Jafnréttissjóður
Jafnréttissjóðs Íslands fjármagnar eða styrkir verkefni og rannsóknir sem miða að því að stuðla að jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu.
Jafnréttissjóður Íslands nýtur framlaga af fjárlögum. Úthlutað var síðast úr sjóðnum 18. júní 2023. Einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök geta sótt um úr sjóðnum.
Við mat á styrkhæfi umsókna verður lagt mat á gæði verkefnis- eða rannsóknaráætlunar, þ.m.t. markmið og skipulag verkefnis, hagnýtingargildi og mikilvægi þess með tilliti til reglna og markmiða sjóðsins um að auka jafnrétti kynjanna. Umsækjendur skulu kynna sér vel áherslur stjórnar í reglum um úthlutun styrkja úr Jafnréttissjóði Íslands.
Umsóknum skal skila á rafrænu formi í gegnum umsóknarkerfi Rannís. Ekki er tekið við umsóknum á öðru formi.
Fyrirspurnir sendist á netfangið: jafnrettissjodur@rannis.is
Þjónustuaðili
Rannsóknamiðstöð Íslands