Ófætt barn í hættu vegna athæfis verðandi foreldris eða einhvers í nærumhverfi foreldris.
Grunur um að barnshafandi einstaklingur hafi neytt áfengis í óhófi, annarra vímuefna eða lyfja sem eru líkleg til að valda barninu skaða. Hér er verið að ræða um öll lögleg og ólögleg vímuefni, einnig lyfseðilsskyld lyf sem eru tekin án fyrirmæla læknis og önnur efni sem eru líkleg til að valda fóstrinu skaða.
Ófæddu barni er hætta búin vegna ofbeldis sem barnshafandi einstaklingur verður fyrir á meðgöngu í nánu sambandi, af hálfu maka eða annarra nákominna.
Önnur tilvik þar sem heilsa og líf ófædds barns getur verið í hættu.
Dæmi eru eftirfarandi:
Heilsa og líf ófædds barns getur verið í hættu vegna þess að verðandi foreldri sinnir ekki eftirliti á meðgöngu eða vegna þess að viðkomandi sinnir því ekki að næra sig. Við könnun á máli af þessu tagi þarf að leita eftir staðfestingu á næringarskorti frá lækni.
Færni verðandi foreldra er ábótavant sökum t.d. geðrænna veikinda, vímuefnaneyslu, þroskaskerðingar, ungs aldurs eða annarra þátta sem gera það að verkum að verðandi foreldrar þurfa stuðning strax á meðgöngu.
Barnshafandi einstaklingur sinnir ekki nauðsynlegu eftirliti á meðgöngu eða eftirfylgd vegna t.d. sykursýki, meðgöngueitrunar eða annarra fylgikvilla meðgöngu.
Aðstæðum barnshafandi einstaklings er ábótavant (t.d. óíbúðarhæft húsnæði eða heimilisleysi).