2. Barn beitt ofbeldi
Ofbeldi gagnvart barni er skilgreint sem athöfn af hálfu foreldris, umönnunaraðila eða annars aðila, sem leiðir til eða er líklegt til að leiða til skaða á þroska barnsins.
Efni kaflans
Foreldri eða umönnunaraðili gerir lítið úr barni, gerir óraunhæfar kröfur til barns, fær barn til að sinna sínum þörfum eða að barn verður vitni að ofbeldi milli aðila sem eru nánir barninu.
2.1.1. Barni sýnt viðvarandi neikvætt viðmót og neikvæðar tilfinningar
Foreldri eða umönnunaraðili kemur illa fram við barn eða beitir slíku viðmóti í
refsingarskyni.
Dæmi eru eftirfarandi:
Setur út á eiginleika barnsins, svo sem útlit þess eða skapgerð.
Setur út á það sem barnið gerir, t.d. heimalærdóm og heimilisstörf.
Notar neikvætt hlaðin orð eða uppnefnir barnið.
Notar tilfinningalegt ofbeldi á netinu eða á annan rafrænan hátt (án beinna samskipta).
Neitar barni um mat, svefn eða aðrar nauðsynjar í refsingarskyni.
2.1.2. Gerðar óraunhæfar kröfur til barns miðað við aldur þess og þroska
Foreldri eða umönnunaraðili gerir óraunhæfar kröfur til barns miðað við aldur þess og þroska
og/eða setur barnið í aðstæður sem það ræður ekki við.
Dæmi eru eftirfarandi:
Vill að barnið klæði sig sjálft áður en það getur það hjálparlaust.
Notar barnið til að fullnægja tilfinningalegum eða líkamlegum þörfum sínum.
Setur barnið í aðstæður innan fjölskyldunnar sem hæfa ekki börnum: t.d. stuðnings- og
umönnunarhlutverk gagnvart foreldri eða styðja foreldri sem glímir við erfiðleika; að fylgjast
með fjármálum heimilisins; látið taka afstöðu í deilum foreldra eða sjá um megnið af
heimilisstörfum.Virðir ekki barnið sem sjálfstæðan einstakling, heldur fremur sem framlengingu á hinum
fullorðna eða notar barnið sér til framdráttar.Tekur ekki tillit til þarfa barnsins sem sjálfstæðs einstaklings, heldur gerir ráð fyrir að
barnið sé með sömu þarfir og langanir og hinn fullorðni.
2.1.3. Barn upplifir ofbeldi innan fjölskyldu eða milli náinna aðila
Barn upplifir beitingu ofbeldis meðal þeirra sem eru því nákomnir: t.d. milli foreldra, foreldra
gagnvart systkini, milli systkina barnsins eða barn gagnvart foreldri. Ofbeldið getur einnig
beinst gegn dýrum, t.d. þegar barn verður vitni að dýraníði eða þegar hótað er að skaða gæludýr.