Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Handbók vegna stöðlunar á stöðu- og framvinduprófum Matsferils

Leiðbeiningar vegna stöðlunar á stöðu- og framvinduprófum Matsferils

Hér má nálgast pdf útgáfu af leiðbeiningunum.

Matssvið Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu

17. mars – 11. apríl 2025

    Mikilvægt er að ákveðin ró og góður vinnufriður séu til staðar á prófstað og við próftöku. Á sama tíma verður að sýna aðstæðum og þörfum nemenda skilning og bregðast við í samræmi við velferð barna.

    Farsímar eru bannaðir meðan á prófi stendur. Hafi nemendur farsíma með sér er nauðsynlegt að slökkt sé á þeim og þeim komið í vörslu þess sem situr yfir.

    Nemendum er óheimilt að hlusta á tónlist meðan á próftöku stendur.