InterRAI-mat fyrir hjúkrunarþarfir og heilsufar
Framkvæmd interRAI-mats
Heildrænt hjúkrunarheimilismat InterRAI MDS 2.0 mat er alþjóðlegt mælitæki til að meta heilsufar, færni og hjúkrunarþarfir einstaklinga sem búa á öldrunarstofnunum. Mælitækið býður upp á kerfisbundna og nákvæma skráningu heilsufarsupplýsinga, mat á gæðum, leiðbeiningar við meðferð og greiningu á kostnaði.
InterRAI-mat hefur um árabil verið framkvæmt á öldrunarstofnunum á Íslandi og hafa rekstrardaggjöld til stofnana, m.a. að hluta til byggt á hjúkrunarþyngdarstuðli samkvæmt interRAI-mati.
Fræðsluefni og námskeið
Allir sem framkvæma interRAI-mat þurfa að kynna sér fræðsluefni og netnámskeið sem er á þessari síðu eða sækja námskeið. Námskeiðið er til að tryggja að allir framkvæmi matið á sama hátt og til að samanburður á milli stofnana, þjónustueininga og landshluta verði áreiðanlegur.
Námskeiðið er tvíþætt. Annars vegar eru kennslumyndbönd og gögn sem þátttakendur kynna sér og hins vegar æfingar eða þátttaka í vinnusmiðju.
Hvernig lærir þú að gera matið?
Fyrst er að prenta út hjálpargögn sem eru eyðublaðið, leiðbeiningabók og æfingasögur og horfa svo á allar upptökurnar hér á síðunni. Því næst eru æfingasögurnar lesnar og mat gert. Um leið og matið er gert og skráð á eyðublaðið þá er leiðbeiningabókin lesin. Leiðbeiningabókin inniheldur nákvæmar leiðbeiningar og skilgreiningar á því hvernig hvert atriði er metið. Því næst er hægt að prenta út svör við æfingasögunum og bera saman við þína niðurstöðu.
Gott er að setja upp vinnusmiðju á stofnunum eða landsvæðum til að gera æfingamatið. Allir þurfa þá að vera búnir að horfa á upptökurnar og prenta út kennslugögnin þegar þeir koma í vinnusmiðjuna. Hópnum er skipt í 2-3 manna hópa sem vinna í sameiningu mat fyrir tilfellin sem sett eru fram í æfingasögunum. Þegar allir hópar hafa lokið við að gera mat fyrir æfingasögurnar er farið í sameiningu yfir svörin og þau borin saman við svarblaðið. Þannig er hægt að fá fram gagnlegar umræður um gerð matsins og svörin við æfingasögunum.
Kennslumyndbönd
Önnur gögn fyrir vinnusmiðjuna
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis