1. Vanræksla gagnvart barni
Vanræksla gagnvart barni er skilgreind sem ítrekaður skortur á nauðsynlegri athöfn, sem leiðir til skaða eða er líklegur til að leiða til skaða á þroska barnsins.
Efni kaflans
Foreldri eða umönnunaraðili hefur brugðist skyldu sinni til að sinna grunnþörfum barns.
1.1.1. Fæði ábótavant
Barn fær ítrekað ekki fæði við hæfi, ekki nægilegt fæði sem nauðsynlegt er miðað við þroska
barnsins, fyrir heilsu þess og velferð eða of mikið af óhollu fæði.
Dæmi eru eftirfarandi:
Barn missir oft og ítrekað úr máltíðir eða fær ekki nægilega mikinn mat, biður t.d. nágranna
ítrekað um mat.Barn fær ítrekað ónægan eða óhollan mat miðað við aldur, þroska og líkamlegt ástand; sem
getur valdið heilsufarsvanda eða hefur slæm áhrif á líkamlegt atgervi barnsins. Við könnun
máls skal starfsfólk barnaverndar leita til heilbrigðisstarfsfólks til staðfestingar á umræddu
ástandi.Barn á unglingsaldri borðar án athugasemda forsjáraðila svo óreglulega að það hefur áhrif á
heilsu þess og þroska eða það fær ekki nægilega mikinn mat.Barn neytir óhóflega, án inngripa foreldra eða umönnunaraðila, matvæla sem eru ekki ætluð
börnum, t.d. koffín í formi orkudrykkja. Hér er einkum átt við ung börn og/eða þegar magn
koffínneyslu fer yfir heilsuverndarviðmið.Heilbrigðisstarfsfólk greinir ungbarn með vaxtarskerðingu, þ.e. það bætir hvorki við sig í
þyngd né lengd og talið er að engar heilsufarslegar orsakir liggi þar að baki. Mat
heilbrigðisstarfsfólks er að um vanrækslu sé að ræða. Sjá ennfremur tilfinningaleg vanræksla
flokk 1.4.1.
1.1.2. Klæðnaði ábótavant
Barn er ekki klætt á fullnægjandi hátt miðað við aðstæður.
Dæmi eru eftirfarandi:
Fatnaður barns er í ósamræmi við vöxt, t.d. of stór eða of lítill og veldur barninu
óþægindum.Fatnaður barns er ekki nógu hlýr miðað við veður og barnið því ekki verndað gegn kulda á
fullnægjandi hátt.Barn á unglingsaldri klæðir sig án afskipta foreldra/umönnunaraðila í ósamræmi við
veðurfar eða á annan þann hátt sem þykir ekki í samræmi við aðstæður.
1.1.3. Hreinlæti ábótavant
Hreinlæti barns er ekki fullnægjandi fyrir heilsu þess og velferð.
Dæmi eru eftirfarandi:
Barn er mjög óhreint, lyktar illa.
Fatnaður barns er mjög óhreinn.
Hár barns er illa hirt.
Tennur eru ekki burstaðar og/eða hirt um þær á annan hátt.
Barn á unglingsaldri þrífur sig ekki og foreldrar eða umönnunaraðilar láta það afskiptalaust.
1.1.4. Húsnæði ábótavant
Barni er ekki séð fyrir fullnægjandi húsnæði sem nauðsynlegt er fyrir velferð þess.
Dæmi eru eftirfarandi:
Ekkert húsnæði er til staðar.
Húsnæðið er óíbúðarhæft.
Húsnæðið er óhreint, t.d. uppsafnaðar matarleifar eða óeðlilega mikil uppsöfnun á drasli.
Húsnæðið er óöruggt fyrir barn, t.d. vegna ófrágengins rafmagns eða að það vantar
öryggishlið við tröppur.Húsnæðið skortir nauðsynjar fyrir eðlilegt heimilishald, t.d. rafmagn eða hita.
1.1.5. Heilbrigðisþjónustu ábótavant
Foreldri eða umönnunaraðili sinnir því ekki að barn fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu í
samræmi við mat fagfólks, þ.m.t. geðheilbrigðisþjónustu eða aðra þjónustu sérfræðinga.
Dæmi eru eftirfarandi:
Umönnunaraðili sinnir því ekki að barn fái viðeigandi tannhirðu, t.d. tannburstun eða
tannviðgerðir sem leiðir til tannskemmda eða annarra vandamála í munnholi barnsins.Umönnunaraðili sinnir því ekki að barn fái greiningu á andlegri heilsu, t.d. greind, hegðun
eða geðrænu ástandi.Umönnunaraðili sinnir því ekki að barn fái viðeigandi þjálfun, t.d. tal- eða sjúkraþjálfun.
Umönnunaraðili sinnir því ekki að barn fái greiningu eða meðferð vegna rannsókna,
sjúkdóma eða ástands, t.d. lyfjagjöf.
Efni kaflans
Foreldri eða umönnunaraðili fylgist ekki nægilega vel með barni og því er öryggi þess og velferð í hættu. Þetta á við þegar barnið hefur ekki líkamlega, hugræna eða tilfinningalega burði til að vernda sig sjálft í aðstæðunum.
1.2.1. Eftirliti umönnunaraðila með barni er ábótavant
Ekki er fylgst nægilega vel með barni þannig að það getur farið sér að voða. Foreldri eða
umönnunaraðili skynjar ekki yfirvofandi eða mögulega hættu og hefur ekki gert fullnægjandi
ráðstafanir til að vernda barnið gegn skaða.
Dæmi eru eftirfarandi:
Barn er skilið eftir eitt, t.d. á skiptiborði, í sundlaug eða heitum potti eða öðrum álíka stað
þar sem barninu er hætta búin.Barn er ekki fest tryggilega í farartæki með viðeigandi öryggisbúnaði eftir því sem við á
eftir aldri barnsins.Barn er skilið eftir án eftirlits, t.d. í barnavagni fyrir utan heimili eða veitingastað.
1.2.2. Barn er skilið eftir eitt án þess að hafa aldur og þroska til þess
Barn er skilið eftir án eftirlits og án þess að hafa aldur og þroska til, t.d. á heimili eða í bifreið.
Þroski og aldur ræður því hvenær viðeigandi er að skilja börn eftir ein, t.d. barn á unglingsaldri
sem er skilið eftir eitt heima í langan tíma án eftirlits.
1.2.3. Barn er skilið eftir hjá hæfum aðila en óeðlilega lengi
Barn er skilið eftir hjá hæfum aðila en er ekki sótt á tilsettum eða umsömdum tíma, eða að ekki
er ákveðið hvenær barnið verði sótt og sá sem passar barnið telur sig hafa passað það óeðlilega
1.2.4. Barn er skilið eftir hjá óhæfum aðila
Barn er skilið eftir hjá óhæfum umönnunaraðila. Dæmi um það er t.d. ef sá einstaklingur sem
annast á barnið hefur ekki aldur og/eða þroska til að annast það, er í annarlegu ástandi vegna
áfengis- eða vímuefnaneyslu eða haldinn alvarlegum geðsjúkdómi sem gerir viðkomandi
óhæfan til að annast barn. Hér er átt við þegar utanaðkomandi er falið að annast barn þrátt fyrir
vitneskju foreldra eða umönnunaraðila um eitthvað af ofangreindu.
1.2.5. Barn er skilið eftir hjá óhæfum aðila sem beitir börn ofbeldi
Barni hefur verið komið í umönnun hjá einstaklingi sem vitað er að hefur, eða er sterklega
grunaður um að hafa, beitt barn líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi. Viðkomandi þarf ekki
að hafa verið dæmdur eða kærður fyrir brot af þessu tagi.
1.2.6. Foreldri lýsir yfir vilja til að yfirgefa barn eða yfirgefur barn til frambúðar
Foreldri segist ekki vilja eiga barn sitt eða segist vilja losna við það, rekur það t.d. út af
heimilinu. Foreldri eða umönnunaraðili skilur barn sitt eftir án þess að ætla sér að sækja það,
t.d. úti á víðavangi, á veitingastað eða öðrum opinberum vettvangi.
1.2.7. Barn verður umsjónarlaust vegna fráfalls eða fjarveru forsjáraðila
Barn er án umsjónar vegna fráfalls forsjáraðila, innlagnar forsjáraðila á sjúkrahús,
sjálfræðissviptingar forsjáraðila, handtöku forsjáraðila eða brotthvarfs af öðrum ástæðum.
Einnig getur verið um að ræða að foreldri sem fer eitt með forsjá reyni að svipta sig lífi. Hér
getur einnig verið um að ræða þegar börn koma án fylgdar forráðamanna til landsins (vegalaus
börn).
1.2.8 Barni er hætta búin vegna annarlegs ástands umönnunaraðila
Barn er ekki verndað og því hætta búin vegna annarlegs ástands forsjár- eða umönnunaraðila.
Dæmi eru eftirfarandi:
Barn verður vitni að annarlegu ástandi umönnunaraðila vegna áfengis- og/eða annarrar
vímuefnaneyslu.Barni er hætta búin þar sem umönnunaraðili ekur með það undir áhrifum áfengis og/eða
annarra vímuefna.
1.2.9. Barni er leyft eða það hvatt til að taka þátt í ólöglegu eða ósiðlegu athæfi
Barni er leyft eða það hvatt til þess af hálfu umönnunaraðila að taka þátt í ólöglegu eða ósiðlegu
athæfi, t.d. innbrotum, þjófnaði, áfengis- og vímuefnaneyslu, vændi eða öðrum kynferðislegum
athöfnum, m.a. á netinu.
Efni kaflans
Foreldrar eða umönnunaraðilar hvorki sinna skólagöngu eða námi barns né sjá til þess að barnið sinni því. Hér er fyrst og fremst átt við skólaskyldu barns í grunnskóla en getur einnig átt við skólagöngu í leik- eða framhaldsskóla, ef það er metið mikilvægt fyrir velferð barnsins.
1.3.1. Mætingu barns í skóla er ábótavant og án inngrips forsjáraðila
Barn mætir illa í skóla og foreldrar eða umönnunaraðilar láta það afskiptalaust.
1.3.2. Barn er ekki skráð í skóla eða missir mikið úr skóla vegna ólögmætra ástæðna
Barn er ekki skráð í skóla eða missir mikið úr skóla vegna ólögmætra ástæðna, t.d. vegna þess
að það er að passa yngri systkini eða vegna þess að umönnunaraðili vaknar ekki til að koma
barninu á réttum tíma í skólann.
1.3.3. Ábendingum skóla um sérfræðiaðstoð fyrir barn er ekki sinnt
Umönnunaraðili sinnir ekki ábendingum skóla sem vísar barni í greiningu vegna gruns um
námsörðugleika eða í sértæka þjónustu vegna námsörðugleika, svo sem í lesgreiningu eða
stærðfræðigreiningu.
1.3.4. Barn skortir ítrekað skólagögn
Barn skortir ítrekað nauðsynlega hluti til skólastarfs, t.d. bækur, íþróttaföt eða sundföt.
Efni kaflans
Foreldrar eða umönnunaraðilar sinna ekki tilfinningalegum þörfum barns, hugrænni og
félagslegri örvun eða setja barninu ekki mörk.
1.4.1. Tilfinningalegar þarfir barns vanræktar
Foreldri eða umönnunaraðili bregst seint og/eða illa við tilfinningalegum þörfum barns síns
þegar það þarfnast umönnunar eða stuðnings, t.d. þegar ungbarn grætur eða þegar barnið
þarfnast stuðnings og umönnunar vegna utanaðkomandi áfalls. Greinilegur skortur er á
eðlilegri tengslamyndun foreldris og barns. Tilfinningaleg vanræksla getur verið orsök
vaxtarskerðingar hjá ungbarni og er þá greint af heilbrigðisstarfsfólki. Í þeim tilvikum bætir
barn hvorki við sig í þyngd né lengd og engar heilsufarslegar orsakir finnast. Sjá ennfremur
undir líkamleg vanræksla flokk 1.1.1.
1.4.2. Hugrænn þroski barns vanræktur
Foreldri eða umönnunaraðili örvar ekki hugrænan þroska barns. Tækifæri til að kenna barni og
örva hugrænan þroska þess eru sniðgengin, umönnunaraðili lætur jafnvel eins og hann heyri
hvorki í barninu né sjái það. Sjálfstæði barns fær litla örvun og barnið því svo ofverndað að
það hefur áhrif á þroska þess.
1.4.3. Félagslegar þarfir barns vanræktar
Foreldri eða umönnunaraðili örvar ekki félagslegan þroska barns heldur stuðlar að félagslegri
einangrun þess eða fjölskyldunnar, t.d. truflar ítrekað tilraunir barnsins til að vingast við
jafnaldra.
1.4.4. Barni eru ekki sett viðeigandi mörk
Foreldri eða umönnunaraðili setur barni ekki viðeigandi mörk eða notar ekki viðeigandi reglur
og aga þegar við á. Þetta hefur leitt til hegðunarvanda barnsins, erfiðleika í skóla og félagslegra
erfiðleika. Dæmi um þetta er m.a. óviðeigandi og óheftur aðgangur barns að fjármunum eða að
barnið sé sjaldan eða aldrei látið taka afleiðingum gerða sinna.