Fara beint í efnið

20. febrúar 2024

Viljayfirlýsing um samvinnu kerfa í endurhæfingu

Í viljayfirlýsingu sem hefur verið undirrituð er lögð áhersla á samvinnu kerfa, heildstæða nálgun og samfellu í þjónustu í endurhæfingu fólks. Fylgja skal einstaklingum í endurhæfingu markviss á milli þjónustukerfa ef þeir þurfa á þjónustu fleiri en eins kerfis að halda og skýrt verður hvernig ábyrgð á þjónustunni færist á milli kerfa.

Tryggingastofnun-og:Image

Undir yfirlýsinguna rituðu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, Huld Magnúsdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar, Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, Vigdís Jónsdóttir, forstjóri VIRK, og Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Samhliða þessu hafa Tryggingastofnun, Vinnumálastofnun, VIRK, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og velferðarsvið Reykjavíkurborgar lýst yfir vilja til að vinna saman að sérstöku undirbúningsverkefni er varðar samvinnu þjónustukerfa í tengslum við endurhæfingu einstaklinga. Tilgangur undirbúningsverkefnisins er að fá hlutaðeigandi þjónustukerfi til að vinna saman í sérstökum samhæfingarteymum þar sem áhersla er lögð á heildstæða nálgun miðað við þarfir hvers og eins og að endurhæfingin verði samfelld.

Sjá nánar hér.