Íslenskupróf fyrir ríkisborgararétt
Upplýsingar um prófið
Prófið skiptist í 4 hluta: hlustun, lestur, ritun og tal.
Viðmið til að standast prófið
Miðað er við lokamarkmið grunnnáms í íslensku fyrir útlendinga (240 stundir) sem samsvarar A2 í evrópska tungumálarammanum (Common European Framework of Reference for Languages).
Þú þarft að sýna að þú getir:
bjargað þér við daglegar aðstæður í skóla, vinnu og einkalífi
bjargað þér við óvæntar aðstæður
tekið þátt í umræðum um kunnugleg málefni
skilið einfaldar samræður
lesið stutta texta á einföldu máli
skrifað stuttan texta á einföldu máli
greint aðalatriði í sjónvarpi, útvarpi og dagblaði
Hér er sjálfsmatsrammi í íslensku (pdf.) sem fylgir evrópska tungumálarammanum (Common European Framework of Reference for Languages).
Hér er námskrá - Íslenska fyrir útlendinga (pdf.)
Frekari upplýsingar um reglugerð um próf í íslensku fyrir ríkisborgararétt.
Til baka: Niðurstöður
Þjónustuaðili
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu