Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Handbók vegna stöðlunar á stöðu- og framvinduprófum Matsferils

Leiðbeiningar vegna stöðlunar á stöðu- og framvinduprófum Matsferils

Hér má nálgast pdf útgáfu af leiðbeiningunum.

Matssvið Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu

17. mars – 11. apríl 2025

    Gögn á Google-svæði skóla

    Notast verður við Google Drive til að koma gögnum til skólanna sem taka þátt í stöðluninni og hefur hver skóli sitt svæði. Á svæðinu sínu geta skólar fundið ýmsar upplýsingar um fyrirkomulag og framkvæmd stöðlunarinnar, gögn svo nemendur geti skráð sig inn í prófin og niðurstöður nemenda eftir bekkjum/árgöngum. Í einhverjum tilvika verður einkunnum nemenda þó komið til skila með öðrum hætti.