Íslenskupróf fyrir ríkisborgararétt
Á þessari síðu
Niðurstöður
Þú færð niðurstöðu úr prófinu um það bil 6 vikum eftir að síðasta próf í lotunni var haldið.
Niðurstöður prófa eru hefur staðist eða EKKI staðist íslenskupróf fyrir ríkisborgararétt.
Þú stóðst prófið
Ef þú stóðst prófið færð þú staðfestingarskjal í tölvupósti á netfangið sem þú skráðir við próftöku.
Staðfestingarskjalið þarft þú að senda með umsókn þinni um ríksiborgararétt.
Í skjalinu kemur fram:
nafn þitt
kennitala
árið sem prófið var tekið
Staðfestingarskjalið gildir ótímabundið.
Afrit af niðurstöðu er líka sent til Útlendingastofnunar.
Ef þú hefur týnt skjalinu
Ef þú hefur týnt skjalinu getur þú sent tölvupóst á ipr@mms.is með upplýsingum um:
nafn þitt
kennitölu
hvenær þú tókst prófið
Þú stóðst ekki prófið
Ef þú náðir ekki prófinu færð þú tilkynningu í tölvupósti á netfangið sem þú skráðir við próftöku.
Þú getur skráð þig aftur í próf þegar þau eru haldin næst.
Til baka: Íslenskupróf fyrir ríkisborgararétt
Áfram: Upplýsingar um prófið
Þjónustuaðili
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu