4. Áhættuhegðun barns
Áhættuhegðun barns er skilgreind sem hegðun sem brýtur gegn þeim viðmiðum og reglum sem gilda í umhverfi barnsins og er líkleg til að valda barninu sjálfu eða öðrum skaða.
Barn neytir áfengis eða annarra efna sem eru líkleg til að valda því skaða. Hér er einkum átt
við ungmenni, ef um yngri börn er að ræða væri að jafnaði rétt að flokka slíka neyslu undir
vanrækslu foreldra eða umönnunaraðila, þar sem yngri börn ættu ekki að hafa aðgengi að
slíkum efnum.
Hér er um að ræða öll lögleg og ólögleg vímuefni, einnig lyfseðilsskyld lyf sem eru tekin án
fyrirmæla læknis og önnur efni sem eru líkleg til að valda barninu skaða.
Barn neytir annarra efna sem geta haft áhrif á heilsu og velferð þess án þess að vera
vímuvaldandi.
Dæmi eru eftirfarandi:
Ofneysla barna á koffíndrykkjum sem geta haft slæm heilsufarsleg áhrif. Hér er einkum átt
við ung börn eða þegar magn koffínneyslu fer yfir heilsuverndarviðmið.Notkun barns á vörum sem innihalda nikótín. Hér getur verið um að ræða ýmsar tegundir
tóbaks ætlaðar til reykinga, munntóbak, rafrettur (veipa), neftóbak eða neysla á öðrum vörum
sem innihalda nikótín.Inntaka lyfja, lyfseðilsskyldra eða í lausasölu, sem eru ekki til þess fallin að framkalla vímu
en barnið tekur inn viljandi.
Barn hefur viljandi skaðað sig, t.d. skorið, stungið, brennt eða rispað sig viljandi (ekki er átt
við sjálfskaða sem er afleiðing af óhappi).
Barn hefur gefið í skyn að það hugleiði sjálfsvíg eða hefur reynt sjálfsvíg.
Barn er með alvarlega átröskun eða á við aðra geðræna erfiðleika að stríða og inngrip
forsjáraðila og heilbrigðiskerfis skila ekki árangri.
Barn strýkur eða er á vergangi, þ.e. skilar sér ekki heim eða á þann stað sem það á að vera.
Barn virðir ekki reglur um útivistartíma, þrátt fyrir viðleitni forsjáraðila.
Grunur um að barn sé viðriðið ólöglegt athæfi eða afbrot, s.s. innbrot, skemmdarverk, þjófnað,
umferðarlagabrot eða annað athæfi sem leiðir til afskipta lögreglu af barninu.
Barn beitir annan einstakling, barn eða fullorðinn, tilfinningalegu, líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi. Sjá skilgreiningar og dæmi undir kafla 2. Barn beitt ofbeldi. Ofbeldið getur einnig beinst gegn dýrum, t.d. þegar barn pyntar eða meiðir dýr viljandi (dýraníð).
Barn mætir illa í skóla, sinnir illa heimalærdómi eða mætir ekki með hluti sem nauðsynlegir
eru til skólastarfs; þrátt fyrir að forsjáraðili reyni eftir bestu getu að stuðla að því að barnið
sinni námi sínu á eðlilegan hátt.
Alvarlegur hegðunarvandi barns í skóla: barn brýtur ítrekað skólareglur, fer ekki eftir
fyrirmælum og ekki hefur fundist lausn á vandanum í samstarfi skóla, barns og foreldra.