Fara beint í efnið

Hver má kjósa? Skilyrði fyrir kosningarrétti

Á þessari síðu

Kosningarréttur er mismunandi eftir tegundum kosninga.
Í aðdraganda kosninga er hægt að sjá hvort og hvar kjósandi getur kosið á vef Þjóðskrár.

Alþingiskosningar, forsetakosningar og þjóðaratkvæðagreiðsla

Skilyrði til að fá að kjósa eru:

  • íslenskur ríkisborgari

  • lögheimili á Íslandi

  • hafa náð 18 ára aldri á kjördag

Íslenskir ríkisborgarar sem búa erlendis

Íslenskur ríkisborgari sem hefur átt lögheimili á Íslandi, á kosningarétt í sextán ár frá því að hann flytur lögheimili af landinu.

Eftir þann tíma þarf hann að sækja um að vera tekinn aftur á kjörskrá til Þjóðskrár Íslands.

Danskir ríkisborgarar

Danskir ríkisborgarar sem búsettir voru á Íslandi 6. mars 1946 eða einhvern tímann á síðustu 10 árum fyrir þann tíma eiga kosningarétt samkvæmt lögum nr. 85/1946.

Aðrir

Erlendir ríkisborgarar eiga ekki kosningarétt við alþingiskosningar, forsetakosningar eða í þjóðaratkvæðagreiðslum og geta því ekki kosið.

Sveitarstjórnarkosningar

Í sveitastjórnarkosningum byggir kosningarréttur á lögheimili, en í öðrum kosningum er það fyrst og fremst ríkisborgararéttur.

Íslenskir ríkisborgarar geta kosið ef þeir:

  • eru orðnir 18 ára á kjördag

  • hafa lögheimili á Íslandi

Norrænir ríkisborgarar hafa kosningarétt ef þeir:

  • eru orðnir 18 ára á kjördag

  • eru með lögheimili í sveitarfélaginu

Aðrir erlendir ríkisborgarar hafa kosningarétt ef þeir:

  • eru orðnir 18 ára á kjördag

  • hafa átt lögheimili á Íslandi í 3 ár samfellt fyrir kjördag

Íslenskir námsmenn sem búa erlendis

Íslenskir námsmenn sem búsettir eru á Norðurlöndunum og eru með lögheimili sitt skráð í eftirtöldum löndum geta kosið í sveitarstjórnarkosningum:

  • Danmörku

  • Finnlandi

  • Færeyjum

  • Grænlandi

  • Noregi

  • Svíþjóð

Kosningarétturinn gildir í því sveitarfélagi sem þeir áttu síðast skráð lögheimili.
Sama gildir um maka og börn þeirra sem dveljast með þeim í viðkomandi landi.

Athugið! Til að námsmenn á Norðurlöndunum geti kosið í sveitarstjórnarkosningum þurfa þeir að sækja um til Þjóðskrár að vera tekin á kjörskrá í síðasta lagi 40 dögum fyrir kjördag. Senda þarf inn nýja umsókn fyrir hverjar sveitarstjórnarkosningar og henni þarf að fylgja staðfesting á námsvist.

Þjónustuaðili

Lands­kjör­stjórn

Lands­kjör­stjórn

Heim­il­is­fang

Tjarnargata 4

101 Reykjavík

kt. 550222-0510

Hafðu samband

Sími: 540 7500

postur@landskjorstjorn.is