Fara beint í efnið

Hvar á ég að kjósa?

Þegar kosningar nálgast er hægt að sjá hvort og hvar kjósandi getur kosið á vef Þjóðskrár Íslands. Kjörstaðir eru almennt nálægt því sem kjósandi á heima (er með lögheimili). Algengast er að fólk kjósi á kjördag. Ef kjósendur geta það ekki er hægt að kjósa utan kjörfundar.

Hvað gerist ef ég mæti á rangan kjörstað á kjördegi?

Ef kjósandi mætir á rangan kjörstað getur hann mögulega fengið að kjósa á þeim kjörstað en það fer eftir því hvaða tegund kosningar er um að ræða og hvar kjósandi er staddur. Langbest er að kjósa á þeim stað sem kjósandi er skráður á í kjörskrá.

Hægt er að afsala sér kosningarétti á einum kjörstað í sama kjördæmi og fá að kjósa á öðrum kjörstað. Til þess að mega gera það þarf kjörstjórn að kanna að kjósandi hafi ekki kosið á sínum rétta stað, kjósandi að fylla út eyðublöð og getur síðan kosið. Ef kjósandi er langt frá sínum kjörstað á kjördag en nálægt öðrum þarf því að kanna að þessir tveir kjörstaðir séu í sama kjördæmi.

Athugið að í t.d. alþingiskosningum er Reykjavík skipt í tvö kjördæmi og er aðeins hægt að gera þetta innan þess kjördæmis sem kjósandi á lögheimili í. Þannig er ekki hægt að kjósa á kjörstað í Reykjavík norður ef kjósandi á lögheimili í Reykjavík suður. Í sveitarstjórnarkosningum er Reykjavík eitt kjördæmi og þá getur kjósandi kosið hvar sem er innan Reykjavíkur. Kjósandi með lögheimili í Reykjavík getur ekki kosið í nágrannasveitarfélögunum (t.d. Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði) í neinum kosningum vegna þess að þeir staðir eru í öðru kjördæmi og öðru sveitarfélagi.

Þjónustuaðili

Lands­kjör­stjórn

Lands­kjör­stjórn

Heim­il­is­fang

Tjarnargata 4

101 Reykjavík

kt. 550222-0510

Hafðu samband

Sími: 540 7500

postur@landskjorstjorn.is