Fara beint í efnið

18. desember 2023

Frumvarp um eingreiðslu samþykkt

Alþingi hefur samþykkt frumvarp um eingreiðslu til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega að upphæð 66.381 kr. sem og fjáraukalög fyrir 2023. Undirbúningur greiðslna er þegar hafinn hjá TR og er lögð áhersla á að greiðsla berist svo fljótt sem auðið er.

parið við fjallið

Eingreiðsluna fá þau sem eiga rétt á greiðslu örorku- eða endurhæfingarlífeyris á árinu 2023. Hafi lífeyrisþegi fengið greitt hluta úr ári er eingreiðslan í hlutfalli við greiðsluréttindi viðkomandi á árinu. Eingreiðslan telst ekki til skattskyldra tekna lífeyrisþega og leiðir ekki til skerðingar annarra greiðslna.

Viðskiptavinir eru hvattir til að fylgjast vel með á Mínum síðum og á tr.is þar sem frétt verður birt þegar greitt hefur verið.