Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
Síað eftir:
231 leitarniðurstöður
Í dag fór fram ársfundur TR og ársskýrsla TR 2023 birt.
Samningur Íslands, Liechtenstein og Noregs við Bretland um samræmingu almannatrygginga sem undirritaður var í sumar, tók formlega gildi um áramótin eða 1. janúar síðastliðinn.
Dagana 27. apríl til 4. maí er umhverfisvika TR og verða margir spennandi viðburðir á dagskrá. TR er þátttakandi í verkefninu Grænum skrefum fyrir ríkisstofnanir og náði fimmta og síðasta græna skrefinu í fyrra.
TR hefur gert samkomulag við Noona um skráningu viðtala hjá sérfræðingum TR í gegnum Noona appið.
Starfsfólk Tryggingastofnunar leggur áherslu á að þjónusta viðskiptavini sína sem allra best og með fjölbreyttum hætti. Nú bjóðum við uppá viðtöl við sérfræðing TR sem hægt er að bóka í Noona appinu.
TR býður upp á fræðslufund mánudaginn 26. febrúar kl. 16.00 – 18.00 í Hlíðasmára 11 um ellilífeyrismál. Á fundinum verður farið yfir allt sem snýr að umsóknum um ellilífeyri frá TR, greiðslufyrirkomulag og fleira.
Skýrar upplýsingar eru meðal þess sem við hjá TR leggjum áherslu á í starfi okkar. Á vefnum tr.is má finna mikið af fróðleik um réttindi og greiðslur almannatrygginga. Nú höfum við uppfært allt efnið og sett það upp á aðgengilegan hátt á vefnum Ísland.is.
Frumvarp félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundar Inga Guðbrandssonar um breytingar á örorku- og endurhæfingarlífeyriskerfinu var samþykkt á Alþingi 22. júní. Nýtt kerfi mun taka gildi 1. september 2025.
Við höfum birt efni á vefnum okkar um nýtt kerfi örorku- og endurhæfingargreiðslna sem tekur gildi 1. september 2025. Þar má finna upplýsingar sem gagnast viðskiptavinum Tryggingastofnunar og öðrum sem vilja kynna sér helstu breytingar og nýjungar sem koma til framkvæmda á næsta ári.
Fræðslufundurinn: Allt um ellilífeyri - þetta þarf ekki að vera flókið sem fór fram í streymi þann 13. mars síðastliðinn er nú aðgengilegur á YouTube síðu TR.