16. febrúar 2024
16. febrúar 2024
Endurskoðun örorkulífeyriskerfisins: Frumvarp birt í samráðsgátt
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur birt drög að frumvarpi vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfisins í samráðsgátt stjórnvalda.
Meginefni frumvarpsins snýr að breytingum á lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir.
Í frétt á vef Stjórnarráðsins kemur m.a. fram "að markmiðið sé að bæta afkomu þeirra sem fá greiddan örorkulífeyri, einfalda kerfið, draga úr tekjutengingum, auka hvata til atvinnuþátttöku og gera örorkulífeyriskerfið skilvirkara, gagnsærra og réttlátara. Þá er stuðningur aukinn við fólk meðan á endurhæfingu þess stendur, samvinnu þjónustukerfa komið á og áhersla lögð á að hindra að fólk falli á milli kerfa."