Fara beint í efnið

Íslenskupróf fyrir ríkisborgararétt

Á þessari síðu

Niðurstöður

Þú færð niðurstöðu úr prófinu um það bil 6 vikum eftir að síðasta próf í lotunni var haldið.

Niðurstöður prófa eru hefur staðist eða EKKI staðist íslenskupróf fyrir ríkisborgararétt.

Þú stóðst prófið

Ef þú stóðst prófið færð þú staðfestingarskjal í tölvupósti á netfangið sem þú skráðir við próftöku.

Staðfestingarskjalið þarft þú að senda með umsókn þinni um ríksiborgararétt.

Í skjalinu kemur fram:

  • nafn þitt

  • kennitala

  • árið sem prófið var tekið

Staðfestingarskjalið gildir ótímabundið.

Afrit af niðurstöðu er líka sent til Útlendingastofnunar.

Ef þú hefur týnt skjalinu

Ef þú hefur týnt skjalinu getur þú sent tölvupóst á ipr@mms.is með upplýsingum um:

  • nafn þitt

  • kennitölu

  • hvenær þú tókst prófið

Þú stóðst ekki prófið

Ef þú náðir ekki prófinu færð þú tilkynningu í tölvupósti á netfangið sem þú skráðir við próftöku.

Þú getur skráð þig aftur í próf þegar þau eru haldin næst.


Til baka: Íslenskupróf fyrir ríkisborgararétt

Áfram: Upplýsingar um prófið

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Hafðu samband

Símanúmer: 514 7500
Netfang: postur@midstodmenntunar.is
Póstlistaskráning

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga:
09:00 - 15:00
Föstudaga: 09:00 - 12:00

Heim­il­is­fang

Víkurhvarf 3
203 Kópavogur

Kennitala: 660124-1280