2. Barn beitt ofbeldi
Ofbeldi gagnvart barni er skilgreint sem athöfn af hálfu foreldris, umönnunaraðila eða annars aðila, sem leiðir til eða er líklegt til að leiða til skaða á þroska barnsins.
Efni kaflans
Líkamlegt ofbeldi á sér stað þegar barn er meitt viljandi á einhvern hátt eða þegar ofbeldi er beitt á óbeinan hátt. Sá sem beitir ofbeldi getur verið foreldri eða annar umönnunaraðili barnsins eða aðrir aðilar ótengdir barninu, m.a. annað barn. Markmiðið með ofbeldinu þarf ekki endilega að vera að meiða barnið líkamlega, það getur verið framið í reiðikasti eða í refsingarskyni eða með það að markmiði að hræða barnið.
2.2.1. Barn beitt ofbeldi af hálfu umönnunaraðila
Hér er átt við líkamlegt ofbeldi sem á sér stað þegar umönnunaraðili meiðir barn viljandi, þ.e.
ekki óviljaverk eins og t.d. þegar rekist er utan í barnið og það dettur og meiðir sig. Það er
mikilvægt við könnun máls af þessu tagi að athuga vel samræmi frásagnar barnsins og t.d.
foreldris um hvernig meiðslin atvikuðust.
Líkamlegt ofbeldi getur m.a. falið í sér:
Barn beitt líkamlegum refsingum t.d. rassskellt.
Barn bundið niður og/eða hreyfingar þess heftar á óeðlilegan hátt.
Barn er lamið, slegið, kýlt eða sparkað í það; brennt með eldi eða heitum vökva; barnið
klipið, bitið, þrengt að öndunarvegi, hárreytt; því ýtt eða hent til jarðar; hlutum hent í
barnið; barnið hrist eða skaðað á annan hátt.Barni er viljandi gefið hættuleg efni, t.d. óviðeigandi lyf (gegn eða án tilmæla læknis),
vímuvaldandi efni, skemmd matvæli o.fl.Framkvæmdar eru ónauðsynlegar, sársaukafullar eða óafturkræfar aðgerðir á barni.
Foreldri, eða annar aðili, reynir að fá lyf eða læknisaðgerðir fyrir barnið, án
raunverulegra veikinda eða vegna veikinda sem eru tilkomin vegna einhvers sem hinn
fullorðni hefur gert. Hér getur verið um að ræða svokallað Münchausen
staðgengilsheilkenni (e. Münchausen syndrome by proxy). Við könnun máls af þessu tagi
er mikilvægt að fá mat sérfræðinga.
2.2.2. Barn beitt ofbeldi af hálfu annarra aðila, t.d. annarra barna
Til viðbótar við upptalningu í flokki 2.2.1. hér að ofan er hér um að ræða hópslagsmál eða
árásir þar sem eitt eða fleiri börn ráðast gegn barninu og beita það ofbeldi; ofbeldi í nánum
samböndum (t.d. milli unglinga í parsambandi); líkamlegt ofbeldi sem utanaðkomandi aðili
beitir barn, t.d. í reiðikasti eða í refsingarskyni o.fl.
Dæmi um sýnilega áverka sem barn getur hlotið vegna ofbeldis eru t.d.:
Hrufl/skráma, marblettir, blaðra vegna bruna.
Augnáverkar, t.d. aðskilin sjónhimna.
Roði, sár, upphleypt svæði eða rák á húð, t.d. eftir barsmíð eða belti.
Ör eftir áverka.
Dæmi um áverka sem geta mögulega ekki verið sýnilegir en sem fagaðili í
heilbrigðiskerfi hefur greint hjá barni er t.d.:
Tognun.
Heilaskemmdir.
Skemmdir á líffærum vegna vísvitandi eitrunar.
Augnáverkar.
Vísbendingar um tilraun til kæfingar.
Sprunga í beini eða beinbrot.
Innri kviðarhols- eða brjóstholsmeiðsli.
Skaði á miðtaugakerfi.
Rifin hljóðhimna.
Einkennamynstur barns sem hefur verið hrist eða skellt utan í eitthvað (e. abusive head
trauma).Viðvarandi blæðing eða blóðkúla.