Handbók vegna stöðlunar á stöðu- og framvinduprófum Matsferils
Þjónustuaðili:
Leiðbeiningar vegna stöðlunar á stöðu- og framvinduprófum Matsferils
Hér má nálgast pdf útgáfu af leiðbeiningunum.
Matssvið Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu
17. mars – 11. apríl 2025
Stöðu- og framvindupróf í stærðfræði
Stöðu- og framvindupróf í stærðfræði metur hæfni nemenda og námsframvindu í fjórum inntaksflokkum aðalnámskrár: Tölum og reikningi, algebru, tölfræði og líkindum svo og rúmfræði og mælingum. Prófverkefnin eru ýmist fjölval eða opin og skiptast einnig í þrjá færniþætti: Kunnáttu, beitingu, rök og greiningu. Stígandi er í vægi inntaksflokka og færniþátta eftir aldursstigi.
Sérhvert prófverkefni tilheyrir annars vegar inntaksflokki (t.d. algebra) og hins vegar færniþætti (t.d. beiting). Vægi sérhvers inntaksflokks og færniþáttar er fyrirfram skilgreint í prófunum og er birt í töflunum Vægi inntaksflokka og Vægi færniþátta. Birt vægi á við prófin í heild en við samsetningu þeirra er leitast við að hlutfall prófverkefna eftir færniþáttum sé sambærilegt milli inntaksflokka.
Vægi inntaksflokka í stöðu- og framvinduprófum Matsferils í stærðfræði.

Vegna takmarkana um hámarksfjölda prófatriða í einu prófi og lágmarksviðmiða um fjölda prófatriða flokks þá eru í 3.-4. bekk gefnar niðurstöður í sameinuðum flokki fyrir Tölfræði og líkindi og Tölur og reikning. Sjá má heildarfjölda prófatriða fyrir árgangana í töflunni Fjöldi prófatriða.
Vægi færniþátta í stöðu- og framvinduprófum Matsferils í stærðfræði.

Fjöldi prófatriða í stöðu- og framvinduprófum Matsferils í stærðfræði.

