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem bilunin kann að hafa valdið. Bendum á að reiknivél lífeyris er ætluð til að sýna mögulegar greiðslur til einstaklinga miðað við mismunandi forsendur og ekki er um að ræða endanlega útreikninga á réttindum einstaklinga.
Starfsfólk TR óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Nokkrar breytingar voru gerðar á lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð nú í apríl. Hér er yfirlit yfir þær helstu.
Alþingi hefur samþykkt frumvarp um eingreiðslu til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega að upphæð 66.381 kr. sem og fjáraukalög fyrir 2023. Undirbúningur greiðslna er þegar hafinn hjá TR og er lögð áhersla á að greiðsla berist svo fljótt sem auðið er.
Búið er að uppfæra upphæðir greiðslna á tr.is í ljósi þeirra breytinga sem urðu um áramót samkvæmt ákvörðun Alþingis.
Í viljayfirlýsingu sem hefur verið undirrituð er lögð áhersla á samvinnu kerfa, heildstæða nálgun og samfellu í þjónustu í endurhæfingu fólks. Fylgja skal einstaklingum í endurhæfingu markviss á milli þjónustukerfa ef þeir þurfa á þjónustu fleiri en eins kerfis að halda og skýrt verður hvernig ábyrgð á þjónustunni færist á milli kerfa.