Leiðrétting skráningar á kjörskrá
Fram að kjördegi er heimilt að leiðrétta kjörskrá, til dæmis vegna andláts, ríkisfangsbreytingar eða villu við skráningu.
Hver sem er getur gert athugasemdir um að einhvern kjósenda vanti á kjörskrá eða sé þar ofaukið.
Athugasemdir og ábendingar skal senda til Þjóðskrár Íslands.
Reglur um leiðréttingu á kjörskrá
Þjóðskrá Íslands tekur athugasemdir til meðferðar og gerir leiðréttingar á kjörskrá ef við á.
Heimilt er að leiðrétta kjörskrá ef:
Þjóðskrá Íslands hefur láðst að skrá lögheimili kjósanda til samræmis við tilkynningu um flutning.
Tilkynning um nýtt lögheimili þarf að hafa borist Þjóðskrá fyrir viðmiðunardag kjörskrár sem er klukkan 12 á hádegi 38 dögum fyrir kjördag.
kjósandi er látinn
erlendur ríkisborgari hefur öðlast íslenskt ríkisfang eða að einstaklingur hafi misst íslenskt ríkisfang
danskur ríkisborgari á kosningarrétt hér á landi samkvæmt lögum um réttindi danskra ríkisborgara á Íslandi
íslenskur ríkisborgari, sem aldrei hefur átt lögheimili á Íslandi eða sem hefur misst kosningarétt, flyst til landsins og skráir aftur lögheimili sitt hér á landi eftir viðmiðunardag kjörskrár
Þjóðskrá Íslands hefur upplýsingar um að villa hafi verið gerð við skráningu kjósanda við kjörskrárgerðina
Þjóðskrá Íslands sendir hlutaðeigandi sveitarstjórnum og viðkomandi kjósanda, ef við á, tilkynningu um leiðréttingar sem gerðar eru á kjörskrá.
Kærufrestur
Heimilt er að skjóta ákvörðun Þjóðskrár Íslands um leiðréttingar á kjörskrá til úrskurðarnefndar kosningamála innan sólarhrings frá dagsetningu hennar. Úrskurðarnefndin veitir kæranda hæfilegan frest til að koma að frekari gögnum áður en hún fellir úrskurð í málinu.
Fyrirspurnum varðandi skráningu á kjörskrá ber að beina til Þjóðskrár Íslands.
Þjónustuaðili
Landskjörstjórn