2. Barn beitt ofbeldi
Ofbeldi gagnvart barni er skilgreint sem athöfn af hálfu foreldris, umönnunaraðila eða annars aðila, sem leiðir til eða er líklegt til að leiða til skaða á þroska barnsins.
Efni kaflans
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (e. WHO) er kynferðisofbeldi gagnvart barni skilgreint þegar barn undir kynferðislegum lögaldri getur ekki gefið upplýst samþykki fyrir kynferðislegum athöfnum sökum ungs aldurs og þroska. Það sama á við þegar athæfið fellur undir brot á hegningarlögum viðkomandi ríkis. Börn geta verið beitt kynferðisofbeldi af hendi fullorðinna en einnig af öðrum börnum sem eru sökum aldurs, þroska, trausts eða ábyrgðar í yfirburðarstöðu gagnvart barninu. Unglingar geta orðið fyrir kynferðisofbeldi af hendi fullorðinna en einnig jafnaldra, t.d. í para- eða vinasamböndum. Ofbeldið getur einnig verið stafrænt, t.d. í formi myndasendinga, dreifingu mynda, óviðeigandi skilaboða eða annarrar áreitni.
Hér er ofbeldið flokkað eftir því hvort barnið verður fyrir því á eigin heimili af hálfu nákominna aðila eða hvort ofbeldið er af hálfu utanaðkomandi aðila.
2.3.1. Barn beitt kynferðislegu ofbeldi af hálfu foreldra eða umönnunaraðila
2.3.2. Barn beitt kynferðislegu ofbeldi af hálfu annarra, t.d. annarra barna eða aðila
ótengdum barninu
Dæmi um kynferðislegt ofbeldi sem á við um bæði flokka 2.3.1. og 2.3.2. eru:
Kynferðislegur talsmáti.
Þukl á líkama utan klæða (ekki kynfæri).
Kynferðislegar ljósmyndir eða myndbönd, sýnd eða tekin.
Kossar á andlit eða tilraunir til þeirra (ekki munn).
Kossar á munn eða tilraunir til þeirra.
Sýnihneigð (gerandi fækkar klæðum).
Fróun að barni ásjáandi.
Gægjuhneigð (klæðum fækkað á barni).
Þukl og snerting á líkama barns innan klæða (ekki kynfærum).
Þukl á kynfærum barns utan klæða.
Barn látið snerta kynfæri geranda utan klæða.
Myndefni af barni fer í dreifingu.
Grófari snerting eða strokur.
Þukl á kynfærum barns innan klæða.
Barn látið snerta kynfæri geranda innan klæða.
Barni fróað.
Barn látið fróa geranda.
Barn þvingað til að taka upp og/eða senda myndefni af kynferðislegum toga.
Tilraun til innþrengingar í munn, leggöng eða endaþarm með fingri, hlutum eða
getnaðarlim.Innþrenging framkvæmd í leggöng eða endaþarm með fingri eða hlutum.
Munnmök við barn.
Barn látið hafa munnmök við geranda.
Fullt samræði við barn (innþrenging framkvæmd), í leggöng og/eða endaþarm.